Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23» var ungur liðsforingi, sem gleymdi sér og steig inn í hringinn til þess að forvitnast betur um þetta. Þá skeði ið merkilega. Honum var hrundið burt af slíku afli að hann slengdist út í vegginn, fölur og sHáifandi. Fakírinn hafði ekki hreyft sig. Líkami hans lá enn stífur í lausu lofti, nokkur fet yfir gólfinu. En innan í hringnum var eitthvað, sem ekki vildi truflun. Og þetta eitt- hvað hóf liðsforingjann á loft og þeytti honum af afli þvert út í vegg. Þegar fakírinn var farinn, var liðsforinginn spurður að því hvað hefði komið fyrir hann. Hann vissi það ekki. Hann kvaðst aðeins hafa heyrt hvin fyrir eyrum sér, og svo hefði einhver ósýnilegur kraftur hrifið sig og fleygt sér „eins og druslu“ út í hom. Hann var marga daga að ná sér eftir þetta.-------- Nokkrir hvítir menn hafa kynnst dulfræðum Austurlanda. Einn af þeim var Sir James Willcocks hers- höfðingi. Hann fór fyrst til Ind- lands 1879. Hann var yfirhers- höfðingi Norðurhersins þar 1910— 1914, og svo barðist hann í fyrra stríðinu í Frakklandi með ind- verska hernum. Árið 1926 ritaði hann grein í blaðið „Evening News“ í London og fullyrti þar að Indlahd ætti sína „sjáendur", enda þótt vestrænir efnishyggjumenn skildu það ekki og kynni ekki að meta þá. Hann fullyrti líka, að þessir „sjáendur“ væri gæddir andlegri þekkingu og beittu henni, ekki sjálfum sér til hagsmuna, heldur í þágu með- bræðra sinna. Og til sanninda- merkis um þetta sagði hann eina sögu af frænda sínum, sem hefði bjargað indverskum Brahmin í ó- eirðum. Þessi frændi hans var seinna á ferð til herstöðva sinna í Himalaja og með honum var kona hans og ung dóttir, Barnið veiktist mjög hastarlega, og and- aðist er þau áttu um tvær dagleið- ir ófamar. Þarna var ekki um neina læknishjálp að ræða, en skammt þaðan var Brahmíninn, sem maðurinn hafði hjálpað. Hann gerði sendiboða á fund hans, og Brahmíninn kom þegar. Hann lyfti blæunni af andliti líksins og þuldi eitthvað yfir því. Svo breiddi hann blæuna yfir andlit þess aftur og sagði. „Þið skuluð ekki jarða hana fyr en sex klukkustundir eru liðn- ar“. Svo fór hann. Móðirin sat grátandi yfir líki dóttur sinnar, en skömmu seinna varð hún þess vör, að blæan hreyfðist. Og allt í einu bylti bam- ið sér, eins og það ætlaði að rísa upp. Það var risið upp frá dauðum. En ef Brahmínans hefði ekki notið við, mundi það hafa verið kvik- sett. „Faðir barnsins sagði mér þetta sjálfur", segir Sir James. „Eg þekki Brahmínann líka, en þegar eg spurði hann um þetta, sagði hann ekkert nema þetta: „Guð ræður!“ (Úr bókinni Ghost Parade, eftir Stuart Martin). BRIDGE A Á K 4 ¥ Á G 10 7 5 ♦ K 4 *ÁK2 sem kröfu um slemmsögn og N hikaðl elcki með sin góðu spil og sagði 7 spaða. V sló út TD. Eins og spilin liggja hér öll á borðinu, er auðvelt að sjá hvemig á að vinna. Vandinn er eng- inn annar en sá, að drepa þriðja tígul- inn af hendi með SK og ná svo út trompunum. En S óttaðist að A mundi hafa einspil í tigli, og dró það af tigul- cögn V. Hann drap því með TÁ, náði svo út trompunum, tók svo slagi á HK og HÁ, LÁ og LK og fleygði þar af sér hjarta. Ætlun hans var að fá frislagi á hjarta í borði. En þá kom í ljós, að V gat vaj-ið HD og spilið var tapað. En spilið gat unnizt, þrátt fyrir það þótt S byrjaði á trompunum. Hann átti að spila hjörtimum öðru vísi, taka fyrst á ásinn og svo á kónginn. Þá voru þessi spil eftir á hendi: Nú á hann að taka slagi á tvö tromp (fleygir í þau laufi og hjarta úr borði) og V verður að fleygja af sér. Síðan tekui,- hann slagi á LÁ og LK, og þá verður V að velja um hvort hann vill verja H D eða T G. Fleygi hann tiglinum, tekur S slag á tígulkóng- inn og á svo fríspil heima í tigli. Fleygi V hjarta 8, þá trompar S eitt hjarta og á svo T K og H G fría í borði. A 8 D 8 6 2 D G 9 8 7 2 10 3 A 10 5 3 ¥ 4 ♦ 63 * D G 9 8 7 5 4 ♦ D G 9 7 6 2 ¥ K 9 3 ♦ Á 10 5 A 6 N hóf sögn með 1 hj. og S svaraði mcð 1 sp. V gerði þá tilraun að trufla sagnir þeirra með því að segja 3 tígla, en N sagði þá 4 sp. Þá sagði S 5 tigla Brahms tilkynnti vinum sínum eitt sinn að nú væri hann alveg hættur að semja tónverk og ætlaði að setjast i helgan stein, vegna þess hvað hann væri orðinn gamall. Skömmu síðar kemur þó eitt meistaraverk frá hans hendi, og þá sagði einn vinur hans: „Eg helt að þú værir seztur í helgan stein“. „Já, eg gerði það“, sagði Brahms, „en eftir nokkurra daga hvíld leið mér svo ágætlega og eg var svo glaður, að þetta kom alveg ósjálfrátt".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.