Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Qupperneq 16
m LESBÓK MORGUNBLAÐSINS s s Það var rétt fyrir páskahátiðina. Og kvöldmáltíð stóð yfir. Jesús sagði þá við lærisveina sína: „Nýtt boðorð | gef ég yður: Þér skuluð elska hver annan, á sama hátt og ég hefi elskað yður. Af því skulu allir þekkja, að ( þér eruð mínir lærisveinar, að þér berið elsku hver til annars. Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig | framar, en þér munuð sjá mig, því að ég lifi og þér munuð lifa“. (Jóh. 13—14). — Myndin hér að ofan er úr i helgileiknum „Maria Magdalena“ eftir séra Poul Schou og sýnir kvöldmáltíðina. Það er auðséð að farið hefir ' verið eftir hinu fræga málverki Leonardo da Vinci af kvöldmáltíðinni. Það málverk er geymt í klaustrinu Santa J Maria dello grazio í Milano. í s s s s s s s SYGNAKLEIF — SYGNAHLEIN Auðsætt er af frásögn Landnámu hvar Vébjörn Sygnakappi hefir brot- íð skip sitt, enda hafa geymzt munn- mæli um skipbrot kappans. Klettur sá, sem nefndur er Sygnakleif í Land- námu, en nú venjulega nefndur Sygna- hlein, er á yztu takmörkun Almenn- inga vestari. Á Sygnahlein situr steinn, sem er hið mesta bjarg, og segja munnmælin, að bjargi því hafi Vé- björn komið fyrir á klettinum, svo að hann gæti fest þar böndum til þess að koma skipshöfn sinni yfir. Bjarg þetta er vart nokkrum mennskum manni fært til flutnings, og mun svo um það, sem fleiri steina þá er forn- mannatök nefnast, að önnur sterkari öfl hafa komið því á hlóðir. (Homstrendingabók). VILHJÁLMUR SIGURÐSSON bróðir Símonar „æ-jú“, bjó á Stóra Hólmi í Leiru á seinni hluta 19. aldar. Vilhjálmur var nafnkenndur fyrir fyndni, háð og neyðarleg tilsvör. Ein- hverju sinni er hann kom sjóveg úr Keílavík og hafði verið að leggja inn fisk, og Björn og Bjarni synir hans voru með, tók karl eftir því, að þeir voru að eta eitthvað úr bréfstikli og spyr: „Hvað eruð þið að eta, strákar?“ „Rúsínur“, segja þeir. „Finnst ykkur það ekki vera nokk- uð dýrt skepnufóður?" — (ísl. Gíslas.) ÞESSA VÍSU kvað Guðmundur I. Guðmundsson suður hjá Höfðaborg í Afríku, er hann var í hvalvinnu hjá Ellefsen þar syðra: Blóm upp gróa úr gulum sand geisla þróuð báli, felur skógur fagurt land fram að sjóarmáli. (M. G.: Á Hvalveiðastöðvum),

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.