Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK mORGUNBLAÐSINS 255 Gömul lík í mómýrum GREIN ÞESSI er eftir Geoffrey Bibby, sem nú starfar við forn- leifasafnið í Árósum í Danmörku. Hann er enskur og stimdaði nám í Cambridge-háskólanum, en eftir seinni heimstyrjöldina kvænt- ist hann danskri konu og settist þá að í Danmörku. Síðan hefir hann tekið þátt í ýmsum fornleifarannsóknum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Skotlandi og Englandi. — í Lesbók Morgun- blaðsins 1. tbl. 1954, er nokkru ýtarlegri frásögn af Tollund- manninum. AÐ VAR í maímánuði 1950 að fornfræðingur stóð augliti til auglitis við mann, sem hafði verið uppi fyrir 2000 árum. Og síðan hafa rúmlega 200.000 manna séð tvo menn og stúlku, sem sennilega hafa verið samtíðarfólk Júlíusar Cæsars og Krists. Peter Glob prófessor gróf upp báða mennina. Hann var að kenna í háskólan- um í Árósum, er honum barst boð um, að lögreglan í Silkeborg vildi fá að tala við hann í síma. Og erindið var að skýra honum frá Élja-Grímur sitji enn að völdum, ábúðarmikill og máttugur sem fyrr. Sitthvað bendir til þess, að hug- myndir manna um Élja-Grím hafi snemma blandazt þeirri eldfomu vættatrú, sem lifað hefur góðu lífi með Ásatrú og kristnum dómi hér á landi og víðar, ef þær eru þá ekki frá henni runnar. Samkvæmt henni áttu sér allir hlutir sál eða anda, loft og eldur, vötn og viðir, hólar og hamrar, svo að eitthvað sé nefnt. Fram á þessa öld hafa vatnsand- ar og loftandar lifað sæmilegu lífi, helgir viðir lifa enn ofan moldar og bann- eða álagablettir, eru til í hverri sveit á íslandi. Ýmsu mætti hér við auka, en við svo búið skal sitja að sinni. Um leið og ég lýk við þessa hugaróra um heiðinn dóm, bylur kornél á baðstofuglugg- anum og móðir mín hefur yfir gamla vísu: Grímur élja úti er okkur selja kornél fer. Þrýtur elja þykir mér, þegar hann belja gerir hér. 28. jan. 1957 því, að menn sem vora að taka upp mó í grend við Tollund, hefði komið niður á lík af manni. Síðar hefir Glob prófessor sagt þannig frá þessum degi: „Eg brá skjótt við og hélt til Tollund Mose, en það er mjótt mó- mýrardrag milli tveggja brattra hæða um miðbik Jótlands. í mó- gryfjunni og í hér um bil 7 feta dýpt, lá krepptur maður, að hálfu leyti inni í móstálinu. Fótur og öxl stóð út úr og var gjörsamlega órotið, en skinnið orðið brúnt, hafði dregið í sig lit úr mónum. Við gróf- um varlega þar í kring og brátt kom höfuð í ljós, hneigt niður á bringu. Um það er fór að rökkva, var maðurinn kominn fram. Hann var með kreppt hné og kreppta hand- leggi, og lá á hliðinni eins og hann hefði lagt sig til svefns. Augun vora lokuð, á enninu vora hrukkur og einhverjir drættir um munninn, eins og hann væri ekki vel ánægð- ur með það að ró hans hafði verið raskað. Þegar í stað var auðséð, að hann hafði hvílt þarna í 2000 ár. Um það bar vitni sjö feta þykkt mólagið, sem hafði myndast ofan á honum um aldirnar .... “ Með mestu nákvæmni var líkið nú aftur hulið mó, en síðan var öll mófyllan með því tekin og sett í trékassa, svo hægt væri að flytja manninn á Þjóðminjasafnið í Kaup- mannahöfn. Höfuð Tollund-mannsins, sem nú er geymt í safni. Þegar líkið var nú rannsakað þar, kom í ljós að það var allsnak- ið. nema hvað skinnhúfa var á höfði, ólarbelti um miðju og bútur af hengingaról um hálsinn. DÉTTUM tveimur árum. seinna var Peter Glob aftur kallaður til þess að athuga lík, sem fundist hafði í mógröf, skammt frá þorp- inu Grauballe og ekki nema nokkra kílómetra frá Tollund. Þar höfðu tveir menn farið að taka upp mó snemma á laugardagsmorgni, og er gröfin var orðin sex feta djúp, komu þeir niður á höfuð af manni. Glob fór rakleitt á staðinn, og sá þá hvar alveg óskemmt manns- höfuð stóð út úr bakkanum. Hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.