Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22S landi var mjög mikið unnið að þessu á síðasta fjórðungi síðustu aldar, og sums staðar nokkuð að þessu gert enn. Það kom brátt í ljós eftir að eitrunaraðferðin var upp tekin ref- um til eyðingar, hve gífurleg áhrif þessi aðferð hafði á þann arnar- stofn, sem hafði fast aðsetur á Suðurlandi. Þessu til sönnunar set ég hér fram nokkur dæmi. Á síðustu tugum síðustu aldar voru í Gullbringusýslu þrír varp- staðir arnarins, sem mér eru kunn- ir. Voru þessir varpstaðir setnir árum saman. Staðir þessir voru: Amarklettar í Hvaleyrarlandi, Helgafell í Garðakirkjulandi og Amarnýpa í Krýsuvíkurlandi. Vel má vera, að víðar hafi varpstaðir arna verið í nefndri sýslu, þótt fram hjá mér hafi farið vitneskja um það. Á eitrunartímabili síðustu aldar fór brátt að sjá á arnarstofninum, sem þar hafðist við, og svo illa var komið á síðasta tug aldarinnar, að allir umgetnir varpstaðir voru af lagðir, auðir og yfirgefnir. Þrátt fyrir sýnilega fækkun arnarins á umgetnu tímabili var þó fram á síðasta tug aldarinnar svo til dag- leg sjón t. d. þar sem ég er fædd- ur og uppalinn, að Ási skammt suðaustur frá Hafnarfirði, að sjá, þegar fram á sumarið kom, erni frá fjórum til sjö raða sér eftir brún Ásfjalls upp af bænum. Þar sátu þessir tignarlegu fuglar, stundum mikinn hluta dags og biðu þess, að endur kæmu með unga sína, sem þá voru að verða full- vaxnir, út úr starar- og hófrótar- breiðum á autt vatn. Þá tóku sig upp einn eða fleiri ernir, svifu ofan af brún lágt með jörð út yfir tjöm- ina og reyndu að klófesta eitthvað úr andarhópnum. Þessar veiðiferð- ir báru stundum árangur, oft eng- an. Á þessum árum leið varla svo dagur, hvort heldur var sumar eða vetur, að ekki sæist örn, einn eða fleiri. Á næstu árum eftir síðustu alda- mót urðu mjög skörp umskipti hvað örninn snertir á svæðinu við sunnanverðan Faxaflóa. Þeir hættu sem sé að sjást, enda allmjög hert á eitrun á þessu tímabili, þar eð refum virtist fjölga þá allmikið. Svo rammt kvað að fækkun arn- arins, að um og eftir 1910 þótti meiri viðburður að sjá þá einn örn á flugi einu sinni eða tvisvar á ári, heldur en ef ekki sást einn eða fleiri svo til daglega fyrir 15—20 árum. í þau fjörutíu ár, sem ég stundaði fugla- og refaveiðar, bæði með sjó fram og upp til fjalla, og hafði mikið samneyti við fjölda manna, sem stunduðu þetta verk, vissi ég aldrei til, að öm væri skotinn, og kom þó fyrir, að það hefði verið hægt. Skyttur þeirrar tíðar sögðu, að örn borgaði eklci skotið. Það var ekkert unnið við að skjóta örn þá, aðeins að svipta hann lífinu. Þá voru fuglaveiðar ekki stundaðar sér til gamans held- ur bjargræðis. Þótt ég hafi hér að framan tekið til samanburðar aðeins hluta af einni sýslu landsins, og með þeim samanburði sýnt fram á gjöreyð- ingu arnarins þar, þá er eftir öllum heimildum þar að lútandi sömu raunasögu að segja hvaðanæva af landinu, að undanteknu svæðinu kringum Breiðafjörð og ísafjarð- ardjúp. Þessir tveir landshlutar eru taldir einu staðirnir á landinu þar sem nokkrir ernir hafast enn við. Fróðustu menn um þetta efni telja, að þar lifi nú varla fleiri en tutt- ugu ernir, og ef til vill fullreiknað. Ég held, að þegar menn hugsa í alvöru um þessa alvarlegu stað- reynd, þá hljóti allir, í það minnsta þeir, sem náttúrufriðun og dýralífi unna, að styðja það, að allt verði gert, sem í mannanna valdi stend- ur til bjargar þessum litla arnar- stofni, — en umfram allt, ekki á morgun heldur í dag. ÖRNINN OG EITRUN Á VÍÐAVANGI Það er ekkert leyndarmál og á ekki heldur að vera, hve eitrun á víðavangi, einkum þó á bersvæði, hefur verið og verður erninum hættuleg, svo hættuleg, að hiklaust má telja, að höfuðorsök sé, hv« arnarstofninn íslenzki er nú gjör- samlega á fallandi fæti. Hér mun einu gilda, í hvaða augnamiði eitrið er lagt út, hvort heldur er eitrað fyrir ref um af- rétt og heimahaga eða það er lagt út fyrir fugla, sem hættulegií telj- ast varplöndum, svo sem svartbak, hrafna og kjóa, og eitrað er í eða í námunda varplanda. Eitrun fyrir þessa fugla mun í langflestum til- fellum koma að nauðalitlu gagni, því svo er mergð þessara fugla mikil, að ekki sér á þótt einn og einn falli fyrir þessum dulda óvini lífsins. Ég hefi áður á árum átt í tals- verðri baráttu við þessi dýr, bæði dýrbít og rán í varpi, þótt aldrei fengi ég mig til að nota eitur. Ég viðurkenni því fyllilega, að hér er um vorkunnar- en vandamál að ræða. Ég held, að ekki sé hægt að liggja bændum á hálsi, þótt þeir hafi reynt öll leyfileg ráð, t. d. refnum til útrýmingar, þar með talin eitrunaraðferðin, þar eð hún er blátt áfram lögboðin. Trúlegt þykir mér, að margur bóndinn hafi fyrr og seinna séð, hve eitrun var erninum hættuleg, en hafa ef til vill hugsað sem svo: „Þótt ég hætti að eitra, þá gera aðrir það, svo allt ber að sama brunni“. Þégar um það er að ræða að reyna að bjarga frá algerri eyð- ingu þeim litla arnarstofni, sem enn er lifandi, þá eru á því máli sem öðrum tvær hliðar. Það er því engin sanngirni aö ræða það mál

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.