Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 6
258 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS getur um tvenns konar dauðarefs- ingar. Segir hann að liðhlaupar skyldi hengjast, en þeim, sem dæmdir væri fyrir hugleysi eða óþokkaskap, skyldi drekkt í forar- dýum. í öðru lagi segir hann frá því, að á Jótlandsskaga og norðan- verðu Þýzkalandi hafi menn dýrk- að sáðgyðju, sem þeir nefndu Nerthus. Á hverju vori, áður en sáning hófst, var líkneskju hennar ekið um akrana í vögnum, sem ux- um var beitt fyrir. Eftir þessa at- höfn skyldi líkneskjan þvegin og vagninn, en þeim, sem það gerðu og höfðu fengið að sjá auglit gyðj- unnar, skyldi launað með lífláti og líkum þeirra fleygt í tjörn. Er ekki útilokað að samband sé milli þessá siðar og líkfundanna í mómýr- unum. Það getur verið að báðar ágizk- anirnar séu réttar, en það getur líka verið, að báðar sé rangar. En eitt vitum við með vissu, að fyxir 2000 árum var sams konar fólk í Norður Evrópu og nú er þar. Þeir, sem koma að sjá líkm í söfn- unum, munu undrast hvað þau eru lík mönnum nú. Þetta hafa ekki verið neinir villimenn, heldur menn eins og eg og þú. t_^’’ö®æœcr^í Skrifstofuþjónn kom of seint til vinnu. Húsbóndinn var æfur og lét skammirnar dynja á honum fyrir kæruleysi. Hinn ætlaði að afsaka sig og sagði: — Þér hafið nú svo oft skammað mig fyrir að vera altaf að líta á klukk- una í vinnutímanum, að nú hefi eg gleymt að líta á hana heima, <L-»'ð®®®G>>^J LEDDRÉTTING — A bls. 242 í sein- ustu Lesbók urðu nokkrar háskalegar tölu villur, sem menn eru beðnir að leiðrétta. Ein milljón er táknuð með 106, ein biljón (er sumir kalla miljarð) er táknuð með 109. Og seinasta veldis- vísatalan á þeim stað á að vera 11.105. Álagableftir VeiðibÖnn í Laugardal ÞESSAR tvær sögur hafa ekki farið margra milli. Fyrri söguna sagði mér maður sá, sem lagði silunganetin í Móvík, en seinni söguna sagði mér Böðvar hrepp- stjóri á Laugarvp.tni og man hann vel atburðinn. — J. K. Ó. BÆRINN Útey í Laugardal stend- ur austan við Laugarvatn og er eini bærinn, sem á land að báðum vötnunum, Laugarvatni og Apa- vatni og er veiði stunduð í þeim báðum, eftir því, sem henta þykir. En í Apavatni er dálítil vík, fyrir austan Austureyjarnes, sem kölluð er Móvík og austan hennar lítið klettanef, sem kallast Litlanef, en 1 Móvík mátti ekki leggja silunga- net því að huldufólkið í klettunum í Litlanefi á að fá að veiða þar óáreitt. Nú var það einu sinni að vinnumaður frá Útey lagði net sín í víkina, en hvort hann veiddi nokkuð, er ég búinn að gleyma, en morguninn eftir lá vetrungur dauður á básnum án þess séð yrði hvað honum hefði orðið að grandi. o—O—o Á VATNINU hjá Laugarvatni halda sig að jafnaði ein álftahjón og verpa þar í grend og fá að vera í friði með egg sín. Þegar vatnið leggur halda álftirnar sig á Hvera- opnunni, sem svo er nefnd. Þau ummæli fylgja veru álftanna þama, að þær megi ekki skjóta. Þegar Magnús bjó á Laugar- vatni, faðir Böðvars hrepp- stjóra, sem bjó þar eftir hann, var þar vinnumaður sem Gúðjón hét. Á haustin var hann oft á rjúpna- veiðum. Dag einn gekk honum venjufremur illa. Um leið og hann gekk heim þann dag, skaut hann aðra álftina á Hveraopnunni og tók hana heim með sér. Magnús bóndi var úti staddur, er Guðjón kom. Varð honum þá að orði: „Þetta gaztu nú látið vera“. Var svo ekki meira um þetta fengist. Brynjólfur, sonur Magnúsar var þá enn í föðurgarði. Hann gengdi hestum, sem voru í hesthúsi vest- ast í bæarhúsunum. Morguninn eftir gaf hann hestunum eins og venjulega og lagði hurðina laus- lega fyrir að innan eins og hann var vanur, var það og algengur siður víða og gert meðfram til þess að auka loftræstingu í hesthúsun- um. Skömmu síðar kom Brynjólf- ur svo aftur til hesthússins, þá hafði einn hesturinn rekið höfuðið út fyrir ofan hurðina og hengt sig svo að hann var steindauður, er að var komið. J. K. Ó. n • ■ »| • Smjorliki ÞAÐ VAR fyrst búið til í Frakklandi á úrunum 1866—67. Hermálaráðherr- ann, sem þá var, var 1 vandræðum með smjör handa flotanum, og leitaði því ráða til efnafræðingsins Mége- Mouries um, hvort hann gæti ekki blandað saman ýmsum fitutegundum, svo að þær líktust smjöri, en kostuðu þó ekki eins mikið. Mége-Mouries tókst það; en ekki var þetta smjör- líki notað verulega fyrr en 1870—71, einkum meðan París var í umsát. Síðan breiddist smjörlíkisfram- leiðsla óðfluga út. Var í fyrstu lítt vandað til hennar, er fram í sótti. Fyrst var aðallega notuð ný nauta- tólg, aðallega gerð úr nýrnamör, en sícan var farið að nota hvers konar feiti, úr hestum, svínum, hundum og blandað með allskonar olíum úr jurta- ríkinu. Smjörlíki fluttist fyrst til íslands um 1885. Það var danskt smjörlíki og þótti ekki gott. Miklar breytingar hafa orðið á framleiðslu þess síðan, svo að nú er smjörlíki orðið á borð við gott smjör á bragðið og hefir jafn- vel meira næringargildi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.