Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 225 bæum með smalahundunum, þeir sem komust þá svo langt, því það má segja, að þeir hryndu niður eftir þessar góðgerðir manna. Refurinn, sem þessi matur var ætlaður, hefur án efa gert þessari fæðu minnst skil, því ekkert dýr er svo vart um sig og tortryggið sem hann. Þótt fullvíst sé, að eitrið hefur að mestu útrýmt erninum af Suð- urlandi, gæti hugsast, að einhverj- ir hefðu komizt undan, flúið land, ef svo mætti segja, en þó af sér- stökum orsökum. Ég veit, að á Suðurlandi og sjálfsagt víðar hefir örninn ekki síður en hrafninn lifað frá haustnóttum langt fram á vet- ur a hræum, einkum kinda, sem drápust úti um hagana, en þess konar hræ voru aldrei eitruð. Svo þegar leið að vori, opnuðust ern- inum bjargarmöguleikar við sjó og vötn. Mér finnst því vel hugsan- legt, að þegar kom fram um 1910, en eftir það drapst varla kind úr bráðapest, hafi sorfið svo að þeim fáu örnum, sem lifandi kunna þá að hafa verið hér um slóðir, að þeir hafi leitað annað til ætis, t. d. vestur yfir Faxaflóa og Snæfells- nes. Þetta set ég fram sem tilgátu án þess að hafa hér fyrir nokkrar sannanir. Þótt hrafninn missti mikils, þegar fénaður hætti að drepast úti um hagana, þá er hann, þótt oft hafi verið þröngt í búi hjá honum, betur settur, þar eð hann leitar þá á náðir manna, þótt oft fái hann þar lítið nú orðið, en það gerir örninn ekki. —O— Mér sýnist eftir öllum rökum, sem liggja fyrir um margvíslega skaðsemi og hættu, en mjög vafa- saman árangur af eitrun mein- dýrum til útrýmingar, að dagar þeirrar aðferðar ættu að vera komnir að kvöldi, en önnur eða aðrar aðferðir reyndar og rækt- ar, aðferðir, sem við sem „há- Kjarnorkuknúin skip Álit sænskra sérfræðinga rYRIR skömmu birti „Stiftelsen för skeppsbyggnadsteknisk forskning“ álit sérfræðinga um hvort Svíar ætti að ráðast í að smíða skip, knúið kjarnorku. Er þá helzt gert ráð fyrir 45.000 lesta skipi, er hefði 20.000 hestafla vél. Mönnum hefir komið saman um að kjarnorkuknúin skip muni verða ódýrari í rekstri en önnur skip, einhverntíma á árunum 1961 til 1971. En sænsku sérfræðingam- ir segja að engin vissa sé fyrir þessu, og ekki hægt að segja neitt um það hvenær kjarnorkuskip^ muni borga sig. Þó geta þeir þess, að vegna þeirra rannsókna og til- rauna er nú fara fram á kjarnork- unni, megi gera ráð fyrir að eftir nokkur ár verði hún miklu ódýrari en nú er. Þá benda sérfræðingarnir og á, að áður en farið sé að smíða kjarn- orkuknúin skip, verði að sérmennta menn til þess að fara með vélar þeirra. Þá er minnst á það, að Banda- ríkjamenn ætli nú að eyða stórfé í að taka gufuvélar úr herskipum menntuð þjóð“, svo sem einn er- lendur maður komst að orði um íslendinga fyrir skömmu, þurfum ekki að bera kinnroða fyrir að nota. Löggjafa þjóðarinnar, svo og forráðamönnum dýra- og náttúru- verndar er einum treystandi til að leysa nú þegar þetta mál, og það á þann hátt, að banna alla eitr- un á víðavangi, og koma þannig í veg fyrir, að hún vprði mönnum eða dýrum, sem hún er alls ekki ætluð, að aldurtila. Öðrum er það ofætlun. sínum og setja kjarnorkuvélar í staðinn. Þetta sýni ótvírætt trú Bandaríkjamanna á, að kjarnorku- knúin herskip standi að minnsta kosti öðrum skipum framar. Sumir spá því, að öllum kafbátum Banda- ríkjanna og orrustuskipum, muni brátt breytt í kjarnorkuknúin skip. Bretar eru einnig að hugsa um að koma sér upp stórum kafbátaflota, þar sem hver kafbátur sé með kjarnorkuvél, en þess verður sjálf- sagt nokkuð langt að bíða. En hvað er þá um kjamorku í kaupförum? Á það er bent, að í s.l. ágústmánuði samþykkti þing Bandaríkjanna að láta smíða kjarn- orkuknúið kaupfar. Talið er, að það hafi flýtt fyrir þessari sam- þykkt, að þá hafði frétzt, að Rúss- ar væru að smíða kjarnorkuknú- inn ísbrjót. í skýrslunni er bent á, að kjarn- orkuvél í skipi muni ekki verða mikið meiri fyrirferðar heldur en venjuleg gufuvél. En hún verður mörgum sinnum þyngri, vegna þess að steypa verður allt í kring um hana, svo að menn sé óhultir fyrir ósýnisgeislum. Vél sem hefir 25.000 hestöfl muni sennilega vega um 1200 smálestir. Þetta sé þó ekki frá- fælandi, vegna þess að hér sparast það rúm sem eldsneyti — kolum eða olíu — hefir áður verið ætl- að. Mismunurinn á þunga kjarn- orkuvélar og venjulegrar gufuvél- ar, vinnst meir en upp á því að losna við kol eða olíu. Kjarnorku- eldsneytið er ekki mikið fyrir- ferðar, það er gert ráð fyrir því að úr hverju grammi af úran fáist jafn mikil orka og úr tveimur smá- lestum af oiíu. (Frh. á næstu siðu).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.