Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 21S sniði, og eins myndhöggvaralist þeirra. Fornfræðingum er í mun að vita hvernig stendur á þessum skyld- leika og hvar þessi menning muni upp runnin, og hvemig hún hefir þá borist frá einum til annars. Sein- ustu rannsóknir benda til þess, að vagga þessarar menningar hafi verið í Suður Ameríku, en ekki í Mexikó, einsog talið hefir verið fram að þessu. Menn þykjast nú hafa komist að því að málmsmíðar hafi tíðkast miklu fyr í Suður Ameríku en norðurfrá, og eins hafi Indíánar í Perú orðið fyrstir manna til þess að taka upp akuryrkju í Ameríku. En þó hafa menningar- straumar borist á milli sitt á hvað. Inkar voru snjallari í málmsmíð, leirkerasmíð og stjórnskipun. Maya Indíánar voru aftur á móti fremri í húsbyggingarlist, stærðfræði og myndhöggvaralist. En áhrifin hafa borist sitt á hvað, og þau gátu ekki farið eftir öðrum leiðum en yfir Panamaeiðið. Þess vegna er eðli- legt að í Panama sé leitað að sönn- unum fyrir þessu. rakkarnir voru álfhræddir við úí- arpið. Maðurinn neð pípuna er fjöl- kyldufaðirinn Við hófum leitina meðfram ánni Indio, og þar slóst í för með okkur Hann hafðí sorf' íennur sínar i odc —til fegurðarauka og svo þær entust betur. dr. Shirley Gage, kvenlæknir frá New York. Hún hafði um nokkurra ára skeið verið læknir í Kína, og nú langaði hana til að kynnast líf- inu á þessum slóðum, þar sem eng- inn læknir hefir nokkru sinni verið. Þetta var í janúarmánuði og þann tíma höfðum við valið vegna þess að fyrstu þrír mánuðir ársins eru taldir þurkatíminn í Panama. En það var einsog landið vildi refsa okkur fyrir það að vera að skyggn- ast eftir fornum leyndardómum sínum. Ekki vorum við fyr lögð á stað, en hann byrjaði að rigna. Vatnið fossaði úr loftinu svo að segja látlaust, og það var sjaldan meira en tvo eða þrjá daga í röð, að við værum ekki holdvot. Við leituðum uppi Indíána, sem líklegt var að gæti bent okkur á fornleifar. Gamall karl sagðist hafa fundið gullfrosk og gullstöng fyrir mmwm m ' i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.