Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 1
Egill Hallgrímsson: Hrakningar um Almenning op Kapelluhraun fyrir hálfri öld Á RLA morguns hinn 2. janúar 1907 eða fyrir 50 árum, stóðu tveir ungir menn, Jón Jónsson og Helgi Pálsson Eggerz, ferðbúnir á hlaðinu heima hjá sér, í Kirkjuvogi í Höfnum suður, og litu til veðurs. Var ferðinni heitið til Hafnarfjarð- ar. Veðurútlit var ekki gott, loftið dimmt og drungalegt, en kyrrt veð- ur og frostlítið niðri í byggð og snjór svo mikill að varla sást á dökkan díl. Ef þá hefði verið kom- ið útvarp og veðurfregnir, myndi veðurspáin ekki hafa verið góð. Þeir ferðafélagar létu það ekki á sig fá og kvöddu heimafólk og lögðu af stað í þeirri von, að veð- ur myndi ekki spillast þann dag- inn. Héldu þeir svo sem leið ligg- ur um Hafnaheiði, Vogastapa og Reiðskarð inn í Voga. Gamli vegurinn á Stapanum var niður grafinn og grýttur, einn versti vegurinn á Suðurkjálkanum í vætutíð og snjókomu. Urðu menn stundum þar úti í hríðarveðrum, viltust og hröpuðu fyrir björgin — í sjóinn, eða sofnuðu hinum hinsta svefni, þar sem þeir höfðu lagst til hvíldar við veginn, örmagna af þreytu og vosbúð og má vera að brennivínið hafi oft átt sinn þátt í því. Sagt var og, að Stapadraug- urinn hafi komið hér við sögu. Þeir félagar, Jón og Helgi, voru komnir inn í Voga um dagmál. Fyrsti áfangi þeirra hafði gengið vel þrátt fyrir þunga færð. Þar bættist einn við, sá sem þetta rit- ar. Þegar þeir Jón og Helgi höfðu fengið hressingu heima hjá mér í Vogum og hvílt sig um stund, lögð- um við af stað og héldum með bæum inn á Vatnsleysuströnd. Bættust þar í hópinn þeir Ingvar Gunnarsson frá Skjaldarkoti og frændi hans Þórður Guðmundsson frá Brunnastöðum. Höfðum við Jón og Ingvar, en við vorum allir nemendur í Flensborgarskólarium, komið okkur saman um að verða samferða til Hafnarfjarðar aftur að jólaleyfi loknu, en hinir tveir, EgiII Hallfrimuso'- Helgi og Þórður, höfðu slegist með í förina. Héldum við nú án tafar áfram ferðinni svo sem leið ligg- ur um Strandarheiði. „Áður fyrr lá leiðin frá Vogum til Hafnarfjarðar um götutroðn- inga, sem lágu um eldri og yngri y k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.