Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 231 Þannig eru nýu flugvélarnar tvær, sem Flugfélag íslands hefir keypt arssonar), Ólafur Haukur Ólafsson og Ragnar Arinbjarnar í læknisfræði, Halldór Þ. Jónsson og Þorvaldur Ari Arason í lögfræði (1.) K. A. Bondorff prófessor og forstöðu- maður ræktunarrannsóknastofu danska landbúnaðarins, kom hingað á vegum Búnaðarfélags íslands og flutti fyrir- lestra (1.) Hans A. Nielsen verslunarsérfræð- ingur frá Ósló kom hingað á vegum félagsins Sölutækni til að halda nám- skeið fyrir verslunarfólk (2.) Bandaríkjamaðurinn Brittingham, er veitt hafði tveimur stúdentum ís- lenzkum námstyrk við háskóla vestra, tók nú enn þrjá íslenzka stúdenta upp á sína arma: Pétur Jósefsson, Ólaf Hannibalsson og Ólaf Sigurðsson. Þeir munu stunda nám við Delaware há- skólann á næsta háskólaári (2.) Sturla Friðriksson var endurkjör- inn formaður Hins íslenzka náttúru- fræðafélags (2.) Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var vígð með viðhöfn (3.) Fulltrúar skógræktarmanna heldu fund í Reykjavík. Þar var samþykkt að ráða erindreka er ferðist um land- ið og gefi leiðbeiningur um skógrækt (5.) Agnar Kl. Jónsson heíir afhent for- seta Portugals trúnaðarbréf sem sendi- herra þar í landi með búsetu í París (6.) Styrk úr minningarsjóði Jóns Þor- lákssonar fengu þeir verkfræðanem- amir Helgi Sigvaldason (3000 kr.) og Björn Ólafsson (2500 kr.) (9.) Guðrún Á. Símonar óperusöngkona var boðin í söngferð til Rússlands (14.) Húsnæðismálastjórn hefir hafið í út- varpinu almenna fræðslu um bygg- ingamál (20.) William E. Scharfenberg prófessor frá Washington kom hingað í erindum Alþjóðaráðs gegn áfengisbölinu. Hann hefir komið hér einu sinni áður (21.) Milljónamæringur í Kaliforníu er að reyna að bjarga íslenzka hundakyninu. Hefir hann keypt nokkra hunda, og nú seinast tvær tíkur í Tálknafirði og hefir sett upp hundabú heima hjá sér (22.) Árni Arinbjarnarson fiðluleikari, sem stundað hefir nám í Tónlistarskólanum, hlaut styrk British Counsil til fram- haldsnáms í London (23.) Magnús V. Magnússon hefir afhent forseta ísrael trúnaðarbréf sem sendi- herra þar í landi með búsetu í Stokk- hólmi (23.) Æskulýðsráð Reykjavíkur, sem Gunnar Thoroddsen borgarstjóri skip- aði í fyrra, rekur nú sex tómstunda- heimili í Reykjavík, undir yfirstjórn séra Braga Friðrikssonar (23.) Frjáls menning heitir nýtt félag, sem stofnað var í Reykjavík. Er það í lík- ingu við önnur félög samskonar, er stofnuð hafa verið víða um heim til að efla frjálsa menningu og berjast gegn einræði, ofbeldi og skoðanakúg- un. Danski rithöfundurinn Hans Jörg- en Lembourn kom hingað til að leið- beina um starfsemi félagsins, og flutti hér fyrirlestra (24.) Annar starfsfræðsludagur fyrir ungl- inga var í Reykjavík. Voru þar 80 menn frá öllum helztu starfsgreinum þjóðfélagsins, sem veittu um 1200 ungl- ingum leiðbeiningar. Það er bæarstjórn Reykjavíkur sem stendur fyrir þessu (26.) Ársþing iðnrekenda var háð t Reykjavík (28.) Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðis manna í Reykjavík, hélt aðalfund sinn og var Pétur Sæmundsen endurkjör- inn formaður (26.) FJÁRMÁL og viðskipti Seyðisfjarðartogarinn ísleifur var seldur á nauðungaruppboði. Kaupandi var Fiskiðjuver Seyðisfjarðar og mun gefa skipinu nýtt nafn (2.) Kolafarmur var fluttur inn frá Bandaríkjunum til verðjöfnunar á pólskum kolum. Eru amerisku kolin miklu ódýrari en þau pólsku (3.) Á fjársöfnunardegi Kvennadeildar Slysavarnafélagsins i Reykjavík söfn- uðust 70.000 krónur (14.) Vísitala framfærslukostnaðar var 187 stig, eða einu stigi hærri en í fyrra mánuði (15.) Mjólkursamsalan seldi á árinu sem leið rúmlega 23 millj. lítra af mjólk, rúmlega 700 þús. litra af rjóma, 988 þús. kg. af skyri og 169,7 þús. kg. af smjöri. Hafði sala aukist mikið á öllu nema smjörinu (17.) Fyrsti styrkur var greiddur úr at- vinnuleysistryggingarsjóði og nam 2000 kr. Fekk hann kvæntur Reykvíkingur, sem hafði verið atvinnulaus síðan i desember (19.) Vöruskiptajöfnuður varð hagstæður um 47 millj. króna fyrstu tvo mánuði ársins (27.) Innflutningsnefnd hefir leyft hækk- un á farmgjöldum 5—17,85% (30.) Fyrsti útdráttur vísitöluverðbréfa fór fram og voru greiddar uppbætur 33,33—75,14 á hverjar 1000 kr. (1.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.