Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 219 Heilbrigðismál LÆKNAÐAR ÆÐASTÍFLUR Þegar menn fara að eldast fara æðastíflur að gera vart við sig, einkum nærri hjartanu. Innan í æð- arnar sezt fitukennt efni, sem þrengir þær stöðugt og heftir blóð- rennslið. Þetta er ósköp svipað því þegar kísilefni setjast innan í hita- veitupípur og þrengja þær þangað til rennsli stöðvast. Læknar hafa verið að hugsa um hvernig hægt muni að lækna þessar æðastíflur, og nú hefir tveimur amerískum læknum, dr. Charles P. Bailey í Filadelfía og dr. Angelo M. May í San Francisco tekizt þetta. Þeir hafa fundið upp áhald til þess að hreinsa burt þessi fitukenndu efni úr æðunum. Hefir aðferðin verið reynd á tveimur mönnum og tókst ágætlega. Eftir er nú að vita hvort fituefni taka að safnast fyrir aftur á sama stað. NÝTT MEÐAL VIÐ KRABBAMEINI Nokkrir ítalskir læknar, með þá dr. Giukio Sotgiu og dr. Carlo Cacciari við háskólann í Bologna, í fararbroddi segjast hafa fundið upp nýtt meðal við krabbameini í meltingarfærum, og hafi það gefið góðan árangur í 22 skipti. Meðal þetta er sambland af fjörefnum, málmsöltum, mjólk- urefni og sérstöku læknandi efni, sem kallað er Nupra. Er það fram- leitt úr lifur og heila nautgripa. Sjálft kallast meðalið Exul og er nú verið að gera tilraunir með það í Maryland háskólanum í Banda- ríkjum. HJARTABILUN Það hefir verið álitið, að menn sem hafa fengið aðkenningu að hjartabilun, megi ekki vinna erfið- isvinnu. í tímaritinu „Geriatrics" segir læknirinn dr. J. W. Valker, að þessi skoðun sé ekki rétt, og það muni stytta ævi manna, ef þeim er bannað að reyna á sig. Yfirleitt sé það þannig, að þegar menn hafa rétt við eftir fyrsta áfallið, þá endist betur þeir, sem vinna erfiðisvinnu heldur en hinir, sem ekkert reyna á sig. OFNÆMI FYRIR MEÐULUM Það er galli á hinum ágætu undrameðulum nútímans, svo sem penicillin, að margir hafa ofnæmi fyrir þeim og fá af þeim útbrot og húðsjúkdóma. Að vísu hafa mörg fleiri meðul þennan annmarka og hefir dr. W. C. Spain háskólapró- fessor í New York, talið upp 500 tegundir meðala, sem valda of- næmi. En fúkkameðulin segir hann að sé verst. Um 10% sjúklinga, sem fengið hafi penicillin, hafi veikzt af því. Stundum komi þetta ekki fram í þeim fyr en vikur og jafnvel mánuðir eru liðnir frá því að þeir fengu meðalið. En þá hafi komið fram bólgur, hiti og allskon- ar hörundskvillar. LÆKNING VIÐ KVEFI Amerískur læknir hefir komið fram með þá kenningu, að það sé hreinasta óráð að svala þorsta, sem kvefi fylgir, með því að drekka mikið. Menn eigi miklu fremur að kappkosta að fá sem mest vatn út úr líkamanum. Hann segist hafa örugga reynslu fyrir því, að bezta lækningaaðferðin sé sú, að vefja sjúkling frá hvirfli til ilja innan í línlak og vefja þar utan yfir tveim- ur ullarteppum, og hafa svo við heita flöskubakstra eða rafmagns- bakstra. Þá svitni sjúklingurinn, en ekki megi gefa honum. neitt að drekka og hann megi 'ekki neyta neins nema svo sem eins bolla af súpu, tómatsafa, ávaxtasafa, te eða kaffi, og þetta skuli hann fá til skiptis á þriggja tíma fresti meðan hann er vakandi. Stundum sé og gott að gefa niðurhreinsandi með- ul. Eftir þessa meðferð sé svo ó- hætt að gefa sjúklingnum fúkkalyf eða annað lyf, og hrífi bau þá miklu betur. LÖMUNARVEIKIN Enda þótt börnum og ungling- um sé hættast við lömunarveiki, þá getur fólk þó tekið hana allt að fimmtugsaldri, eða lengur. í Bandaríkjunum er talið að fjórði hluti allra þeirra er fá lömunar- veiki, sé á aldrinum 30—50 ára. Dr. Jonas E. Salk, sá sem fann upp bólulyfið gegn lömunarveiki hefir nýlega sagt, að enginn mundi sennilega fá þá veiki, ef allir inn- an við fimmtugt væri bólusettir. — Þess má geta hér, að í herferð- inni sem hafin var í sumar í Dan- mörk gegn lömunarveikinni, átti að bólusetja alla að fertugsaldri. BLÓÐGJAFIR Læknirinn dr. Israel Davidsohn í Chicago hefir varað alvarlega við því að konu sé gefið blóð úr maka sínum, ef líkur eru til þess að sú kona muni geta átt barn. Slík blóð- blöndun sé mjög hættuleg fyrir fóstrið og geti hreint og beint vald- ið dauða þess. JAFNítÉTTI ÞAÐ SKERPIR aðeins kærleikann, þegar hjónin kíta af og til. Það hreinsar andrúmsloftið. Ef þau kíta aldrei, þá er það merki þess að annað hvort þeirra er einrátt á heimilinu, og slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra, segir amerískur mannfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.