Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Page 2
206 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hraun ofan við byggðarlögin, inn með sjónum. Flest af þessum hraunum eru breið og afar sein yfirferðar eða ófær með öllu, jafn- vel fyrir gangandi menn nema um þessa troðninga, sem hafa myndast af umferðinni á liðnum öldum. Óvarlegt er fyrir ókunnuga menn að fara út á vegleysur í úfnustu hraununum, því að mjög er auðvelt að villast þar í þoku og snjókomu eða verða fyrir öðrum töfum og jafnvel lenda í ógöngum. í mikl- um snjó geta sprunguhraunin verið háskaleg". (B. Sæm.). Færð var þung og erfið. Götu- troðningana, sem voru lægri en umhverfið, hafði fennt strax í kaf í fyrstu snjóum og mikið snjókyngi var á heiðum uppi. 1 snjókomu og þoku er villugjarnt á þessum slóð- um. Eru þar margar hættulegar gjár og sprungur, sem erfitt er að varast í dimmviðri og hafa orðið mönnum og málleysingjum að fjör- lesti. Er við vorum komnir inn undir Vatnsleysur var komin krapahríð, og fór snjókoman stöðugt vaxandi, eftir því sem innar kom í heiðina. Frost var enn lítið svo að snjór klesstist við hlífðarfötin og hlóðst á okkur, svo að við urðum brátt blautir. Sóttist okkur ferðin um Strandarheiði og Arnarstapahraun heldur seinlega vegna ófærðarinn- ar. Komum við nú að Hvassa- hrauni, sem er skammt innan við Amarstapahraun, til þeirra ágætu hjóna, Þórunnar Einarsdóttur og Guðmundar Stefánssonar, er þar bjuggu þá og höfðu búið lengi. Þar fengum við hinar beztu viðtökur, en við vorum blautir og þreyttir eftir þófið. Hvassahraun var þá aðalviðkomustaðurinn á leiðinni milli Suðumesja og Reykjavíkur. Stóðum við þar all-lengi við, og ætluðum jafnvel ekki lengra, því að veðurhorfur fóru versnandi og * 4 við ekki vel kunnugir á þeim slóð- um, sem framundan voru. Nú tekur við Almenningurinn, sem er víðáttumesta og elsta hraunið á þessum slóðum. Hann nær frá sjó allt upp að Dyngna- hrauni og Undirhlíðum og er mjög mishæðóttur, með sprungnum klappabungum og hólum, djúpum dældum og kötlum. Akvegurinn var þá ekki kominn lengra en skammt suður fyrir Straum, sem er einn af Hrauna-bæunum, á hæð- ina, sem er milli Straums og Rauðamelshóls. Var það ætlun okk- ar að komast á veginn í björtu, því að þá þóttumst við öruggir úr því. Til gamans má geta þess, að Bjöm Kristjánsson, þáverandi þingmaður Gullbringusýslu, sagði mér sjálfur svo frá löngu síðar, að sér hefði gengið treglega að koma þingmönnum í skilning um nauð- syn þess, að akvegur yrði gerður suður um hraunin og hafi hann þá tekið það ráð að setja hesta undir þá þingmenn, sem áttu þá sæti í fjárveitinganefnd Alþingis, og far- ið með þá suður í hraunin til að sýna þeim götutroðningana, sem fætur hestanna höfðu troðið á liðnum öldum. Þetta bar árangur, svo sem kunnugt er, þótt það tæki mörg ár að gera veginn suður með sjó. Það mun hafa verið um nónbil, er við lögðum af stað frá Hvassa- hrauni. Þegar komið var nokkuð inn í Almenninginn fór veður versnandi eftir því sem á daginn leið, snjókoman óx stöðugt og hlóðst snjórinn utan á okkur, en hægur vindur var af austri. Gekk okkur erfiðlega að halda leiðinni eftir að skyggja tók. Götutroðning- arnir í Almenninginum voru fennt- ir í kaf og vörður, sem voru á stöku stað, voru annaðhvort á kafi í snjó eða svo fannbarðar, að óger- legt var að greina þær. Þarna í Al- menninginum var því ekki um nein kennileiti að ræða til að styðjast við. Sími var þá ekki kominn um Suðurnes. Hann var ekki lagður fyrr en árið eftir, sumarið 1908, svo að ekki var hægt að hafa hlið- sjón af símastaurum, en það hefði komið sér vel. Fór nú málið að vandast að vera á ferð í fannfergi og krapahríð um þessar auðnir, hraunhóla og gjótur, en áfram var haldið, þótt seint gengi. Vindstað- an, sem var þó ekki örugg, var það eina, sem við var að styðjast og vemdaði okkur frá því að villast upp á við um Almenninginn. Með austankaldann á hægri hlið veltumst við nú áfram um hraun- ið í ófærðinni, og fór svo að lok- um, að við villtumst í Almenning- inum, fórum niður á við sem betur fór, fundum ekki nýa veginn og áttuðum okkur ekki fyrr en við komum að túngarðinum 1 Lóna- koti, sem er niður við sjó, um það bil miðja vega milli Hvassahrauns og Straums. Héldum við nú í átt- ina til Óttarsstaða og komum eftir um þriggja stunda göngu, sem í venjulegri færð tekur ekki nema um einn og hálfan tíma, að bæn- um Eyðikoti, sem er austasti bær- inn í Óttarsstaðatúninu. Þá bjuggu þar bræður tveir, Guðmundur og Sveinn Bergsteinssynir. Við höfð- um þar enga viðdvöl, en báðum um fylgd upp á veginn, sem var kom- inn skammt suður fyrir Straum, svo sem fyrr segir, og var það auðsótt mál. Fylgdi nú Sveinn okk- ur upp hraunið sunnan Straums, og þegar hann þykist vera kominn á veginn segir hann: „Eg get nú ekki séð veginn, en hann hlýtur að vera hérna“. Var nú komið norðaustan rok með stórhríð og farið að herða frost. Fórum við nú að leita að veginum og tókst okkur eftir nokkura leit að finna hann, þar sem hann liggur upphlaðinn yfir tjarnir, sem þar eru. Þökkuðum <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.