Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 14
234 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS haldin var ólæknandi taugaveikl- un, skrifaði Ratana og baS hann að hjálpa sér. Hún átti heima all- langt þaðan sem Ratana bjó. Hún hafði aldrei séð hann né talað við hann. Svo segir í skýrslu prest- anna: „Svo var það eitt kvöld, að henni birtist dýrleg sýn og um leið fóru eins og straumar um allan líkama hennar. Henni létti þegar, og ættingjar hennar sáu þegar mun á útliti hennar. Síðan hefir hún ekki kennt sér neins meins, og hún gengur um allt óstudd, en áður gat hún ekki stigið í fæt- urna“. Þessi firðlækning er sams kon- ar og huglæknar framkvæma nú. Og það er alls eigi sjaldgæft að slíkar lækningar eigi sér stað. Og það er ekkert dularfullt við þetta, ef menn viðurkenna þau lögmál, sem liggja þar til grundvallar. En sálfræðingamir vildu ekki fallast á þetta. Einn þeirra skrif- aði: „Það er bersýnilegt, að Rat- ana hefir ekki getað beitt neinum áhrifum á þessa konu, þar sem hann hafði hvorki séð hana né skrifað henni“. í stað þess að við- urkenna að þessi lækning hefði átt sér stað og „konan hefði ekki kennt sér neins meins síðan“, eins og sagt er í skýrslunni, fer sálfræð- ingurinn kollhnýs í rökfræðinni og kemst að þessari niðurstöðu: „Hún hefir sýnilega verið svo hugfang- in af sögunum um þennan töfra- lækni, að vonir hennar og eftir- vænting hefir læknað hana — að minnsta kosti í bili.“ Getið þér hugsað yður aðra eins skýringu? Efasemdamennimir geta ekki neitað því, að lækningin átti sér stað, en þeir fussa við henni, líklega vegna þess að þeir eru hræddir um að ef þeir taki hana trúanlega, þá muni hrynja í gmnn allar þær kenningar, sem þeir hafa hrúgað upp. Eg skal nú snúa mér að öðru dæmi um ókunnan kraft. Fyrir nokkru var blaðið „Times of India“ með ýtarlegar sögur af því sem það nefndi „svartagaldur”, er framinn hefði verið í augsýn Maharajahans í Holkar. Galdramaðurinn var ósköp væskilslegur, um hálffimmtugt og haltur. Fyrir framan höll Mahara- jahans var raðað í eina lest 69 þungum uxakerrum (sem enginn uxi var fyrir) og voru þær bundn- ar saman. Fyrstu 50 kerrurnar voru fullar af fólki, eitthvað 12 manns í hverri. Hinar voru tómar. Þarna hafði safnast saman fjöldi forvitinna manna, því að þessi litli maður hafði sagt, að hann skyldi aleinn draga allar þessar kerrur. Rétt á eftir kom hann svo haltr- andi ásamt nokkrum trumbuslög- urum, sem gerðu mikinn hávaða. Þessir trumbuslagarar voru allir í heiðgulum klæðum og þeir sáðu gulu dufti allt í kring um sig. Þeir gengu sjö sinnum umhverfis vagnalestina, og sá halti í farar- broddi, og seinast staðnæmdust þeir við fremsta vagninn. „Galdra maðurinn“ tók í sterkt band, sem bundið var í vagnixm og togaði í. Langa vagnlestin fór á stað, en á- horfendur æptu af undrun. Fyrst mjakaðist lestin ósköp hægt, en svo kom meiri skriður á hana. „Galdra- maðurinn“ dró hana langar leiðir frá höllinni og skildi hana þar eftir. Menn álíta að „galdramaðurinn“ dýrki guðinn Malharri, sem er ætt- arguð Maharajahans, bg guðinn hafi tekið hann undir sína vernd. Sagt er að hann fasti altaf í sjö daga, áður en hann leikur þessa list. — Þetta er óbrengluð frásögn blaðs- ins „Daily Mail“ í London, en það hafði hana eftir „Times of India“. Blöðin kalla manninn altaf „galdramann” í gæsalöppum, en eg hygg að réttara hefði verið að kalla hann íakír. En það er erfitt að útlista hvað indverskur fakír er, því að það er mjög flókið mál. Það nægir að segja, að þeir hafa allir miðilshæfileika, en „galdur“ sinn segjast þeir ekki hafa frá náttúru- öflum, heldur öndum. Fakír, sem sýnir listir sínar, er venjulega á ferðalagi, en þó eru flestir þeirra starfandi við eitthvert musteri. Það má alls ekki rugla þeim saman við „Yogi“, sem eru miklu lengra komnir á því sviði. Samt sem áður eru margir fakírar svo lærðir í því að beita huliðskröftum, að vest- rænir dulspekingar komast ekki í hálfkvisti við þá. Menn verða að gæta þess að þekking fakíranna er gamall ættararfur, en vestrænir dulspekingar eru viðvaningar. Þegar fakír sýnir, er það mjög nauðsynlegt að áhorfendur fari í einu og öllu eftir því, sem hann leggur fyrir. Það er ekki vegna þess, að hér sé um sjónhverfingar að ræða, heldur er það nauðsyn- legt til þess að sýningin geti tek- ist vel. Ef út af er brugðið, getur illa farið. Um það er þessi saga, sem eg veit að er sönn: Fakír nokkur var boðinn í skála til brezkra liðsforingja. Hann sýndi þar ýmsar listir, og svo spurðu þeir hvort hann gæti hafist á loft og legið í lausu lofti. Hann játaði því og bauðst til að sýna þeim það, ef enginn færi inn fyrir þann hring, sem hann markaði sér, með- an hann væri í miðilsástandi. Þeir hétu því. Fakírinn dró nú hring á gólfið með krít, settist þar á dýnu og fell í miðilsdá. Eftir stutta stund fór hann að hefjast á loft og var alveg stífur. Það var auðvelt fyrir áhorfendur að sjá, að hér voru eng- in brögð í tafli. Þeir sátu þarna í hring umhverfis hann og þurftu ekki annað en rétta út hendumar milli hans og gólfsins. En þama

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.