Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 207 Hafnagjá hjá Vogum. — Slikar hraun- gjár eru hættulegar ferðamönnum í myrkrl og hríð. við nú leiðsögumanni fylgdina og hélt hann heimleiðis, en við héld- um áfram ferðinni í umbrotafærð eftir veginum, sem liggur niður- grafinn gegnum Kapelluhraun. Hraun þetta er afar úfinn bruni, runnið úr gígum við Undirhlíðar. Það mætti skjóta því hér inn í, að oft hefir verið og er rætt um að gera þama flugvöll fyrir innan- landsflug og leggja niður Reykja- víkurflugvöll. Virðist staðurinn heppilegur og í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Verður þarna ef til vill annar stærsti flugvöllur landsins í framtíðinni. Nafnið hef- ir hraunið af gamalli „kapellu“, grjótdys við gamla veginn í því miðju; segja munnmæli, að þar hafi verið dysjaður einn af mönn- um Kristjáns skrifara. Þegar við lögðum í hraunið mun hafa verið liðið að miðaftni. Herti nú óðum frostið og veðrið með þrumum og ljósagangi, stórhríð og skafrenningi. í gegnum Kapellu- hraun gátum við haldið veginum með hraunið á báðar hendur. En er við vorum komnir inn úr því og inn í síðasta hraunflákann, er nefn- ist Hvaleyrar- eða Hellnahraun og er flatt og hellótt hraun, með kötl- um og sprungum, týndum við brátt veginum. Sáum við nú fram á, að áframhald væri tvísýnt mjög og hugðumst því snúa við og brjótgst sömu leið til baka, en þá hafði fennt og skafið í öll spor, svo að ógerlegt var að finna veginn inn í Kapelluhraunið. Hefðum við get- að átt á hættu að villast út í hraun- ið, þennan úfna bruna, og lenda í ógöngum. Var nú úr vöndu að ráða. Við vorum lítt vanir að þreyta fangbrögð við náttúruöflin og auk þess ekki vel kunnugir á þessum slóðum. Réðum við nú ráðum okk- ar og komumst brátt að þeirri nið- urstöðu, að ekki væri nema um þá einu leið að ræða, að halda áfram ferðinni, með veðrið í fangið, í átt- ina til sjávar, í þeirri von að kom- ast að Hvaleyri. Af vindstöðunni var okkur ljóst, að sjórinn var á vinstri hönd. Við urðum að forð- ast að halda upp á við, og einnig urðum við að gæta þess að halda ekki undan veðrinu, til þess að lenda ekki í Kapelluhrauninu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Okkur var kunnugt um að allt frá Lambhagaeyri og inn undir Hval- eyrarsand eru allhá, en slitrótt, þverhnípt, klettabelti í sjó fram, sem nefnd eru einu nafni Gjögrin og hætta gat verið á því, að við gengjum fram af þessum klettum. Hætturnar, sem biðu okkar á þess- um slóðum, voru því margar, og urðum við að hafa gát á öllu. Við héldum nú ferðinni áfram í áttina til sjávar. Þrátt fyrir við- leitni okkar til að halda í veðrið, hrakti okkur út í Kapelluhraunið og munum við hafa verið all-lengi að veltast um það og komast út úr »rhöíi4i j/riiJv J’VV ''/j/kcií/'''1 , ■ / 7 * /1 * / ^ // ' ■ // ■ • x • ■ I A A- v •i.w w. 4 -. | >' / ' ••'■ ■é&T >' - * /<**! ^ jf ■ ^ ' ■&' i *'■■> ■ ■*• - ’ ■ .............. ÍmMzm. >• ■ VV- v v N V ... m wr V. -v' Mriuttini'ik > , .. ■# i I r n rh r aíi k\ ,, ; , JO v' w *. ... X J’h.ufi » ’ ' y y - >' ,A ,-,• \-, y/mtttnttr 7 ■*, ™ . . > If:- % I **■ W ’ * v," gfpra í, * i*. *. «• V ■•> % v \ .. / '■■■ 'd *. * \ * _ ' ,< - '■ -*■ ♦ " ' ; ;\ . x \ . A '■.'■, - ' - r ?<■ C' J- , , \ .,■ . m p. $ ^ * .: ^ * y* • . '••*"' ■* \ ■ i >. \ V - \ * 'V 11 1 ' i \- ■ V- ^ ^ A ' t T \ * i . í ! ^ >% .V , \ K a n o 11 u h r a u n ' ' .... ■ ií : v>. \ ' ' ,% _ ' “\ ' ■ .. - V v ^ 4«r ' <m,- ' /i '»<■' * » •>* 't MtSHHHHi 1 Kort mt ▼iliusvsaðinu i i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.