Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 217 ivömpum. Eg fór eins langt og taug- in leyfði, en sá ekki það sem eg var að leita að, ekki svo mikið sem brot úr skipi. Eg staulaðist nú upp á marbakk- ann, en lenti þá í enn meiri kóröll- um og blaktandi skógi af sjávarplönt- um, sem mér sýndust eins og grænn hveitiakur yfir að líta. Þar undir stór- um steini hafði stór hörpudiskur leit- að sér skjóls. Skammt þaðan var stór, eldrauður krossfiskur, Framan við ofurlítinn skúta lá hrúga af tómum skeljum og var auðséð á því að þar átti kolkrabbi heima. Hægt mjakaðist eg áfram en stakk skyndilega við fótum og glápti út um sjónglerið. Rétt framar. við mig var eitthvert ferlíki, allt skeljum sett. Var þetta skipsskrokkur? Eg færði mig nær. Nei, þetta gat ekki verið skip. Það var miklu líkara — nei, það gat ekki verið! Eg stóð á öndinni og það var eins og mig svimaði. Eg virti það enn fyrir mér og ætl- aði ekki að trúa mínum eigin aug- um. Eg færði mig nær svo að eg sæi betur. Þarna voru fleiri slík ferlíki fyrir framan mig! Þarna var borg á sjávarbotni! Þarna var þá Port Royal, sjóræn- ingjaborgin illræmda, sem sokkið hafði í hafið. Hún var dauð fyrir löngu, en hér geymdist hún meðal kóralla i bláu djúpinu. Þarna var gata við götu Lágreistustu hús voru nú með tígulegum kórallasúlum, og ógeðsleg- asta vændishús var eins og kastali, Þarna stóð hún töfrandi fögur þessi siðspillingarinnar borg. Eg klöngraðist yfir stóran kóralla- þröskuld í hliði borgarinnar. Þá dimmdi og eg var kominn inn í ein- hverja vistarveru með kórallaveggjum. Fyrir rúmum tveimur öldum höfðu veggir þessir bergmálað guðlast og viðbjóðslegan söng. Þá höfðu gengið hér um berfættar konur með stóra eyrnahringa og það hafði skrjáfað í silkiklæðum þeirra. Og þá höfðu ver- ið hér þjófar og manndráparar og menn sem skyldi hengjast .... Þetta var þó ekki líkt herbergi leng- ur, því að síðan á skapadægri borgar- innar 7. júní 1692, þegar sjórinn belj- aði yfir hana og færði hana í kaf, höfðu kórallamir umbreytt henni. Þeir höfðu fyllt öll hom, skot og afkima og allir gangar voru eins og hellis- munnar, með myrkur að baki. Þetta Ingibjörg Þorgeirsdóttir: Dóttir Skáld-Rósu FÁIR munu þeir vera af eldri kynslóðinni hér á landi að ekki kann- ist þeir við Skáld-Rósu, þessa gáfuðu, fátæku alþýðukonu, er átti svo harmsöguríka æfi. Aftur virðist almenningur lítið hafa fylgzt með af- komendum hennar. En börn átti hún þó með manni sínum — Ólafi — og enda fleirum, eftir því sem sagt er í sögu hennar. — Ingveldur Bjarnadóttir frá Selvogi þeltkti vel eitt barna Skáld-Rósu, og þar sem ekki er ólíklegt, að fyrir ýmsum verði minning Skáld-Rósu enn bet- ur lifandi, ef þeir vita nokkur skil á afkomendum hennar, þá hripaði ég niður frásögn Ingveldar, og fer hún hér á eftir. — I. Þ. INGVELDUR segir svo frá: Þegar ég var að alast upp í Sel- vogi nokkru fyrir aldamótin, var á næsta bæ við mig öldruð kona, er Þórhanna Rósa hét. Var hún Ólafs- dóttir, en móðir hennar var Vatns- enda-Rósa eða Skáld-Rósa. Fór mikið orð af konu þessari fyrir gáf- ur og mannkosti. Er hún mér einna kærust og var furðuleg sjón, og hún varð enn furðulegri er torfa af marglitum fisk- urn sveiflaði sér inn í göngin. Fleira var af lifandi verum þarna. Eg sá hvar risavaxinn krabbi teygði fram klær og fálmara. Mér brá í brún svo að eg hörfaði undan, en rakst þá á iðandi arma eins af þessum stóru kvlkröbbum, og þá rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Mér þótti ráðlegast að hverfa út úr þess- um stað og klöngraðist því burt og kippti hart í festina til merkis um að eg skyldi dreginn upp. Meðan eg sveif rólega upp á við, burt frá hættunum, var mér það ljóst, að eg hafði litið þá sjón, er ekkert dauðlegt auga hefir fyrr séð — stað- inn þar sem Port Royal hvílir með öllum sínum gersemum. En eg sá líka, að úr því að hún var þama, var eng- in von um að þar væri skipið sem eg var að leita að, því að það hafði farizt kippkorn undan landi áður en borgin sökk. En hvers virði var það að finna eitt skipsflak á móts við það að fuma þecs« borg neöansjávart minnisstæðust af þeim konum, sem ég kynntist á uppvaxtarárum mín- um. Þórhanna Rósa var létt og glaðvær í viðræðum, afburða fróð um margt og stálmmnug. Skáld- mælt var hún vel og svo hrað- kvæð, að hún mælti oft Ijóð af munni fram. Þótti hún líka svo skemmtin, að hún var oft fengin á bæina í nágrenninu til að segja sögur og skemmta fólki. Þórhanna Rósa var góð kona og hjartahlý og vildi jafnan úr öllu bæta, enda var hún hvers manns hugljúfi. Að ytra útliti var hún nett kona og smáfelld og hefur ver- ið fríð sýnum á yngri árum. Hún mun hafa andast laust fyrir alda- mótin. Þórhanna Rósa kastaði fram stökum við ýmis tækifæri. Munu þær nú flestar týndar. Þær fáu, sem ég man, eru flestar formanna- vísur, sem hún orti um formenn þá, sem voru þar í Selvogi um þessar mundir. Um Guðmund Ólafsson bónda og formann kvað hún þetta: Fullhugaður formaður flestum aflar betur, frá Nesi glaður Guðmundur, gæfumaður aldraður. Xiríkuf hét aiuiar formaður þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.