Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Side 4
224 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS algjörlega einhliða. Verði lögbann- að að eitra fyrir refi og fugla, verð- ur að koma til móts við þá, sem hagsmuna hafa að gæta í þessu efni með einhverju því, sem líklegt væri, að bætti mönnum fyllilega upp missi þann eða skaða, sem tal- ið væri að hlytist af því að eitrun væri afnumin. Sigurður Bjarnason alþingismað- ur komst lítillega inn á þetta atriði í grein í Morgunblaðinu 23. des. síðastl. Greinin nefnist: Er konung- ur íslenzkra fugla að deyja út. Á grein þessa hefi ég lítillega minnzt hér að framan. Síðan grein þessi birtist hafa all- margir, einkum eldri og ennver- andi refaskyttur, skrifað í ýmis blöð um eitrun fyrir refi, og allir dæmt þá aðferð í flestum tilfell- um gagnslausa og í flestum stór- hættulega. í greinum þessum birta þessir menn skoðanir sínar, byggð- ar á langri reynslu við refaveiðar. Menn þeir, sem þannig láta á mjög ákveðinn hátt skoðanir sínar í Ijós, eru, svo nokkrir séu nefndir, þeir Theódór Gunnlaugsson, Bjarma- landi í Öxarfirði, landskunnur refa- veiðimaður og athugull á lifnaðar- hætti fugla og dýra í bezta lagi, Hinrik ívarsson, Merkinesi í Höfn- um, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Ásgeir Erlendsson, Hval- látrum og Guðmundur Þorsteins- son frá Lundi o. fl. Mér finnst ekki vera hægt að ganga framhjá reynslu >*ssara manna, þegar ákveða skal, á hvern hátt skuli unnið að útrýmingu refa í næstu framtíð. Eftir að hafa lesið ýmsar um- sagnir þessara manna um vafasam- an ávinning eitrunarinnar og ótal möguleika fyrir margvíslegri hættu, sem eitrun er ávallt sam- fara, auk þess sem þeir telja hana í fyllsta máta ómannúðlega í garð fórnardýranna, kom mér í hug það, sem hinn frægi veiðimaður John A. Hunter, segir um svipað efni í end- urminningum, sem hann lét eftir sig. Hann segir: „Þegar gerðar eru tilraunir til að útrýma hýenum af einhverju svæði, er venjulega notast við eit- ur. Ber þessi aðferð ágætan árang- ur í byrjun, en bráðlega fara hýen- urnar að sneiða hjá öllum hræjum, sem mannaþefur er af. Ég hefi oft skotið antilópu og eitrað hræið, en þegar ég hefi komið að því daginn eftir, hafa hýenurnar ekki litið við því“. Um eitrun fyrir ljón, sem gerzt hafa mannætur, segir Hunt- er þetta meðal annars: „Venjulega er bezt að nota eitur til að útrýma mannætum. Ljón eru sérstaklega næm fyrir strychnini, og verkar það á þau á fáum sekúndum. Göml- um veiðimönnum eins og mér finnst skammarlegt að nota eitur gegn ljónum, en þó verð ég að játa, að nauðsynlegt er að nota það und- ir vissum kringumstæðum“. — Þetta ásamt ýmsu öðru, sem ekki er rúm fyrir hér, segir maður, sem talinn var mestur veiðimaður allra hvítra manna. Hunter var ekki einasta frábær veiðimaður, hann var einnig mikill dýravinur, og lagði líf sitt oft í hættu við að elta uppi og bana dýrum, sem aðrir höfðu aðeins sært. Hann stundaöi dýraveiðar í Afríku í meir en fjörutíu ár. Að lokum kemst Hunt- er svo að orði þar sem hann segir frá, að fram hafi farið eyðing dýra eða friðun sitt á hvað: „Þetta er harla gott dæmi um hin furðulegu vinnubrögð mannsins. Fyrst tor- tímir hann einhverri dýrategund að mestu, og síðan gerir hann allt, sem í hans valdi stendur til þess að henni geti fjölgað á ný“. Við verðum að vona, að það síð- arnefnda gerist hjá okkur snert- andi íslenzka örninn. —0— Fullvíst má telja, að útburður eiturs fyrir refi hafi mestan þátt átt í því, að örninn hvarf af Suð- urlandi. Fyrir þessari vissu eru — eða voru til — ótal sannanir, þótt þeim mönnum fækki nú óðum, sem um það vissu bezt. Ég set hér eitt dæmi um hrun arnarins af völdum eiturs. Þetta tilfelli sá ég sjálfur fyrstur manna, en síðan aðrir, sem því miður eru allir dánir. Á síðustu árum fyrir aldamótin síðustu var ég farinn að ganga að fé að vetr- inum. Einn dag á jólaföstu fór ég lengra en venjulega, var að leita kinda, sem mér var vant, og leit- aði í fé nágrannabæar. Þá var ekki farið að hýsa enn fé. Ég kom þar sem kind frá næsta bæ hafði bitist fyrir tveim dögum, og vissi ég, að látin var liggja, en eitur borið í hræið. Nú var mér forvitni á að vita, hvort ekki væri tófa, ein eða fleiri dauðar þarna á staðnum, en svo var ekki. Þó hafði verið á hræ- inu smakkað, því kringum það lágu dauðir sjö hrafnar og fimm ernir. Ég stóð undrandi yfir arnarskrokk- unum, því svo nærri hafði ég aldrei séð örn fyrri, en ekki þorði ég að snerta við þeim. Ég sá bara, að hér hafði sannast gamli málshátt- urinn: „Þangað flykkjast ernirnir, sem hræin eru fyrir“. Ef leitað hefði verið umsagnar manna af þessum slóðum fyrir svo sem tutt- ugu árum, þá hefði ég ekki staðið einn uppi til frásagnar. —O— Ekki þótti ávallt nægjanlegt að eitra kindarskrokka, svo og rjúpur, sem dreift var um alla haga, því stundum var betur á borð borið. Það var stundum farið með aflóga hross út í hagann, þar var þeim lógað og þau flegin, en borið síðan eitur í skrokkinn. Venjan var sú, að af þessum eitruðu hræjum var ekki skipt sér frekar, heldur var fuglum loftsins og dýrum merkur- innar falin dreifing þessa góðgætis út um hagann, jafnvel heim að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.