Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Síða 12
116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan: Borg á sjávarbotni (Eftir HARRY E. RIESENBERG, liðsforingja). HVERGI í heimi liggja sokkin skip jafn þétt á sjávarbotni eins og á milli hinna fögru eya í Karibahafi. Og enn einu sinni var eg á leið þangað á skútu minni og stefndi til Kingston Harbour á Jamaica. 1 hvert skipti sem ég lít út yfir borðstokkinn og horfi niður í blátt hafið, er sem kökkur komi upp í háls- inn á mér við tilhugsunina um það, að mér muni auðnast að finna þama auðæfin, er hafa svo lengi legið á sjávarbotni. Og enn einu sinni fór eg að athuga hvar líklegasti staður- inn væri að finna það skip, sem eg leitaði sérstaklega. Eg hafði í hönd- um gamalt kort, komið frá Spáni, og líklega eina kortið sem sýnir þá staði, þar sem skipin sukku. Skipið, sem eg var að leita að, er ekki nefnt með nafni, en það er sagt að það haíi komið að vestan og verið á leið til Spánar. Aðfaranótt 4. apríl 1683 hafi það sokkið á átján faðma dýpi, og með því hafi farið mikil auðæfi í gulli og silfri. — — Það var áliðið dags er við komum til Kingston Harbour og vörpuðum þar akkerum. Á skipinu með mér voru fimin Indíánar. Eg skildi þá eftir um borð, en reri sjálfur í land til þess að sinna ýmsum erindum, svo að eg gæti hafið leitina snemma næsta dag. Þcgar eg hafði íengið afgreiðslu í tollbúðinni, var komið myrkur, Hafn- arskrifstofan var lokuð, en ljósgeisla lagði út með hurð á skýli varðmanns- ins. Eg klöngraðist þangað og barði nð öyrum. Aldraður Svertingi, en ern að sjá, kom fram í dymar og kallaði út í myrkrið á hinni einkennilegu Jamaica-ensku: — Hvað er yður á höndum? Eg sagði honum að eg þyrfti að fá tvo duglega og áreiðanlega menn mér til aðstoðar um borð í skipi mínu í nokkra daga. — Hvað hafið þér með höndum? spuröi hann. — Rannsóknir, sagði eg, t. d. að kafa .. .. — Og hvar er skipið yðar? spurði hann. Eg benti suður á bóginn. —Skip yðar er þá í vestanverðri víkinni, sagði hann. Er það þar sem þér ætlið að kafa? — Já, héma suðvestur af höfn- innL Gamli maðurinn lirissti ullarhaus- inn og leit einkennilega til mín. — Hafið þér aldrei heyrt getið um klukkuna, herra minn? — Klukku — hvaða klukku? spurði eg. — Klukkuna í dómkirkjunni í Port Royal. Eruð þér ókunnugur á þess- um slóðum, herra minn. — Svo lækk- aði hann róminn: Klukkan hringir niðri í djúpinu, og það eru iUir andar sem hringja henni. Honum var ekki rótt, hjátrúin var honum í merg runnin og fór eins og kalt vatn milli skinns og hörunds á honum. Þá áttaði eg mig á því, að eg tnundi nú einmitt vera á þeim stað, þar sem sjóræningjamir höfðust við fyrir tveimur öldum, lifðu illa og fóru þó enn ver. Því að Kingston er reist einmitt á þeim stað þar sem leifarnar voru af Port Royal, þessari Babylon sjóræningjanna, er hlaut þau örlög, er hún hafði unnið til, og alls kyns kynjasögur hafa verið sagðar um kynslóð fram af kynslóð. — Hverjum þeim, sem raskar friði undirdjúpanna hér og heyrir hljóm klukkunnar, er bani búinn, mælti gamli maðurinn enn og hopaði ofur- lítið lengra inn í skýli sitt og rang- hvolfdi í sér augunum. Klukkuhljóm- urinn boðar alltaf dauða, herra minn, alveg eins og hann gerði áður en Port Royal sökk í sjó. Eg gerðist óþolinmóður. — Við skulum sleppa klukkunni, sagði eg. Mig vantar tvo menn, og eg skal greiða þeim hátt kaup. — Eg hefi nú verið hér á bryggj- unni i 20 ár, herra minn, sagði gamli m&ðurinn enn, og á þessuin 20 árum hefi eg aldrei vitað til þess að nokk- ur innfæddur maður færi út í vestur hluta víkurinnar. Ef þér ætlið að kafa þar, þá verðið þér að vera einn. Og um leið skellti hann hurðinni í lás við nefið á mér. Mér var gramt í geði, en það var ehki um neitt annað að gera fyrir mig en að fara um borð. Og þegar eg var þangað kominn virti eg skip- verja mína enn einu sinni fyrir mér, og þóttist svo vita, að ef ekkert sér- stakt kæmi fyrir, þá mundu þeir geta aðstoðað mig við köfunina. Eg varð að treysta á þá, eg átti ekki annars úrkosta. Snemma næsta dag heldum við þang- að sem eg taldi líklegast að hefja leitina. Við mældum dýpið með hand- færi. Þar var grunnt, svo að við fórum fram og aftur, þar til snögg- lega dýpkaði. Þar ákvað eg að reyna. — Varaðu þig á hákörlunum, það er krökt af þeim héma, sagði einn af piltum mínum. Hvað eigum við að gera ef þeir koma? — Ekkert, sagði eg, ekkert nema því aðeins að eg gefi ykkur merki, en þá skuluð þið draga mig upp undir eins og reyna að fæla hákarlinn burt. Svo getið þið látið mig sökkva aftur. Þegar eg hafði gengið úr skugga um að loftdælan var í lagi og piltarnir vissu upp á hár hvað þeim bar að gera, þá fór eg í kafarabúninginn, reyrði hann að mér og hafði hákarlahnif við beltið. Piltarnir reimuðu að mér skóna og settu á mig blýið, sem átti að halda mér niðri. Svo skyggndist einn þeirra út fyrir borðstokkinn. — Hér er allt í lagi, sagði hann, engii hákarlar sýnilegir og engir fisk- ar, er þeir kynni að elta. Svo setti hann á mig hjálminn og festi hann. Svo klappaði hann á hjálm- inn merkið um að allt væri í lagi. Þá fór eg fyrir borð. Brátt fór sjón- glerið í kaf og þá var eins og skyggði fyrir sól. Skömmu seinna fann eg sandbotn undir fótum. Þarna var eg aleirrn, umluktur ómælandi hafinu. Smátt og smátt vöndust augu mín dimmunni og eg sá ýmsa liti, fagur- bláa. rósrauða og bleika. Hér var eins og ýmsar kynjaverur dönsuðu viki- vaka innan um hvíta og greinótta kóialla. Eg hóf nú leit. Blýsóluðu skómir mínir sukku djúpt niður í lausan sand, «óa steyttu á kóröllum og lifandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.