Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 215 kirtlabólga, kýli og ellihrumleiki. Skottulækni þeirra leizt ekki á þetta og hafði allt illt á hornum sér. En dr. Gage vann frægan sig- ur, því að seinast kom hann sjálf- ur að leita sér lækninga við ill- kynjuðu tannkýli. Þegar við höfðum fengið eins mikið af forngripum og við gátum flutt með okkur, fórum við á bátn- um niður ána og héldum til Colon. Þar kvöddum við dr. Gage og fór- um svo til Rio Coclecito og urðum fyrst að fara fjallveg upp með henni tvær dagleiðir, áður en hún væri fær bátum. Við komum til Penonomé. Þar urðu þrjú börn svo hrædd við okkur, að þau fóru í felur. Við fengum móður þeirra stóra brjóstsykurmola að gefaþeim. Þau héldu að ætti að gleypa þá, en þeir stóðu í þeim, og ekki jukust vinsældir okkar við það. Við komum að ánni Cascajal, en hún rennur á flúðum og er svo straumhörð, að við gátum ekki haft bátana fullhlaðna. Við leigðum þvi tvo litla Indíánabáta. Mennirnir sem á þeim voru, höfðu sorfið framtennur sínar í odd, en sá sið- ur er sennilega upp runninn í Afríku. Indíánar halda að þetta fari sér betur og varni því að tenn- urnar skemmist. Ferðalagið uppeftir ánni var erfitt fyrst, vegna flúða og trjá- bola. En svo komum við þar sem hún hafði myndað lón. Þar sett- umst við að og vorum þar 1 fjóra daga, og þann tíma var þurrkur, svo að við gátum safnað miklu af fornminjum. Þá byrjaði að rigna aftur, svo að við lögðum á stað niður ána. Um kvöldið komum við að verstu flúðunum. Þar klofn- ar áin um hólma í tvær kvíslar. Sú til hægri var grunn, en aðal- vatnið í hinni, og er fallhæðin þar um 10 metra á 150 metrum, en þar fyrir neðan tekur við kröpp bugða. Minni báturinn lagði í kvíslina til hægri og gekk vel, en við á stærri bátnum urðum að fara niður hávaðann. Þar sem bugðan var, lá trjábolur út í ána. Báturinn kom með miklum hraða, því að þama var sem foss. Svo lenti báturinn í hringiðu, snerist og hvolfdi. Indí- ánamir tveir, sem með okkur voru, náðu í trjágreinar og hengu á þeim yfir straumnum. Marion var í regnkápu og með stóran hatt, en hún synti. Eg er lítt syndur, svo að eg hélt mér dauðahaldi í bát- inn, þar til hann bar upp á sand- eyri. Marion kom að í því, og svo bjargaði hinn báturinn okkur. Kassar, pokar og annað dót flaut niður ána einsog hráviði. Indíán- arnir eltu það og smöluðu því sam- an. En myndavélarnar voru horfn- ar. Það vom lítil og stór kvik- myndavél og ein venjuleg mynda- vél. Við báðum Indíánana að leita að þeim, en þeir þóttust allt of þreyttir til þess. Einn þeirra lagði þó á stað og eftir hálfa klukku- stund kom hann með aðra kvik- myndavélina, hafði fundið hana 200 metmm neðar í ánni og senni- lega orðið að kafa eftir henni. Eftir álíka langa leit fann hann svo venjulegu myndavélina. Hann fann líka marga af þeim pokum, sem forngripimir voru geymdir 1. Að vísu voru merkimiðarnir famir af þeim, en því var þó bjargað að nokkur vísindalegur árangur varð af för okkar upp með ánni. Síðan fómm við til La Pintada. Það er lítið þorp norðvestur af Penonomé. Þar var kínverskur kaupmaður svo vingjamlegur, að hleypa út geitum sínum og kúm og leigja okkur kofann. Marion bar inn fullt fangið af blómum, svo að ilmurinn af þeim skyldi vega upp á móti dauninum í kofanum. Menn á þessum slóðum vísuðu okkur á foman og merkilegan grafreit þar uppi í fjöllunum. Þessi grafreitur var í gljúfrum og höfðu líkin verið látin í hella, sem höggn- ir vom inn í snarbratt bergið. Var allægilegt að klífa þangað og ekki hættulaust. Aldrei hefir áður heyrzt getið um að mönnum hafi verið valinn þar slíkur grafreitur. Á tveimur stöðum voru sléttir berg stallar og voru höggnar á þá ýms- ar kynjamyndir. Síðan fórum við til Mojara, sem er á Azuero-skaganum sunnan á Panama, og ekki langt frá borg- inni Ocú. Þar fundum við merki- legra safn forngripa en við höfð- um áður séð. Var það geisimikið af marglitum leirkemm og af ýms- um gerðum. Þar fundum við einnig 200 bolla, sem notaðir hafa verið til þess að brenna í þeim trjá- kvoðu, og 100 fætur undir þá. Það var siður víða í fornöld, meðal Indíána, að brenna trjákvoðu við helgiathafnir sínar, líkt og reykelsí er nú brennt.----- Rannsóknir okkar í Panama virðast benda til þess, að hin forna menning þar hafi verið kom- in frá Suður Ameríku. LJÓSMYNDANIR A DJÚPSÆVI FRANSKI vísindamaðurinn Jaques- Yves Cousteau, sem manna mest hefir rannsakað hafdjúpin, náði nýlega myndum á sjávarbotni, þar sem dýp- ið var 26.400 fet. Þetta gerðist í hin- um svonefnda Romanche-ál, sem er i Atlantshafi miðja vegu milli Afríku og Suður Ameríku. Ljósmyndavélinni var rennt niður í nælonbandi, sem ekki var meira en hálfur þumlungur í þvermál, og ljósmyndavélin var þannig út búin að hún gat þolað 17.000 punda þunga á hvem ferþumlung. Costeau segir að á myndunum komi því miður ekki fram nein sjóskrímsl né kynjaverur. Á þeim sjáist aðeina bjarghellur og á þeim dálítil leirleðja. Þessu hafi þeir ekki búizt við. Þeir höfðu búizt við að á botninum væri leðja af lifrænum efnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.