Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Síða 6
SIS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ný vopn, en þau eru ekki fram- leidd. Þess vegna eru það kölluð „leynivopn", og Bandaríkin eiga aragrúa af þeim, og allt er til búið að framleiða þau í stórum stíl undir eins og heimsstyrjöld kynni að skella á. Það verður aðeins að hafa til nægar birgðir af þeim vopnum, sem mestur vandi er að smíða og seinlegast er að fram- leiða, svo sem kjarnorkuvopnum, eldflaugum og sjálfstýrðum skeyt- um. o Útbúnaður hers verður allur annar í næsta stríði en verið hefir. Hennennirnir verða í plastbúningi, sem er mjög léttur, og á höfðinu hafa þeir hjálm, sem gerður er úr stáli og plasti og ver þá algerlega fyrir sprengjubrotum. Þessi hjálm- ur er að vísu nokkuð stór, en hann er léttur. Þykir það mjög áríðandi að verja höfuð hermanna sem bezt, því að sú er reynsla Bandaríkj- anna úr tveimur heimsstyrjöldum, að 40—45% af þeim mönnum, sem fellu á vígvelli, biðu bana af höf- uðsárum. En hjálmurinn er auk þessa hinn mesti galdragripur. Inni í honum er örsmá talstöð, og með henni getur hermaðurinn haft samband við alla félaga sína, hvort sem þeir eru á láði eða í lofti. Hjálminum fylgja og margs konar gleraugu: Bvört gleraugu til þess að verja augun blossa af kjarnasprengju, reyklituð gleraugu til að nota í sól- skini og sérstök gleraugu til þess að sjá í myrkri með aðstoð inn- rauðra geisla. Enn fremur þarf ekki annað en styðja á hnappa á hjálminum til þess að nota hvert þessara tækja. Skór hermannsins verða með plastsólum, er endast margfalt á við annað sólaefni. í sólunum sjálf- um eru ofurlítil hólf, þar sem her- maðurinn geymir nesti sitt — litlar töflur úr næringarríkum efnum. í saumunum á handarbaki glófanna, eru geymdar litlar töflur af fjör- efnum. Utan á stígvélunum eru vasar, og í þeim eru sáraumbúðir. Hver hermaður hefir og gasgrímu, og henni fylgir „atropin-sprauta“, sem hann á að grípa til ef hann verður fyrir eiturgasi* Við belti sér hefir hermaðurinn nokkrar handsprengjur úr gleri, sem eru mjög hættulegar vegna brotanna þegar þær springa. Til þess að verjast regni og geislavirku ryki, hefir hermaðurinn gegnsæan feld úr plastik, sem vefja má upp og stinga í vasa sinn. Hann fær einn- ig yfirhöfn, sem hægt er að blása upp og nota sem vindsæng. Styrjöld mundi hefjast með leift- urárásum á kjarnorkustöðvar og eldflaugastöðvar óvinanna, til þess að reyna að gera þær óvirkar þeg- ar í upphafi og koma þannig í veg fyrir algleymis kjamorkustyrjöld. Til þess verða notaðar hinar hrað- fleygustu flugvélar og sjálfstýrð skeyti. Og nú koma engin virkja- kerfi eða skotgrafakerfi að haldi. Þau verða jafn gagnslaus og kín- verski múrinn. Allir herflutningar fara fram í loftinu. Og farartækin verða margs konar, því að Banda- ríkjamenn hafa fundið upp hin ótrúlegustu farartæki í lofti. Meðal þeirra, sem vitað er um eru þau sem þeir nefna: Convertiplane, Aerocycle, Flying Platform, Aero- dyne og Flying Barrel. Og svo er nokkurs konar kopti, knúinn kjarn- orku og nefnist „The Centaur". Hann er með þrjá þríhyrnda vængi og gegnir svipuðu hlutverki í lofti eins og skriðdrekar á jörð. Ætti hann því skilið nafnið flugdreki, ef ekki hétu svo leikföng barna. En þetta eru engin leikföng. Þeir eru vopnaðir nýustu og skæðustu skot- Flugpallur fyrir einn mann. Til eru flugpallar fyrir 15 menn með alvæpni. vopnum og eru skotraufar alls stað- ar í vængjabrúnunum. Svo eru hinir fljúgandi pallar, sem geta borið 15 menn. Um leið og styrjöld hefst koma öll þessi farartæki í stórhópum, líkt og engisprettur og ráðast á her- stöðvar, flugvelli, eldflaugastöðv- ar og aðrar þýðingarmestu stöðv- ar óvinanna. Hlutverk þeirra er að eyðileggja allar slíkar stöðvar á ákveðnu svæði. Fljúgandi stór- skotalið og sjálfstýrð flugskeyti munu varna því að óvinirnir geti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.