Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 2
222 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS alþingismaður og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Allir eru menn þessir miklir náttúru- og dýravinir. Eftir því sem ég þekki þessa menn, veit ég, að óhætt er að fullyrða, að allir viðurkenna þeir nauðsyn þess, að refnum sé eytt, þótt þeir geti ekki viðurkennt eitrunaraðferðina, telja hana bæði ómannúðlega og ekkert bjargráð í þessu efni. Einhverjir þeirra, sem mótmælt hafa eitrun til útrýmingar refnum, ■ hafa sýnilega gert það af tveim meginástæðum. í fyrsta lagi telja þeir hana mjög gagnslitla í því til- liti og í öðru lagi svo ómannúð- lega, að ekki er sæmandi að nota þá aðferð til deyðingar dýrum. Þótt þessir menn nefni ekki sérstaklega hættu þá, sem eminum stendur af víðavangseitrun, þá er víst, að þeir hafa ekki síður haft hann í huga en önnur dýr, þótt fyrir þeim vaki fyrst og fremst algjört bann við eitrun. Þeir, menn, sem ég nafngreindi hér að framan og um þetta hafa skrifað í vetur, hafa allir í skrif- um sínum eða viðtölum lagt meg- ináherzlu á að sýna fram á háska þann, sem hinum sorglega fáu örn- um, sem hér lifa enn, sé búinn með áframhaldandi eitrunaraðferð. í Morgunblaðinu frá 23. des. s.l. er mjög ítarleg grein um öminn eftir Sigurð Bjamason ritstjóra og alþm. Þar ræðir Sigurður við þá dr. Finn Guðmundsson náttúru- fræðing og Magnús Jóhannsson útvarpsvirkjameistara um hættu þá, sem amarstofninum sé búin með áframhaldandi eitmn. Þar kemst dr. Finnur meðal annars svo að orði, þegar hann svarar því, hver ástæða sé þess, að erninum er að fækka: „Eitrun fyrir refi veldur þar mestu um“. öll er þessi Morgunblaðsgrein hin athyglisverðasta, ekki hvað sízt sökum þess, að að henni standa þeir menn, sem áreiðanlega vita vel um hvað þeir skrifa, og mættu orð þeirra og ábendingar verða þarft innlegg í mál það, sem bráðlega mun verða tekið til meðferðar á Alþingi, sem er, hvernig helzt verði framvegis unnið að eyðingu refa og minka. Út frá skrifum og tali manna um hættu þá, sem öllum, er um það mál hugsa, ber saman um, er augljóslega árlega höggvið skarð í þann litla arnarstofn, sem enn er til í landinu, og það svo mikið, að viðkoman, þótt nokkurn veginn kæmist fram affallalítil, geti ekki bætt förgun hinna eldri fugla upp. —O— Nú kann einhver, ef til vill marg- ir, að hugsa svo eða spyrja: „Er öminn ekki friðaður með lögum frá Alþingi ,er hægt að gera meira fyrir þennan margumtalaða fugl?“ Jú, ekki ber að neita því, að öm- inn, svo og egg, er alfriðaður og hefur svo verið frá árinu 1913 og allþung viðurlög, ef brotin em þau lög. Það ár var talið, að til væra í landinu aðeins fem arnarhjón. Eftir því, sem allra kunnugustu menn í þessu efni telja, eru nú í hæsta lagi tíu arnarhjón í land- inu. Staðreynd um fjölgun arnar- ins í fjöratíu og þrjú ár er því sú, að aukizt hefur parafjöídinn um sex pör frá 1913 til 1956. Fljótt á litið virðist því sem friðunar- ákvæðið frá 1913, um aifriðun arn- arins, og síðast endurnýjað í hin- um almennu fuglafriðunarlögum frá 1954, hafi að litlu haldi kom- ið, og væri því eðlilegast að álykta, að þessum fugli sé ekki við bjarg- andi. Þó mun þessu ekki svona farið. Það er hægt að útrýma em- inum með fleiri aðferðum heldur en að skjóta hann og ræna eggj- um hans eða ungum, sem ávallt mun heldur lítið hafa verið gert. Við þessu hvoru tveggja liggja all háar fjársektir, eða frá 500 krón- um til 5000 króna, sé um ítrekað brot að ræða, svo ekki sýnist þetta fýsilegur atvinnuvegur, og engan veginn áhættulaus. Hér hlýtur því enn skæðara eyðingarafl að koma til, sem ekki einasta kemur í veg fyrir náttúrlega fjölgun arn- arins heldur einnig eyðir þessum litla stofni smátt og smátt að síð- asta fugli. Þessi hætta, sem þann- ig vofir yfir hinum sárafáu arnar- fuglum, sem enn lifa hér, er hin lögboðna eitrun úti um víðavang til útrýmingar refnum. Einnig mun nokkuð um, að varpeigendur eitri í eða nálægt varplöndum til eyð- ingar svartbaks, og mun það einnið lögboðið. (Lögboðin eitran féll úr gildi í apríllok 1954). Hver áhrif þessar eitranir hafa haft og -hafa á fækkun amarins svo lengi sem framkvæmdar verða, vita allir. Hér virðist því eitt reka sig á ann- ars hom, þar sem bannað er með lögum og háar sektir lagðar við að skjóta öm og ræna eggjum hans, en svo aftur lögboðið að eitra fyrir refi og fugla, vel vitandi það, að það er einmitt þessi eitrim, sem er að útrýma þessum nú orðið fá- gæta fugli úr fuglalífi landsins. Þetta er sorgleg staðreynd, sem all- ir hljóta að viðurkenna. Þó mun þetta ljósast þeim, sem hafa bók- staflega talað séð öminn hrynja niður af völdum eitraðra hræja út um hagana. —O— Eg held, að í rauninni sé óþarft að færa að þessu rök svo alkunna, sem þetta er, en þó get ég ekki stillt mig um að segja frá minni eigin reynslu í þessu efni. Eitran fyrir refi mun lítið eða ekki hafa verið framkvæmd hér á landi fyrr en nokkuð var komið fram á nítjándu öldina, og þó víst hvergi nærri almennt Á Suður-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.