Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 12
232 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FRAMKVÆMDIR Alþingi hefir veitt Flugfélagi ís- lands ábyrgð á láni til kaupa á tveim- ur millilandaflugvélum (2.) Lokið var endurnýun á gömlu sjálf- virku símastöðinni í Reykjavik (2.) Tveimur nýum bátum, 57 lesta, var hieypt af stokkunum í Keflavík. Þeir verða gerðir út í Sandgerði (6.) Bæarstjórn Reykjavíkur hefir ákveð- ið að hefja í vor byggingu 220 íbúða hverfis skammt frá Kleppi (6.) Kirkjan í Patreksfirði fekk gagn- gera viðgerð og síðan var sett nýtt pípuorgel í hana (7.) Reykjavíkurbær hefir sótt um leyfi til þess að reisa fjögur ný skólahús (7.) Ákveðin hefir verið hækkun á burð- argjaldi bréfa innanlands um 25 aura og símagjöld í Reykjavík verða hækk- uð um 25 kr. á mánuði (9.) Á fjáröflunardegi Rauða Krossins í Reykjavik söfnuðust 125.000 kr. (9.) Menntamálaráð hefir úthlutað styrkjum og lánum handa 270 náms- mönnum erlendis. Styrkirnir eru sam- tals 943.000 kr. (9.) Héraðsbókasafn Dalasýslu hefir ver- ið opnað í Búðardal (13.) Ferðaskrifstofan Orlof opnaði minja- gripaverslun í Reykjavík (14.) Flugmálastjórnin hefir fengið til um- ráða flugstöðvarbyggingu á Keflavík- urflugvelli, sem setuliðið hafði áður (19.) Tilraunir, sem gerðar hafa verið á Grænavatni í Mývatnssveit og Gunn- arsholti á Rangárvöllum, um að bera tilbúinn áburð á óræktaða mela, hafa gefið góða raun (22.) Mjólkurbú Flóamanna er nú að reisa annað stærsta mjólkurbú á Norð- urlöndum. Er ætlazt til að það geti tekið við 180.000 lítrum mjólkur á dag. Árið sem leið tók búið á móti 25 Vz millj. kg. af mjólk og er það 6,25% aukning frá fyrra ári. Félags- menn fengu 2.94 kr. fyrir hvern lítra, en niðurstöður á rekstrarrreikningi voru 90.631.070 kr. (22.) Nýtt pípuorgel hefir verið sett í kirkjuna í Stykkishólmi (24.) Templarar í Reykjavík hafa opnað bindindisbókasafn, sem verður opið fyrir almenning (28.) Sölutækni fekk liingað útlendan mann til þess að hafa námskeið um skrevtingu búðarglugga (29.) Eimskipafélagið hefir ákveðið að selja Brúarfoss og mun hafa fengið Yngsti Akureyringurirn (3 ára) sem gekk 4 km á skiðuin tilboíi í hann frá Danmörk. — Félagið hefir samið um smíði tveggja nýrra skipa við skipasmíðastöð í Álaborg (30.) Flugfélag íslands mun fjölga mjög ferðum til útlanda í sumar, þegar það hefir fengið hinar tvær nýu Viscount flugvélar. Er gert ráð fyrir 6 ferðum á viku í júní og 9 ferðum á viku eftir það (31.) LISTIR Bæarráð Reykjavíkur hefir sam- þykkt að kaupa höggmyndina Bjarn- arhúnar af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal (7.) Eggert Guðmundsson listmálari hafði sýningu í Reykjavík (22.) Morgunblaðið hafði allan þennan mánuð sýningar í gluggum sínum á mynaum eftir ýmsa innlenda málara. ÝMISLEGT Áfengisneyzla landsmanna nam 1,281 litra af hreinum vínanda á mann árið sem leið og er það 169 gr. minna en 1955 (2.) Um nýár voru 16.911 bílar í notk- un hér á landi, þar af helmingurinn í Reykjavík (5.) Belgiski togarinn, sem flugvél tók í landhelgi og sektaður var, áfrýaði þeim dómi. Nú fell dómur í Hæsta- rétti og var togarinn sekur fundinn og undirréttardómurinn staðfestur (9.) Kom út ný skáldsaga, Brekkukots- annáll, eftir Halldór Kiljan Laxness (14.) Vaxandi brögð eru að því að tog- arar fái tundurdufl í vörpur sínar, og er það vegna þess að þeir fiska nú á nýum slóðum þar sem áður voru tundurduflasvæði. Þessir togarar fenga tundurdufl í vörpur sínar í mánuðin- urn: Bjarni riddari, út af Malarrifi; Gerpir út af Norðurlandi (22.) og Harðbakur á Sléttugrunni (28.) Öll voru duflin virk, en sem betur fór ollu þau ekki slysum. Snarpir jarðskjáltakippir fundust víða um Suðvesturland, en mestir í Krýsivík. Þar gengu jarðhræringar með stuttu millbiii allt upp undir sólarhring. Upptök þeirra munu hafa verið í grennd við Krýsivík (26.) Hæstiréttur dæmdi leynivínsala á ísafirði í 30 daga fangelsi og 10 þús. kr. sekt, en ef sektin er eigi greidd innan 4 vikna, skyldi koma 50 daga fangelsi (27.) Stúdentaráð Háskólans hefur slitið sambandi við kommúniska stúdenta- sambandið I. U. S. í Prag (30. og 31.) Kynning var haldin á vísindastörf- um dr. Helga Pjeturss í Háskólanum að tilhlután Stúdentaráðs Háskólans (31.). (Svigatölur tákna dagsetningar Morgunblaðsins, þar sem nánari fregna er að leita). <L-^S®®®G^J> Lifstiðaratvinna VERIÐ er að reisa eina af stærstu raf- stöðvum heimsins hjá Zambesi-fljót- inu í Rhodesíu í Suður Afríku. Verða lagðar þaðan leiðslur um landið þvert og endilangt. En til þess að hægt sé að koma leiðslum þessum fyrir, verður að ryðja brautir í gegn um skógar- þykkni mjög víða og verða þessar skóg- arbrautir mörg hundruð km. langar. Nú er mönnum í Englandi jg Afríku boðin lífstíðaratvinna við þetta skóg- arhögg. Það er ekki nóg að ryðja braut- irnar upphaflega. Skógurinn leitar jafnharðan á og verður að ryðja braut- imar að nýu á 2—3 ára fresti. Þarna er því um að ræða verk, sem aldrei verður fullgert og verður um alla framtíð að hafa þar fjölda manna íiZ þess að halda skógarbrautunum við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.