Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Page 1
15. tbl. Fimmtudagur 18. apríl 1957 XXXII árg. Ólafur Þorvaldsson; ÍSLENZKI ÖRNINN Á hann að verða aldauða? „Enginn örn yfir löndum, eyddir, dauðir.“ Saga Borgarættarinnar. /\FT HAFA þessar setningar komið mér í hug á síðustu ár- um, og hef ég þá farið að hugsa um, hvort þetta væri virkilega svona, að örninn, þessi stóri og áberandi fugl, sé aldauða hér á landi, jafnvel þótt við og við hafi ég heyrt, að svo væri ekki. Þessar hugsanir mínar eru víst sprottnar af þeim viðbrigðum, að sjá nú ekki örn ár eftir ár yfir því landi, þar sem það var dagleg sjón að sjá erni, stundum marga á dag, fyrir fáum áratugum. Ekki veit ég, hve margir það eru, sem samstöðu eiga með mér um það að sakna þess að sjá aldrei þennan fugl, en ef dæma skal þetta út frá því, hve hljótt hefur verið um þetta mál undangengin ár, þá myndu þeir eklti margir vera, sem söknuðu þess að sjá ekki örn. Hitt mun þó sanni nær, að sá hópur manna mun stærri vera en margur hyggur, sem óttast, að haldist ó- breytt ástand, hljóti að fara svo fyrr en varir, að upphafsorð þess- ara hugleiðinga verða að bláköld- um sorglegum sannindum, og segi þá í saknaðar- og ásökunartón: „Enginn öm yfir löndum, eyddir, dauðir.“ Úr þeim helzt til þögla hópi, sem ekki er sama, hvort örninn verður aldauða hér á landi eða ekki, hafa þó við og við, einkum nú í vetur, komið fram menn, sem birzt hafa eftir í blöðum ýmist sjálfstæð- ar greinar eða viðtöl. Það má segja, að í ðllum þessum skriium komi fram tvö mál. Annað þessara mála er eitrunarmálið, sem svo má nefna, þ. e. eitrun fyrir refi, hinn þátturinn er amarmálið. Þessi tvö mál, eyðing refa með eitrun, og hver háski sé og verði búinn ern- inum. meðan eitrun fyrir refi er framkvæmd á sama hátt sem tíðk- ast hefur fram til þessa. Þessi tvö mál eru svo nátengd, að varla er hægt að ræða svo ann- að, að hitt komi ekki til. Margir, sem skrifað hafa um þessi mál í vetur, hafa aðallega skrifað á móti eitruninni, og meira eða minna tal- ið hana gagnslitla til útrýmingar refnum, en lítið eða ekki farið inn á hættu þá, sem af eitrun getur leitt, viðkomandi öðrum dýrum. Þó hafa nokkrir, sem um þetta hafa skrifað eða samtal verið átt við af hálfu dagblaða, aðallega ræt> um, hve háskaleg eitrunin væri fyrir amarstofninn. í hópi þeirra, sem þannig rita, eru þeir dr. Finn- ur Guðmundsson náttúrufræðing- ur, Magnús Jóhannsson útvarps- virkjameistari, Sigurður Bjaraaso*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.