Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 6
226 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Málaralist barna um allan heim í SEINASTA heftinu af „The National Geographie Magazine“ (marz 1957) er grein eftir einn af ritstjórum tímaritsins, Newman Bumstead. Hann segir þar frá því að hann hafi rekizt á sýningu á málverkum 100 barna í anddyri að stjórnarráðsbyggingu í Washing- ton. Síðan segir hann: — í einu vetfangi minntist eg þess, þegar börnin mín voru fyrst Bent er á, að miklu meiri hætta stafi af sprengingu í kjarnorku- skipi heldur en öðrum skipum, einkum ef það er í höfn. Þá eru og mikil vandkvæði á að losna við inn geislavirka úrgang úr kjarn- orkustöðinni. Þetta verði menn að hafa í huga áður en ráðist sé í að smíða kjarnorkuskip. að burðast við að teikna myndir. Og eg hugsaði sem svo: Sannar- lega mega foreldrar um allan heim gleðjast yfir því, þegar börn þeirra fara að byrja að tjá sig með línum, formum og litum. Þetta er hin sanna list. Engin stæling. Eng- ar eftirmyndir. Og einhver hefir sagt að list barna sé aldrei léleg. Vér sjáum þar heim hugmynda og fegurðar, er aðeins kemur fram í sálum barna. Rithöfundurinn Ernestine Evans hefir líka fundið þetta, því hún segir: „Börnunum er allt nýtt; stjörn- urnar, sjórinn, önnur börn, dýr og fuglar, allt er þeim það uppspretta undrunar og hrifningar." Frá mér numinn gekk eg frá einni mynd til annarrar; þarna var lítill björn málaður á snifsi af þýzku blaði, þarna voru Márar með íslenzka myndln f „Geographic Magazine“. Hún er eftir Hildi, dóttur Bjarna Guðmundssonar hlaðafulltrúa. túrbana, íiskimenn frá Newfound- land að draga stórtenntan þorsk, þarna voru Lappar og hreindýr og norðurljós, japanskir vinddrekar, íslenzk fjöll og hestar o. s. frv. Hvaðan voru þessar myndir komnar? Hver hafði safnað þeim? Á litlum miða stóð, að þetta væri hluti úr málverkasafni, sem væri í vörslu Mr. D. Roy Miller. Fáum dögum seinna kom ég í teiknistofu Mr. Millers í Filadelfíu. Þetta er hæglátur og vingjarnleg- ur maður, hvítur fyrir hærum. Hann hefur þá trú að hreinleiki og einföld fegurð æskunnar ætti að vera ljós heimsins. Hann er málari sjálfur og hann er í Bræðralaginu (Society of Friends). Hann ákvað að boða öðrum þessa trú sína, og nota til þess það tungumál sem allir skilja, alheimsmál listarinn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.