Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Síða 16
220 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A 10 5 3 V Á K 7 6 2 ♦ 5 3 2 * Á 6 * — V 10 5 4 3 ♦ G 8 6 4 * D G 10 9 8 A G 9 8 2 V G 9 8 ♦ 7 * K 6 5 4 1 N V A S A Á K D 7 6 4 V D ♦ Á K D 10 9 + 7 Lokasögn hjá S—N var 6 spaðar Margir mundu hafa sagt alslemm þessi spil, en það var með herkjur. að sögnin vannst. V sló út L D og það var versta út- spilið fyrir S því að það tók af hon- um innkomu í borði. Samt er nú spilið unnið, ef trompin eru skift milli and- stæðinga. En sé þau 0—4 á höndun- um, þá má S ekki missa slag í tígli. Ráðið til að vinna er að slá út laufi aftui og trompa það. Síðan kemur H D og þar næst S Á. í>á kemur í ljós að A hlýtur að fá slag á tromp. S tekur nú það ráð að spila hæstu tígl- unum. Ef A trompar T K, verður hann að slá þannig út að borðið hlýt- ur að komast inn, og þá fara tveir tíglar í H Á og H K og þar með er spilið unnið. HVALFJÖRÐUR — Þegar Þorsteinn Erlingsscn ávarpar Fljótshlíðina, þar sem vagga hans stóð, og ber fegurð hennar sam"- T aðra staðs, þá segir hann þetía: Þá manstu að hann Hvalfjörður álr' þó ást okkar gæti hann ei slitið. En það segi eg, hvert sem það flýgur og 'cr, að fátt hef eg pruðara litið. Margir munu geta tekið undir það, að fáir staðir sé prúðari en Hvalfjörð- ur á heiðum sumardegi. En Hvalfjörður hefir einnig tíguleik til að hera og gætir hans ekki s-'ður um vetur. Þessi flugmynd sýnir það glöggí. (Ljósm. Ólafur K. Magnússon). NÁMAR Á ÍSLANDI Nú vilja landsmenn engu umgegna, þó hér sé í jörð allvíða nægð silfurs, kopars, blý eður enn fleira metalskyn, svo vel sem hér er brennisteinn, Mercurius, jámrauði nóglegur, steinkol, surtarbrandur og margslags mór í jörð að lit og náttúru, berg ýmisleg og margra handa, bæði hörð og blaut. — — Hér í þessari Múlasýslu, sem nú er eg, eru og nokkur teikn metals, þó djúpt sé á, og ýmislegar móæðar. Líka *vo fékk ég kaupmanni dönskum hér lítið teikn úr eirbergi, en í danska og djúp hafs er eins að safna. Með því má öllum gagnsemdum glata (Jón lærði). BJÖRN GUNNLAUGSSON feiðaðist um landið í 12 sumur (1831—1843) til þess að mæla það og gera uppdrátt af því. Fyrir þetta fekk hann alls rúmar 3900 krónur, eða um 325 kr. á sumri. Að meðaltali munu ferðalögin hafa verið 100 daga á sumri, og lætur þá nærri að hann hafi fengið 3 kr. á dag, og af því varð hann að greiða fæðiskostnað, fylgdarmanns- ':aup, hrossaleigu og allan annan kostnað. — Hin síðari árin lét þó rentu -kammer hann fá 100 dala þóknun á ári úr ríkissjóði. SJÓFERÐABÆN Svo ýtttu þeir undan og fóru upp í. Og undir eins og þeir voru lausir við land, tók Þorvarður gar.iii húfuna sína ofan og hásetinn gerði eins. Og Þorvarður las sjóferðamannsbænina hátt og skýrt, og hásetinn bærði var- imar þegjandi: — „bjóð sjávarins af- grunni — (upp með mastrið) — að onna sitt ríka skaut — (settu út) — til að uppfylla vorar nauðþurftir —■ (gutlaðu undir) — Amen“. Síðan signdi Þorvarður sig og hásetinn gerði eins, og Þorvarður setti upp húfuna og hásetinn líka. (Gestur Pálsson). FYRSTA ALÞINGISHÚSIÐ Á því sumri (1691) var fyrst lög- réttan tjölduð yfir með vaðmálum að forlagi Heidemanns, en hann lagði við til grindar með tillögum sýslumanns; var hún þá mjög mikil ummáls, því að hvert ár voru nefndar í dóm þrenn- ar tylftir lögréttumanna, en til þess er hér var komið, var þingað undir beriim himni. (Árb. Esp.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.