Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tM Salthúsið mikla í Reykjavík brennur. Eldur kviknaði í fortjaldi í Bíóhöll- inni á Akranesi. Þar var þá skemmtun Gagnfræðaskólans. Fyrir snarræði um- sjónarmanns tókst að afstýra stór- slysi (9.) Brann nýlegur leigubíll á veginum fyrir sunnan Hafnarfjörð (12.) Brann til ösku elzta húsið í Súg- andafirði, svonefnt Jónshús. Þar bjó vertíðarfólk og missti allt sitt (13.) Brann íbúðarhúsið að Hraunsnefi í Norðurárdal. Fólk bjargaðist nauðu- lega, en engu varð bjargað af innan- stokksmunum (13.) Bílaviðgerðastöð í Njarðvíkum brann til grunna og þar inni tveir bílar, vélar og áhöld (19.) íbúðarhús á Hvalsnesi í Skefils- staðahreppi brann til kaldra kola með öllu, sem í var. Eldurinn barst svo í fjós og hlöðu og brann hvort tveggja, en gripum var bjargað. Konan var ein heima með þrjú ung börn og sluppu þau nauðulega úr eldinum (22.) Tveir drengir, 11 og 9 ára, fóru um borð í gamla hafnarbátinn Magna í Reykjavík, til þess að reykja þar sígar- ettur. Afleiðingin varð sú, að ltviknaði í bátnum (28.) Brann frystihúsið í Tálknafirði. — Hafði eldurinn komið upp í beitinga- skúr rétt hjá því. Tjón varð mjög mikið (28.) Eliur kom upp í íbúðarhúsi í gróðr- arstöðinni Sólvangi í Fossvogi. Var fljótt slökktur, en tjón varð talsvert (28.) Á bílaviðgerðarstöð í Reykjavík komst eldur í benzín og brann húsið og einn bíll, sem þar var inni. Tveir menn voru þar við vinnu og brenndist annar mikið (29.) Bílskúr brann í Keflavík og bíll sem í honum var (30.) BÍLSLYS Tveir litlir drengir urðu fyrir bíl- um í Reykjavík og slasaðist annar þeirra mikið (9.) Drengur á hjóli varð fyrir síma- kefli, sem bíll dró á eftir sér. Fell drengurinn í götuna og höfuðkúpu- brotnaði (23.) Lítil telpa varð fyrir bíl í Reykja- vík, en meiddist ekki mikið (23.) Fimm ára telpa hljóp á bíl sem var á fullri ferð á götu í Reykjavík. Hún stórslasaðist (31.) SLYSFARIR Stefán Jóh. Stefánsson fyrrv. for- sætisráðherra, fell í stiga og meiddist mikið (7.) Flugmaður í bandaríska hemum á Keflavíkurflugvelli varð fyrir skrúfu á kopta og beið samstundia bana (9.) Sunnudaginn 10. gerði stórhríð á Hellisheiði. Var þar þá fjöldi fólk* á skíðum og mikil umferð á veginum. Hundruð manna gistu í skíðaskálum um nóttina, en þeir sem náðu ekki þangað urðu að hafast við í bílum þar sem þeir voru komnir. Engan mun þó hafa sakað (12.) Þrettán ára piltur 1 Reyðarfirði fót- brotnaði er hann var að æfa skíða- stökk (12.) Tveggja ára stúlkubarn á Akureyri rak vinstri höndina niður í hakka- vél og tók af höndina (13.) Gunnlaugur Jóhannesson húsgagna- smiður á Akureyri lenti með vinstri hönd í trésmíðavél og tók af þrjá fingur (13.) Pétur H. Lárusson kaupmaður á Akureyri varð bráðkvaddur á morg- ungöngu utan við bæinn (13.) Guðmundur P. Kolka útgerðarmaður í Reykjavík fórst í bílslysi í Skot- landi (26.) Tvær stúlkur og tveir piltar I Reykjavík slösuðust á skíðum og voru þau flutt til bæarins í sjúkrabíl (26.) Tveir sjö ára drengir fellu í tjörn- ina í Reykjavík. Magnús Jónsson þingsveinn sá til þeirra og tókst hon- um með snarræði að bjarga þeim (29.) Belgiskur togari „Van der Wende“ strandaði á Meðallandsfjöru. Björgun-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.