Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 14
S18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og ungur bóndi. Um hann kvað hún þetta: Ungur, glaður, ótrauður, eisu-vaðalslundur, brims um traðir bát hleður Bjamastaða Eiríkur. Þriðji bóndinn og formaðurinn var Ámi Árnason. Hann var einn- ig hreppstjóri í sveitinni. Um hann er þessi vísa: Ofnis-fitj a-yggurinn, Ámi í Þorkelsgerði, storð á flytur stórhöppin, stiltur, vitur hreppstjórinn. Um Björn Eyjólfsson smið og formann í Herdísarvík kvað hún þetta: Biöm vel frækinn freyrinn mækis föngin sækir rik. Frón á hnýsu firðum vísar frá Herdísarvík. Gengur þorinn gæfusporin gæða fonnaður. Lista-smiður laufaviður líka sniðugur. Þegar mannskaðinn mikli varð í Þorlákshöfn, er Ólafur frá Dísa- stöðum drukknaði ásamt öllum mönnum sínum, var Þórhanna byrjuð að yrkja formannavísur um formennina þar. Hafði hún ort tvær, þegar mannskaðinn varð, en lét þá niður falla skáldskapinn. Þessar tvær formannavísur fara hér eftir: Þó að risi bára blá, brögnum vísa þorir, djúpan hnýsu-álinn á Ólafur Dísastöðum frá. Jón um traðir lúðulands lætur vaða knörinn; drýgir hraður dyggðafans, dótturmaður hreppstjórans*) Auk þessara formannavísna fara *)Jón var tengdasonur Jóns Áma- sonar dbrm. í Þorlákshöfn, hér á eftir fáeinar aðrar vísvir eftir Þórhönnu Rósu: Bóndi nokkur bjó á næsta bæ við Þórhönnu, er Kristján hét Oddsson. Um hann kvað hún: Kristján snotur brjótur brands býr á sloti ríkismanns; — Barkarkot er bærinn hans — björg vel notar sjós og lands. Um dótturson sinn kvað Þór- hanna: Lukku — fríður, lista von — lundur skíða hljóttu; hlaðinn prýði hárs á kvon Hannes fríði Guðlaugsson. Um uppáhalds hest sinn kvað hún þetta: Þokkasaman þekki ég hest þrátt í gamanvési; kvikur, taminn kló.ra bezt krafta ramur Blesi, Og enn kvað hún: • Beizla-höður ljóð ég laga — láðs um stöðul fjömgur. — Betur söðull honum hagar heldur en böðuls reiðingur. Þórhanna átti fyrir mann Guð- mund nokkum, en ekki man ég hverra manna hann var. Eitt sinn fluttu þau búferlum frá Hliði á Álftanesi suður að Lambhaga í Hraunum og var farið sjóveg. Á leiðinni kvað hún þessa vísu: Geymir stýrið Guðmundur, gætir segla Erlendur, í austurrúmi Ólafur og hann Frímann Sigurður. Ólafur og Frímann Sigurður voru synir þeirra, en Elendur var háseti Guðmundar. Þórhanna Rósa flutti eitt sinn búferlum með dóttur sinni — Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem hún var hjá — að afskekktum bæ, •r Hlíð hét. Hafði hún mikið óyndi þar og flutti þaðan eftir árið og þá á sama bæ, er hún var á áður. Þegar hún fór frá Hlíð og bærinn hvarf sjónum hennar, kvað hún þessa vísu: Engan kviða brjóstið ber, böl og stríðið þverrað er, náðartíðin nálgast fer, — nú er Hlíðin horfin mér. Guðrún dóttir Þórhönnu Rósu líktist móður sinni mjög að mann- kostum og átti sér fáa líka að gæð- um bæði við menn og málleys- ingja. Vandrœða brúðkaup ÞESSI saga stendur í dönsku blaði: Fj-rir skömmu kvæntist Johannes Dyibye-Skovsted málari í Odense hjúkrunarkonu frá Grenaa, og varð það sögulegt brúðkaup. Presturinn sem átti að gefa þau saman, var gam- all vinur brúðarinnar, uppgjafaprestur 84 ára að aldri. Brúðhjónin komu of seint til kirkjunnar, vegna þess að bíll þeirra hafði farið út af veginum á leiðinni. En þegar að kirkjunni kom, var hún harðlæst. Sóknarprestur hafði gleymt þvi, að hann hafði lánað fyrr- varandi embættisbróður sínum kirkj- una. Og vegna þessa kom þar hvorki meðhjálpari né organleikari. Þegar nú að lokum liafði náðst í alla, vissi organistinn ekki hvaða sálma brúðhjónin höfðu valið sér. Presturinn tók þá blað upp úr vasa sínum og skrif- aði í flýti sálmanúmerin þar á og fór organistinn með miðann upp á loft. En þegar vígsluathöfnin stóð sem hæst og prestur átti að nefna nöfn brúðhjón- anna, rak hann heldur en ekki í vörð- urnar. Nöfnin hafði hann skrifað á blaðið, sem hann fekk organistanum. Brúðguminn varð því að hvísla nöfn- unum að honum. Ákveðið hafði verið að brúðhjónin skyldu setja upp hringa fyrir altarinu, en þá kom i Ijós að brúðguminn hafði gleymt þeim í Odense. Þegar brúðhjónin komu heim til sín, uppgötvuðu þau, að presturinn hafði gleymt að skrifa nafn sitt undir vígslu- vottorðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.