Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 10
330 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS arsveitin þar bjargaði öilum mönnua- um nema fj órum yíirmönnum, sea vildu ekki yfirgefa skipiS i bili. Tog- aramenn voru að fiskaSgerð þegar hann strandaði (31.) ÍÞRÓTTIR íþróttafélag Reykjavíkur minntist 50 ára afmælis síns með útgáfu sérstakrar bókar og ýmsum keppnum í íþróttum. Félagið hefir nú fengið þýzkan þjálf- ara í frjálsum íþróttmn (5.) Knattspymufélagið Valur hefir feng- ið enskan knattspyrnuþjálfara (6.) Dönsk hjón komu hingað á vegum Handknattleiksráðs til þess að þjálfa fólk í þeirri íþrótt (7.) Valdimar Ömólfsson varð tvikeppn- ismeistari á skíðamóti stúdenta i Frakklandi (19.) Landsflokkaglíma var háð í Reykja- vík. Sigurvegarar urðu: í 1. fl. Ár- mann Lárusson, í 2. fl. Hafsteinn Stein- dórsson, í 3. fl. Reynir Bjamason. í 1. fl. drengja Þórir Sigurðsson og í 2. fl. drengja Gunnar Pétursson (24.) Stígur Herlufsen varð skákmeistari Hafnarfjarðar (27.) Alþjóðaskákmót stúdenta verður i Reykjavík í sumar. Tíu þjóðir hafa þegar tilkynnt þátttöku (30.) Hcrman Pilnik stórmeistari skoraði á Friðrik Ólafsson að heya skákeinvígi við sig. Skyldu tefldar 6 skákir. Að þeim loknum voru þeir jafnir með 3 vinninga hvor. l>á skyldi tvær skák- ir tefldar til úrslita og sigraði Friðrik í hinni fyrri (31.) Skákinar höfðu allar unnizt á hvítt þar til nú síðast, þá hafði Friðrik svart. í þessum mánuði var efnt til nýstár- legrar skiðakeppni um land allt. Skyldi hver keppandi ganga 4 km. á skíðum, en ekkert skeytt um hve lengi hann væri að þvi. Sigurvegari i þessari lieppni er það hérað eða bær, sem á hlutfallslega flesta keppendur. Var víða mikill áhugi fyrir þessu og í lok mánaðarins munu allt að 20.000 manns hafa leyst þessa þraut af höndum. — Yngsti þátttakandi mun vera tveggja ára, en sá elzti rúml. níræður. AFMÆLI Hestamannafél. Fákur átti 35 ára af- mæli (2.) Bæarstjóm Siglufjarðar háði 1000. fund sinn (þó ekki á réttum tíma, því að honum varð að fresta vegna stór- hríðar). Var fundur sá hátíðlegur og var þar minnst séra Bjarna Þorsteins- Brúarfoss. Hann verður nú seldur úr landi sonar, en Sigurður Kristjansson spari- sjóðsstjóri, sem einn er á lífi af fyrstu bæarfulltrúunum, var gerður að heið- ursborgara kaupstaðarins (14.) Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt í Reykjavík átti 20 ára afmæli (9.) Þess var minnst með veglegu samsæti (13.) Klæðskerameistarafélag Reykj avíkur átti 40 ára afmæli og var það hátíðlegt haldið. Þar var Vigfús Guðbrandsson kjörinn heiðursfélagi (15.) Samband bindindisfélaga í skólum átti 25 ára afmæli. Formaður þess er nú Hörður Gunnarsson (16.) Dagblaðið Tíminn átti 40 ára afmæli og var þess minnst með hófi að Hótel Borg (19.) Sparisjóður Reykjavíkur átti 25 ára afmæli og var þess minnst á aðalfundi (28.) GJAFIR Sigurrós Sigurðardóttir á Hvamms- tanga (d. 18. maí 1956) arfleiddi kirkj- una þar að öllum eigum sínum, en þær reyndust vera 65.618 kr. (15.) Jón Guðbrandsson, Faxabraut 15 í Keflavík, gaf bæarfélaginu húseign sína með því skilyrði að þar yrði elli- heimili, og hefir bærinn tekið við eigninni (30.) MENN OG MÁLEFNI Alþingi kaus stjóm atvinnuleysis- tryggingarsjóðs: Hjálmar Vilhjálmsson, Óskar Hallgrímsson, Eðvarð Sigurðs- son og Kjartan Jóhannsson (1.) Embættisprófi luku við Háskólann: Páll Pálsson í guðfræði, Ása Guðjóns- dóttir, Bragi Níelsson, Ólafur Ólafsson (Bjarnasonar), Ólafur Ólafsson (Gunn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.