Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK mORGUNBLAÐSINS 211 þ,á M.instu þá landið var morgundýrð vafið, myrkbláar öldur hvísluðu hálforktu ljóði? Við ýttum úr vör fram á ólgandi hafið unglingar tveir, með vaknandi þrá í blóði. En ár hafa liðið, uú horfum við heim til baka, hljóðlátir menn á framandi strönd, og biðum, og yfir líki draumanna vonir vaka, um veglausa firð berst ilmur úr gróandi hlíðum. Því ennþá hvíslar hlýum ástljúfum ómi í óttunnar kyrrð við nið frá hrynjandi bárum hinn hljómþýði vorblær, sem vaggaði ungu blómi í værð fyrir mörgum, mörgum árum. DANIEL ARNFINN SSON l-----------------------------—........... ..—----------------9> sent hjálparlið á þær stöðvar. Þessi fljúgandi árásartæki geta sezt hvar sem þeim sýnist, og þegar hlutverki þeirra er lokið á einum stað, fljúga þau á annan stað og geta þannig gert margar árásir á einum degi. Á flugpöllunum verða litlar sjónvarpsstöðvar, en á undan þeim fara önnur flugtæki, sem send eru til njósna. Þau hafa sjón- varps sendistöðvar og geta því þeir á flugpöllunum séð langar leiðir þær stöðvar , sem þeir eiga að gera árásir á og hvernig óvinirnir hafa búizt þar fyrir. Þannig verður bar- izt hingað og þangað, en hvergi verða samfelldar vígstöðvar. Her- mönnunum er þó nauðsynlegt að geta grafið sér skotgrafir og hafa hraðan á. Þess vegna er hver flokkur útbúinn með jarðbor og sprengju, og með þessum áhöldum er hægt að gera skotgrafir á svip- stundu. Meðan þessu fer fram, fljúga stórar kjamorkuknúðar flugvélar langt inn yfir land óvinanna. Hver flugvél hefir margar sprengjur meðferðis, en auk þess nokkra fljúgandi palla, sem standa á renni- braut inni í flugvélinni. Þegar hún er komin á þann stað, þar sem árás skal gerð, skýtur hún flugpöllun- um aftur úr sér, en þeir svífa til jarðar. Þar sem margar slíkar flug- vélar fara saman, er pöllunum dreift í hring umhverfis árásar- staðinn, og áhafnir pallanna gera þar árás úr öllum áttum samtím- is. Þeir eru vel vopnum búnir og hafa með sér fallbyssur og rákettu- byssur. Enn lengra inn í land óvinanna er flogið með „gerfinjósnara", sem nefndir eru Uglur, eða Engisprett- ur. Þær eru eins og hnöttur þegar þeim er fleygt fyrir borð í flug- vélunum, en um leið og þær nema við jörð, koma út úr þeim fætur, sem lyfta þeim upp, og í annan stað rennur upp úr þeim loftskeyta- stöng. Innan í þessum „gerfinjósn- ara“ eru alls konar vísindaleg tseki. Sum þeirra mæla hve langt er til næstu herstöðva óvinanna og hve mikið muni vera þar af vélknúð- um hergögnum. Önnur sjá um veð- urathuganir, mæla vindhraða, vindátt, loftþyngd og loftraka. Sjálfvirk tæki breyta þessum mæl- ingum 1 skeyti, sem berast til her- stöðvanna og getur þessi gerfi- njósnari sent 17 orð loftleiðis á mínútu. í hverjum njósnara er raf- hlaða, sem dugað getur í tvo mán- uði. En hvað er svo um aðdrætti fyrir herliðið? Og hvemig fer um særða menn, langt inni í óvinalandi? Það verða kjarnorkuknúðir kopt- ar, sem sjá um alla flutninga til liðsins og þeir safna saman særð- um mönnum og flytja þá til baka. Hver af þessum koptum, sem kall- ast „Hercules“, mun geta borið inn 30 lestir og flogið 100 mílur á klukkustund. Þrír þeirra geta ann- að jafn miklu eins og 48—60 flutn- ingabílar. Með því að nota þessar flugvélar verða allir aðdrættir hersins miklu auðveldari en áður hefir verið. Þær leysa af hólmi flutningavagnana, og þá þarf ekki heldur að gera stór forðabúr hing- að og þangað og olíugeymslu- stöðvar. Hér er aðeins fátt talið af þeim breytingum, sem verða munu á hemaði í næstu styrjöld — ef hún kemur. Þar verður hraðinn marg- faldur á við það sem var í sein- asta stríði. Og einmitt þess vegna vona menn að nútímastyrjöld verði stutt, og að hún sýni þjóðunum betur en nokkuð annað, að styrj- aldir borga sig ekki. Það var verið að húðstrýkja mann í Kína, og hann hló stöðugt meðan á því stóð, og var það þó hýðing, sem átti að ganga næst lífi hans. — Að hverjum skrattanum ertu að hlæa? sagði valdsmaðurinn byrstur. Þykir þér svona gaman að því að láta hýða þig? ' — Eg hlæ ekki að því heldur hinu, að það var ekki eg heldur annar mað- ur, sem átti að hýða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.