Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 4
208 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS því aftur, cnda ekki greiðfært. Höf- um við þá sennilega gengið upp á við í fyrjtu til að forðast Gjögr- in. Þe'gar við komumst út úr Kap- elluhrauninu í Hellnahraunið, fór- um við að falla ofan í sprungur og gjótur. Veltmnst við nú fram og aftur um hraunið, gátum ekki haldið ákveðinni stefnu sakir veð- urofsans og landslagsins, fórum oft ýmist imdan veðrinu eða á móti því. Leiðin var mjög torsótt, land- ið erfitt yfirferðar og alltaf einhver okkar að falla ofan í sprungur og hverfa og alltaf vorum við að telja hópinn til að vita hvort nokkurn vantaði. Tókum við nú það ráð, að binda okkur saman með treflunum. Einn okkar missti böggul ofan í sprungu og vorum við lengi að finna hann. —Hvíldarlaust var haldið áfram móti hríðarveðrinu. Við hröktumst um hraunið án þess að vita í raun réttri hvað við vor- um að fara eða hvað tímanum leið. Vorum við famir að efast um að við værum á leið til sjávar, því að okkur fannst leiðin of löng til þess að svo gæti verið. En skyndilega föllum við fram af hárri snjó- hengju. Brá okkur heldur óþægi- lega við fallið, en vorum þó fegnir að komast í nokkurt skjól fyrir mesta veðrinu og settumst niður til að hvíla okkur, því að mjög var af okkur dregið eftir langa og erfiða göngu. Vildu nú sumir láta fyrirberast þarna, ef ske kynni að veðrinu slotaði eitthvað áður en langt um liði. Ekki gátum við gert okkur neina grein fyrir því, hvar við vorum staddir, því að ekki var unnt að átta sig á neinu og snjó- inn skóf fram af hengjunni og þyrl- aðist upp allt í kringiun okkur. Sennilega höfum við fallið fram af háum sjávarbakka, skammt vestan við Hvaleyri, en sandur og möl mun hafa verið undir bakkanum. Nú kom einhver auga á spýtu, sem stóð upp úr snjónura rétt hjá okkur, og færðist þá nýtt líf í alla, því að nú þóttumst við vera farnir að nálgast bæi. Brutumst við nú upp úr jarðfallinu og héldum enn áfram. Veðrið var hið sama og áð- ur og snjónum kyngdi stöðugt nið- ur. Við héldum á móti veðrinu sem fyrr og þokuðumst áfram í náttmyrkrinu og hríðinni, þreyttir og svangir og vissum ekkert hvað tímanum leið. Eftir nokkurt þóf féllum við skyndilega fram af lág- um hól eða hæð og sáum allt í einu, okkur til mikillar ánægju, ljós rétt fyrir framan okkur. Geng- um við nú á ljósið og kvöddum dyra og reyndist það vera Vestur- kot, yzti bærinn á Hvaleyri, sem við vorum komnir að. Höfðum við oltið þar fram af fjóshaugnum. Urðum við þeirri stund fegnastir, að vera komnir til byggða. Það mun hafa orðið okkur til lífs, að við fórum ekki fram hjá Vestur- koti, því að annars hefðum við að öllum líkindum gengið fram af Hvaleyrarhöfða, sem er um 10 metra hátt þverhnýpt bjarg í sjó fram og ekki nema um þrjú hundruð metra vegalengd frá Vest- urkoti. Ætlun okkar var að kom- ast að Hvaleyrarbænum; en vegna stórhríðarinnar og veðurofsans sáum við ekki bæinn og fórum því fram hjá honum. í Vesturkoti bjuggu þá hin ágætu hjón, Valgerður Jensdóttir frá Hóli í Hvammssveit, systir Bjarna í Ás- garði og Friðjóns læknis, og Jón Jónasson frá Skógum á Fellsströnd, skólastjóri barnaskóla Hafnarfjarð- ar. Jón var á fótum er okkur bar að garði, mun hafa setið við skrift- ir. Tóku þau hjón okkur tveim höndum. Vorum við illa til reika og uppgefnir. Fengum við afbragðs góðar viðtökur, heita mjólk og mat. Þegar við komum að Vesturkoti mun hafa verið liðið að miðnætti, og höfðum við þá verið á sjötta klukkutíma á leiðinni frá Hrauna- bæjunum, en sú leið mun venju- lega hafa verið farin á um fjörutíu mínútum. Við munum hafa hvílt okkur um tvær klukkustundir, en að þeim tíma liðnum þökkuðum við gest- gjöfum okkar ágætar viðtökur, kvöddum hjónin í Vesturkoti og lögðum saddir og hressir af stað til Hafnarfjarðar. Meðan við stóðum við í Vestur- koti hafði veðrið batnað mjög. Var nú komið logn og heiður, bjartur alstimdur himinn með leiftrandi norðurljósum. Voru það mikil viðbrigði frá því, sem á und- an var gengið. Varð ég hugfanginn af hinni dásamlegu fegurð nætur- himinsins, hinum köldu tindrandi himinljósum, er geisluðu birtu sinni niður á snævi þakta jörðina. En svo var fannfergi mikið að það tók okkur um tvær stundir að komast þessa stuttu leið til Hafn- arfjarðar, en þangað komum við á fjórða tímanum um nóttina. Síð- ast óðum við krapann yfir ósinn, sem er sunnan við gömlu Flens- borgarhúsin, töldum það hægara heldur en að brjótast í gegnum fönnina fyrir ofan. Þótt við vær- um þreyttir eftir ferðalagið, varð okkur ekki meint af volkinu, en ávallt hefir ferðalag þetta verið mér mjög minnisstætt. Sagt var að þennan dag hefðu menn villst á leiðinni milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar og flóabáturinn komst ekki leiðar sinnar. Og víst er um það, að Vetur konungur hefir oft einnnig reynzt hinum vélknúnu farartækjum nútímans þungur í skauti á þessari nú fjölförnustu leið landsins, og svo hefir það ver- ið á þessum vetri, sem nú er að líða En mjög ólíku er saman að jafna að ferðast um landið nú og var fyrir hálfri öld. Þrír þessara ferðafélaga, þeir Helgi, Þórður og Jón, eru nú látn- ir. Helgi andaðist ungur vestur í < t 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.