Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 1
Þorður Tómasson, Vallatúni: Óðinn í eldi og skýjum TIL ER þjóðsaga um mann, sem Grímur hét. í forboði annarra lagði hann út í myrkaél með þessi orð á vörum: „Öll él birtir upp um síðir.“ Hann varð samt úti í því éli og kallaðist síðan Élja-Grímur. Margar þjóðsögur fela í sér tilraun til skýringar á óljós- um atriðum. Ekki þarf svo að vera um þessa sögu en þó er hún grunsamleg. Til skamms tíma hafa menn brugðið því fyrir sig hérlendis að kalla éljagarra af útsuðri Élja-Grím. Oft var sagt eitthvað á þessa leið í byrjun éls: „Nú er hann Élja-Grímur farinn að hrista úr skjóðunni.“ Vera kann að sagan um Élja-Grím, sem úti varð, sé aðeins skýring á umræddu heiti útsynningsins. Mannsheitið Grímur hefur verið algengt hér á landi, allt frá forn- öld. í Landnámu eru einnig taldir forfeður landnámsmanna með því nafni og munu einna nafnkenndast- ir þeirra hinn byrsæli Grímur loð- inkinni og Veðrar-Grímur, faðir Björns bunu, sem áhrifamestu ís- lendingar á söguöld voru af komn- ir. í samsettum orðum gætir Grímsnafns mjög: Hallgrímur, Grímólfur, Grímkell, svo að dæmi séu nefnd. Þá mun kvenmanns- nafnið Gríma nokkuð notað hér á söguöld. Athyglisvert er, að flest- ar konur, sem þekktar eru með því nafni, eru kenndar við galdur og forneskju. Nú er það alkunna, að í íslenzkum mannanöfnum er fólg- inn hafsjór af hugmyndum Ásatrú- ar. Goðum hennar eru fjölmörg nöfn tengd, einkum þó Ása-Þór, en mörg nöfn önnur standa, að upp- runa, í órofa sam'bandi við heið- inn dóm. Forn trú var það, að menn tækju hamingju eftir þeim, sem nafn þeirra var leitt af, og munu heiti goðheims, þar, ekki hvað sízt, hafa verið giftudrjúg. í Grímnismálum Sæmundar- Eddu eru nöfnin Grímnir og Grím- ur talin til heita Óðins. Áð því athuguðu, virðist heimilt að telja hina miklu notkun Grímsnafns á söguöld standa í sambandi við átrúnað á nafn og veru Óðins. Líklegt er, að til sama átrúnaðar megi rekja tilveru Élja-Gríms sem enn stendur í skýjum himins með skjóðu sína og eys úr henni högl- um yfir hauður og haf. En Élja- Grímur á sér nákomna frændur. í norskri þjóðtrú kemur fyrir nafnið Ildgrim á vætti, sem á sér bústað í eldi heimilis. Að fornu munu hon- um hafa verið færðar fórnir af öll- um mat, sem var á eld látinn. Slík- ar matfórnir hafa líka verið færðar hér á landi. Til skamms tíma létu íslenzkar eldakonur nokkur korn falla niður í eldinn, er þær sáðu út á pottinn. Mannsnafnið Eldgrímur hefur verið til í fornöld, en harla fágætt, því aðeins mun kunnugt um einn mann, sem það hefur borið, Eld- grím á Eldgrímsstöðum í Borgar- firði. Örugga heimild hefi ég ekki fyr- ir því, að þetta nafn hafi verið til í íslenzkri þjóðtrú, sem vættar- heiti. Þó má benda á a. m. k. eitt atriði í bókmenntum íslendinga, sem leiðir líkur að því, að það hafi viðgengizt hér á landi. Séra Jón Steingrímsson greinir í ævisögu sinni frá draumi, sem hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.