Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 8
228 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetta gerðist í marzmánuði RÍKISSTJÓRNIN fór fram á það viS bankana, að þeir veittu á þessum ársfjórðungi 10 milljónir króna til A-bréfakaupa vegna íbúð- arlána. Bankarnir sáu sér ekki fært að verða við þessu vegna óvissu um innlánaaukningu, aukning lána til útgerðar og vaxandi rekstrar- f járþörf vegna atvinnuveganna (30.) Sjómannaverkfaitinu lauk 17. fyr- Ir milligöngu sáttasemjara og hafði það þá staðið í mánuð. — Nokkru iður höíðu yfirmenn á verslunar- flotanum sagt upp samningum frá 1. júni að telja (5.) VEÐRÁTTA í þessum mánuði var óstöðug og snjóaði mikið víða lun land. Af því stöfuðu aftur samgönguerfiðleikar um allt land, og biðu bændur mikið tjón við það. Snjóbílar komu víða að góðu gagiii, þar sem önnur umferð tepptist. Vatnsskortur varð mjög víða og kom harðast niður á rafmagnsstöðvum, en þó hvergi eins og í Andakílsvirkjun- inni. Bitnaði það mest á Akranesi og var hafin þar ströng rafmagnsskömmt- un í öndverðum mánuðinum, en þó dró til fullkomins rafmagnsskorts þeg- ar fram í sótti og olli miklum vand- kvæðum. — Fyrir norðan og austan var lengi mjög snjóþungt og hrein- dýr fóru að streyma niður í byggð vegna hagleysis á öræfum. En hag- leysi var líka í byggð og tóku þau þá að falla úr hor. Er talið að um 25 dýr hafi drepizt þannig, aðallega kálfar og gamlar kýr. Kom til orða að flytja hey til þeirra hreindýra, er verst voru stödd (20.), en rétt á eftir fór að gera hlýviðri og hláku, svo að jörð kom upp. Seinustu dagana í mán- uðinum mátti heita vorblíða á suð- vesturlandi. tTGERÐIN Gæftir voru góðar sunnan og vestan lands, en afli hefir brugðizt hastarlega, bæði á báta og togara. Er þetta hörmu- leg vertið, það sem af er. Saltfiskur og skreið er nú 9000 lestum minni en i fyrra. en hraðfrystur fiskur heldur meiri en þá. Fjöldinn allur af bátum hefir ekki aflað fyrir lágmarkstrygg- ingu, og er ekki annað fyrirsjáanlegt, en að útgerðin komist í greiðsluþrot bráðlega (31.) MANNALÁT Frú Sólveig Jónsdóttir, Kirkju- bóli, Reykjavík (27. febr.) Frú María Antonsdóttir, Reykja- vík (27. febr.). 3. Frú Jónína Jónsdóttir, Reykjavík. 4. Pétur Thoroddsen læknir, Rvík. 4. Eyólfur Guðmundsson frá Gríms- læk. 5. Pétur J. Hrauníjörð, Reykjavík. 6. Guðrún Þorsteinsdóttir frá Álf- geirsvöllum. 9. Ásgeir Th. Daníelsson, Reykjavík. 10. Frú Sigurlaug Þórðardóttir, Rvík 11. Pétur H. Lárusson, kaupmaður, Akpreyri. 11. Hannes Scheving stýrimaður, Reykjavík. 11. Bogi Ólafsson fyrrv. yfirkennari, Reykjavík. 11. Frú Snjólaug Jóhannesdóttir, Reykjavík. 16. Konráð Pálsson Þormar, Reykjavík. 18. Björn Benediktsson, framkv.stj., Reykjavík. 21. Frú Steinunn Eiríksdóttir Stephen- sen frá Karlsskála. 21. Jón Norðfjörð leikari, Akureyri. 22. Frú Þuríður Bjarnadóttir, Rvík. 23. Hannes Jóhannesson málari, Reykjavík. 23. Guðmundur P. Kolka, útgerðarm., Reykjavík. 24. Frú Lára Hannesdóttir, Reykjavík. 25. Sveinn Árnason fyrrv. fiskimatsstj. Reykjavík. 25. Frú Ragnhildur Jónsdóttir, Rvík. 26. Frú Karolína Friðriksdóttir, Reykjavík. 29. Frú Engilbörg H. Sigurðardóttir, Reykjavík. ELDSVOÐAR Eldur kom upp í bílageymslu og salthúsi hf. Kol Dg Salt í Reykjavík. Voru þar geymdar 2000 lestir af salti, er skemmdist vonum minna (2.) Eldur kom upp í vörugeymslu í húsinu Strandgötu 23 á Akureyri og urðu talsverðar skemmdir (3.) Kveikt var í húsi í Reykjavík á þann hátt, að logandi eldfimu efni var stungið undir bárujámsklæðningu. — Lítið tjón varð. Ætlað er að þarna hafi óvitar verið að verkj (5.) Brann íbúðarbraggi á Skólavörðu- holti í Reykjavík (9 )

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.