Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Page 10
214 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mörgum ánun hátt uppi í fjalli, og hann vísaði okkur á staðinn. Þar var allt stráð brotum úr leir- kerum og höfðu þau legið þarna um margar aldir. Við grófum þar og fundum fh'salagt gólf um 19x10 fet að ummáli og voru í því 15 hell- ur úr grænum sandsteini, mjög vel lagðar. Sennilega eru þetta leifar af fomu hofi. Allt um kring um gólfið var mikið af leirkerabrotum, • steinöxum og kvarnarsteinum. Öll höfðu leirkerin verið óskreytt og ómáluð. Þar sem leirkerabrot finnast, þar hefii verið byggð til forna. Og það reyndist auðvelt að finna þá staði, því að þeir eru á sléttum flötum, sem ekki eru víða í þessu mishæð- ótta landi. Við gátum einnig geng- ið úr skugga um hvar dyr hefðu verið á þessum fornu bústöðum, því að þar voru leirkerabrotin í hrúgum. Mönnum kann að virðast það heldur tilkomulítið að vera að safna gömlum leirkerabrotum, en þau eru hinn bezti leiðarvísir fyr- ir fornfræðinginn. Af gerð þeirra og hvernig þau liggja í jarðvegi, djúpt eða grunnt, getur hann rakið þróunarsögu á ýmsum skeiðum. Það er ósköp svipað eins og menn vildu rekja þróunarsögu ýmissa þjóða eftir ljósaáhöldum þeirra. Fyrst eru það langeldarnir, þá steinlampar, þá kertaljós, þá stein- olíuljós, þá gasljós og seinast raf- magnsljós. Brenndur leir er ófor- gengilegur og þess vegna er hann til frásagnar þegar öll önnur gögn þrýtur. Geta má þess, að sumar fornar leirsmíðar Indíána í Panama, eink- um á Kyrrahafsströndinni, eru fagurlega skreyttar og sannkölluð listaverk. Þær eru skreyttar með allskonar dýramyndum, svo sem af fuglum, skordýrum, spendýrum og skriðdýrum, og mörg kerin mundu sóma sér vel enn í dag, hvar sem væri. Við höfðum bát með utanborðs- hreyfli, og lögðum nú á stað á hon- um upp eftir ánni. En ekki höfð- um við langt farið, er hún þrengd- ist mjög og víða náðu greinar trjánna saman yfir henni. Margir fallnir trjábolir lágu í ánni og fylgdarmaður okkar var dauð- hræddur um að skrúfan mundi rekast í einhvern þeirra og brotna. Svo rákumst við á tvo Indíána á báti. Þeir voru þar úti á ánni að veiða fisk, og skutu hann með örv- um, sem á voru þrír agnúar. Það er ekki vandalaust að hæfa fisk með bogaskoti. Vegna ljósbrotsins í vatninu er fiskurinn ekki alveg á þeim stað sem hann sýnist vera, og svo fer örin varla dýpra en eitt fet undir vatnsskorpuna. Við fengum nú þessa menn til að fylgja okkur í gegnum timburhrönglið í ánni. Bát þeirra höfðum við í eft- irdragi, en annar þeirra stóð í stafni á bátnum okkar og gaf bend- ingar um hvemig stýra skyldi. í sex klukkustundir héldum við þannig áfram og áin varð æ ógreið- færari. Að lokum tilkynntu Indíán- ar okkur, að lengra væri ekki fært. Þá var stórrigning. Við tjölduð- um í blautu moldarflagi hátt yfir ánni. Um morguninn rigndi enn. Þá kom til okkar maður, sem átti heima þar á næstu grösum og spurði hvort hann mætti koma með fjölskyldu sína til tjaldsins. „Við höfum aldrei séð fólk, sem er eins og þið“, sagði hann til skýr- ingar. Svo bauðst hann til þess að fylgja okkur að „steinhúsi“ sem væri inni í skóginum. Við fórum eftir óglöggum götuslóða og kom- um að stórri grjóthrúgu, en út frá henni voru gerð um 50 m. löng göng inn í sandsteinsklöpp. Þar inni hengu leðurblökur sem þétt- ast. Þetta var „casa de laja“, sem okkur var sagt niður við ströndina að eitt sinn hefði verið kastali. Maðurinn sýndi okkur stað, þar sem hann sagði að frændi sinn hefði fundið mynd af krókódíl úr gulli. Þar var allt fullt af leirkera- brotum og sýndu þau að hér hafði búið margt fólk löngu áður en Kólumbus kom til Ameríku. Við grófum þangað til regnið varð að skýfalli. Um kvöldið kom maðurinn með konu sína, böm og fleira fólk, þrátt fyrir rigninguna. Við opnuðum út- varpið. Ekkert þeirra hafði heyrt í útvarpi áður, og börnin urðu hálf- smeik við þetta galdraverkfæri. Morguninn eftir hafði vatnið í ánni hækkað um 8 fet, svo að við stigum á bátinn og komumst til þorpsins E1 Uracillo, sem er eina þorpið á þessum slóðum. Þarna höfðu Indíánar gert stalla í hlíð- arnar til foma, og nú höfðu af- komendur þeirra sezt hér að og byggt hús sín á þessum stöllum. Þeir voru að reisa skólahús með steyptu gólfi og bárujárnsþaki. Þar fengum við inni og gátum þurrkað föt okkar. Við komumst fljótt að því að hér var heil náma forngripa, *þarna fundum við leirkerabrot alla vega útflúruð og máluð með rauðum, svörtum og bláum litum. Þetta sýndi áhrif frá suðurströndinni og var ólíkt hinum einföldu leirkera- brotum, sem við höfðum fundið áður. Þama voru fágaðar steinaxir og örvaroddar. Dr. Gage setti upp lækninga- stofu í skólahúsinu. Fólkið var tortryggt fyrst í stað, en smám saman fór það að koma með krakka sína. Svo komu konurnar og seinast karlmennirnir, sumir jafnvel langt að. Veikindin voru vanalega inn- ýflaormar og tannpína, en einnig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.