Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 2
254 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS dreymdi fyrir Skaftáreldum. ó- kenndur maður, grár af hærum, kemur í mannfagnað Síðubænda og spáir heimsslitum. Séra Jón spyr hann að nafni og fær það svar, að hann heiti Eldriðagrímur. Af framhaldi draumsins er auðrað- ið, að draummaður sr. Jóns er tákn eða andi hins ægilega jarðelds, því för Deggja liggur um sömu slóðir, og áður hafði Eldriðagrímur fetað þá braut í jarðeldum árið 1112. Nafn draummanns er of sérstætt og fomeskjulegt til þess að það geti verið út í bláinn. Raunar munu sumir segja, að til annars séu meiri líkur en þess, að eldgoð Ásatrúar vitji sr. Jóns Steingríms- sonar í draumi, en hér á við orð- takið gamla: „Fátt er rammara en forneskjan.“ Af ævisögu sr. Jóns verður ekki ráðið, hvort nafn draummanns er honum áður kunnugt. í Landnámu er saga um sýn Sel-Þóris á Rauðamel ytra fyrir eldsuppkomu í grennd við bæ hans. Milli Sel-Þóris og séra Jóns Steingrímssonar er um 800 ára bil, þó em sýn annars og draumur hins ekki með öllu af ólíkum toga. Frásögn Land- námu er á þessu leið: „Þá var Þórir gamall og blindur, er hann kom út síð um kvöld og sá, að maður reri utan í Kaldárós á járnnökkva, mikill og illilegur, og gekk þar upp til bæjar þess, er í Hripi hét, og gróf þar í stöðulshliði. En um nótt- ina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin.“ Þess ber að gæta, að sýn Sel- Þóris er skráð tveim til þrem öld- um eftir dauða hans og kann að hafa orðið fyrir kristnum áhrifum. Hér skal ráð fyrir því gert, að „maður“ Sel-Þóris hafi verið goð- kynjuð vera. Sagan segir, að hann hafi verið mikill og illilegur. Þann- ig myndi heiðinn maður ekki hafa lýst neinu átrúnaðargoði sínu, en viðhorf kristins höfundar til þess hefur að sjálfsögðu verið allt ann- að, enda sjást þess víða glögg merki. Það eitt er víst, að orð heið- inna manna um jarðeld í ölfusi, er rætt var um kristnitökuna árið 1000, sýna ótvírætt, að þeir töldu hann verk goða en ekki jötna eða annarra vætta. Skal þá horfið frá Eldriðagrími sr. Jóns og manni Sel-Þóris. En ekki eru öll kurl komin til grafar, með Grímsnafnið. Allir íslendingar kannast við draum Flosa á Svínafelli eftir Njálsbrennu. í draumnum þóttist hann vera staddur að Lómanúpi og sjá upp til núpsins, sem opnað- ist, og gekk maður út úr honum í geithéðni og hafði járnstaf 1 hendi. Hann fór kallandi og kallaði á brennumenn, suma fyrr en suma síðar, eins og gerr segir frá í draumnum. Flosi spurði hann að nafni, en hann nefndist Járngrímur og kvaðst fara skyldu til Alþingis. „Hvað skalt þú þar gera?“ sagði Flosi. Hann svaraði: „Fyrst skal ég ryðja kviðu, en þá dóma, en þá vígvöll fyrir vegönd- um.“ Að lokum laust hann niður stafnum og varð brestur mikill. Síðan gekk hann inn í fjallið, en Flosa bauð ótta. Á þennan hátt er meginefni þessa stórfellda draums. Hér skal ekki sérstaklega gert ráð fyrir því, að Flosa hafi í raun og veru dreymt hann. Þræðir hans hafa verið raktir sundur, útlend og innlend föng talin fram, en nafni draummanns hefur verið lítill gaumur gefinn. Þó er það eitt merkasta atriði hans. Höfundur Njálu var kristinn, en samt tel ég lítinn vafa leika á því, að Járn- grímur draumsins sé Óðinn Ásatrú- ar, eða arftaki hans í draumum síðari alda, dauðinn. í nafni Járn- gríms felst sú trú heiðins dóms, að Óðinn ráði fyrir örlögum vopnbit- inna manna. En öðrum þræði gæti draumurinn tæpt á þeirri fornu skoðun, að dauðir menn fái bústað í björgum. í Sturlunga sögu segir frá því, að Guðmundur guðiþekkur, Gunn- arsson, á Ásgrímsstöðum í Hegra- nesi gekk til Miklavatns að veiða fiska aðfangadag jóla. „Og um kveldið, áður hann fór heim, tók að dimma mjög. Þá gekk maður að honum, mikill og ákaflega þrek- legur. Hann var í kufli og lét slúta hattinn. Guðmundur spurði, hver hann væri. Hann kvaðst Járngrím- ur heita. „Hvert skaltu fara?“ sagði Guðmundur. „Upp í Hornskarp“, sagði hann, „og þaðan til Akra og þaðan vestur til Línakradals.“ Síð- an gekk hann á brott. Guðmund- ur leit eftir honum og sá, að svört bót var milli herða honum. Fór Guðmundur heim og vissi ekki til manna, er hann sá Ijós og menn.“ Mannvíg komu í kjölfar þessa at- burðar, á Hornskarpi og Akri. Vel má vera, að höfundur Njálu hafi heyrt þessa atburðar getið og nafn draummanns sé af þeirri rót runnið. Járngrímar tveir koma hér við sögu, og beggja hlutverk er bundið við vígaferli. en þá er líka, að heita má, allt sameiginlegt upp- urið. Eg held, að höfundur Njálu hafi ekki þurft að fara í þessa smiðju að leita sér efnis. Járn- grímur var honum tiltækur í lands- þekktri þjóðtrú þrettándu aldar. Eg hefi minnzt á Élja-Grím, Eld- grím og Járngrím og reynt að færa líkur að sameiginlegum uppruna þeirra. Bilið milli fornaldar og nú- tíma er oft undramjótt, þegar að er gáð. Til skamms tíma hefur lif- að hér góðu lífi þjóðtrú landnáms- aldar, komin frá Noregi í önd- verðu, og heldur enn víða velli. Fram um síðustu aldamót felldu íslenzkir skipasmiðir „blótspón“ aí hverju tré, sem þeir tóku til skipa- smíða. Því er sízt að furða, þótt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.