Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22T ar. Og hvaða list var þá betri til þess, en list barnanna? Veggirnir í herbergi Millers voru þaktir myndum, og þær voru þar í stórum hrúgum á gólfinu, borð- um og stólum. Þær voru merktar, og það var eins og að ferðast um hnöttinn að lesa nöfnin: ísland, Noregur, Ítalía, Grikkland, Afgh- anistan, Indland, Kambojda, Jap- an, Ástralía, Suður-Rhodesía .... — Ferðuðust þér um öll þessi lönd til þess að safna myndunum? spurði ég. — Nei, sagði hann, ég safnaði þeim með bréfum. Fyrir milligöngu ríkisstjómar- innar og erlendra sendiráða í Washington, sendi Miller bréf til kennslumálaráðherra í mörgum löndum og bað um myndir. Ráð- herramir sendu bréfin í skólana. Og brátt fóm myndir að streyma til Fíladelfíu, stundum hundrað í einu. Um fimm ára skeið hefir nú þessi barnlausi maður gefið sig eingöngu við því að safna list barna um all- an heim. í safni hans eru nú rúm- lega 12.000 málverk frá rúmlega 100 löndum — list barna af mörg- um pjóðflokkum og trúarbrögðum — og safnið eykst stöðugt. — Það er samræmi í þessum myndum, sagði hann. Sjáið þér það ekki? Hér er kynslóðin, sem á að taka við af okkur, sameinuð í hin- um dýrlega heimi barnslegrar ímyndunar. Og ég held að handa- verk þeirra muni á einhvem hátt flýta fyrir heimsfriði. Hann hefir sýnt þessar myndir alls staðar, á gatnamótum, í lista- sölum, í söfnum, í verslunum út- hverfa, í lystigörðum og á torgum. — Hvemig litist yður á að birta nokkrar myndir í National Geo- graphic Magazine? spurði ég. Augu hans tindmðu af fögnuði og við tókum þegar til óspiltra mál- anna að velja úr myndunum. Seint \ Finnbogi J. Arndal: s | ! VOR í NÁND j \ ■ > • Vorið sýnist vera nærri, s ; vikja fannir dölnm úr, ' s sólargangur hærri og hærri, { hlý er orðin sérhver skúr. s s s ^ Sólarorkan svellin bræðir, s sunnan þeyrinn boðar vor. ^ S Blánar hlíð, er birtan flæðir S J brosmild yfir vetrar spor. s s S Farveg þröngvan fljótin æða, s \ fjötrum ísa kasta brott, S yfi« bakka ólga, flæða, S er þeim frelsi vorsins gott. s \ s ' Duna fossar daga og nætur, s dalir kasta vetrar mjöll, s bráðum vakna bjarkarætur, ■ blána óðum landsins fjöll. s s s Lindin, sem að la í böndum, s \ leysir af sér klakans hjúp, ; fagnandi úr frerans höndum S flýtir sér í elfardjúp. i S ■ Falla elfur, lækir, lindir s ljúfan sævar faðminn í, ^ S þegar ástarelda kyndir s | eygló vorsins sumarhlý. i s S Vor í nánd, með vonir bjartar, s s vorleysing í hugum býr. i | Birtan nætur sigrar svartar, s sunnan streymir blærinn hlýr. s S s ■ Vökuljóðin vorsins óma, S vekja alt af langri döf. \ S Bráðum lífsins hörpur hljóma s i húmsins yfir kaldri gröf. s___________________________________l um kvöldið hélt ég svo heimleiðis til Washington með úrval 125 mynda.------------ Og svo birtast með greininni 22 litprentaðar myndir af þessum málverkum bamanna. Ein er frá íslandi. Með þeirri mynd stendur: „Hildur Bjarnadóttir, 10 ára gömul, málaði þessa mynd af hinni trjá- lausu sveit, þar sem hún hefir oft verið á sumrin og unað sér vel. Hún hefir raðað öllu mjög trúlega á myndflötinn, en minna skeytt um „perspektiv“» Grettistak á írlandi SKAMMT frá veginum milli Newcastla og Dundrum í Norður írlandi, er þetta mannvirki og mun vera æfa fomt. Það eru tveir stórir steinar og ofan á þeim liggur heljarbjarg. Menn vita ógjörla hvers konar mannvirki þetta er, en fornfræðingar telja að það muni vera gömul gröf, því að ýmsar svipaðar fornar grafir sé í Norður Irlandi. Graf- ið hefir verið þarna um kring, og haía þar fundist leifar af ákaflega fomum mannabústöðum. Sumir halda að þetta hafi verið einhver helgistaður. Munnmæli segja, að þegar heilagur Patrekur ferðaðist um þennan hluta landsins, hafi hann hvilt sig í skugga steinanna. ★ ★ ★ ★ ★ VENUS REIKISTJARNAN VENUS, sem er einhver fegursta stjarna á himinhvel- inu, var morgunstjama í byrjun þessa árs og kom þá upp rúmlega tveimur stundum á undan sól. En síðan hefir hún verið að færast nær og nær sól- inni og í dag (14. apríl) gengur hún á bak við sólina og yfir á kvöldhim- inimi, og er síðan kvöldstjarna til árs- loka. ★ ★ ★ ★ ★ Skozkur bóndi féll niður I djúpan bi-unn. Hann tróð þar marvaðann og hrópaði á hjálp. Kona hans kom að. — Reyndu að halda þér uppi meðan eg hleyp út á akurinn og sæki pilt- ana, sagði hún. — Bíddu, sagði hann. Hvað er klukk- an? — Hana vantar 20 mínútur i tólf. — Þá ætla eg að reyna að halda mér uppi þangað til þeir koma i mafc- inn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.