Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 263 Smásagan: TÖFRABÆKUR Eftir DAN WHITE VIÐ Barbara litum raunalega hvort á annað um leið og við brögðuðum á þeim drykk, sem Júgóslavar kalla te. Við kyngdum sínum gúlsopanum hvort og litum svo aftur hvort á annað. „Það er laglegt ástand hjá okkur“, sagði Barbara, „komin úr öskunni í eld- inn“. Hún saup annan sopa af teinu, gretti sig og skvetti svo afganginum undir borðið. Eg kippti að mér rennvotum fætinum og glotti. Við sátum þarna á veitingapalli utan við gistihús í Skoplje, sem einu sinni var höfuðborg í ríki sem hét Serbía. Hálfum mánuði áður höfðum við verið í sams konar gistihúsi í Trieste. Ung og áhyggjulaus höfðum við ákveðið þar að fara gangandi yfir Júgóslavíu til Istanbul. En það var aðeins byrjun- in. Þegar við vorum komin tíu stunda ferð frá Trieste, urðum við fyrir bíl á veginum sem liggur irúlli Trieste og Belgrad. Til allrar hamingju sluppum við við beinbrot, en við urðum að liggja með okkur. Hann varð skrítinn á svipinn þegar við sögðum honum frá hestinum og borðinu. „Eg þekki kaupmanninn“, sagði hann, „þetta er mesti bragðarefur. Hann hefir hestinn í búðinni til þess að hæna að sér ferðamenn. Borðið kannast eg líka við. Hvað borguðuð þið fyrir þetta?“ „Ekki eins mikið og þig mun gruna“, sagði eg. „Eg er útfarinn í slíkri verslun“. Og svo skýrði eg honum frá hvemig eg hefði farið að. „Setjum svo að þú hafir borgað 10 dollara fyrir hestinn“, sagði haxm. „En hvað borgaðir þú mikið þar fram yfir?“ Eg sagði honum það. „Grunaði mig ekki?“ sagði hann vikutíma í fátæklegum sveitarbæ, og þar var þefill geit inni hjá okkur, og geitur eru ekki þægilegir svefnher- bergisfélagar. Þegar við þóttumst ferðafær, lögðum við á stað til Belgrad og fengum þá að sitja á uxakerru. Á leiðinni uppgötv- uðum við, að horfið var seðlaveskið okkar. Hinn vingjarnlegi bóndi hafði víst stolið því, eða þá hin elskulega kona hans. Þetta óhapp þýddi, að vasa- peningarnir urðu að nægja okkur til Istanbul, en það voru 2000 dinars — og hver dinar er á móts við 5 aura að verðgildi! Við breyttum þá ferðaáætlun og stefndum rakleitt til Saloniki og vorum gangandi. Hvað eftir annað villtumst við. Það er mjög auðvelt, og ekki gott að spyrja til vegar. Hvernig heldurðu að þú færir að því að spyrja um leiðina til Kostanjevica na Krki? Að lokum komumst við til Skoplje, og þar þurftum við að fá vegabréfs- áritanir hjá konsúlum Grikkja og Tyrkja. Við fórum fyrst til þess gríska, en hann kvaðst ekki rita á vegabréfin og hló. „Þú hefir borgað allt of mikið fyrir borðið. Eg ber gott skynbragð á þetta. Og eg segi þér það alveg satt, að þú hefðir fengið sams konar borð í dýrustu verslun- inni í París fyrir 50 dollara lægra verð“. Mér þótti hann heldur drjúgur af þekkingu sinni. En eg hló og Jean hló líka og við skemmtum okkur vel við borðið. „Við eigum eftir að launa þér fyrir að þú aðvaraðir okkur“, sagði eg. „Við skulum senda þér smágjöf". Daginn eftir fórum við frá París. En áður en við færum náði eg í sendiferðabíl. Eg vona að vini okk- ar hafi þótt vænt um að fá hest- inn. fyrr en konsúll Tyrkja hefði gert það. Þá löbbuðum við til tyrkneska kon- súlsins, en hann átti heima í hinum enda borgarinnar. Þegar þangað kom, var okkur sagt að nú væri einhver Múhamedshátíð og mundi standa í þrjá daga, og þess vegna væri konsúllinn ekki við. 1 þrjá daga urðum við svo að ráfa fram og aftur um steinlögð stræti borgarinnar, en um nætur sváf- um við undir laufkrónu fíkjutrés, til þess að spara dinarana. Svo kom að því að við hittum tyrk- neska konsúlinn. Hann vildi íá myndir af okkur. Við fórum því út á götu og létum strætisljósmyndara taka skyndi- myndir af okkur. Að því búnu íengum við áritun, og urðum heldur fegin. En gríski konsúllinn lét okkur bíða fjórar stundir í greinarleysi, áður en honum þóknaðist að tilkynna okkur, að hann þyrfti að fá myndir af okkur. Eftir langa mæðu var þessu þó lokið, og við vorum frjáls að fara úr landi. Nú virtist ekkert því til fyrirstöðu að við löbbuðum rakleitt til landa- mæranna og inn í Grikkland. Þó var ofurlítill hængur á. Dvalarleyfi okkar í Júgóslavíu var út runnið fyrir hálfum mánuði. Að vísu var það merki þess, að við ættum ekkert erindi þar í land- inu, en hvernig áttum við að komast hjá því að verða handtekin við landa- mærin? Hér var að vísu ekki eftir neinu að bíða. Við lögðum því þunga bakpok- ana á bakið, röltum yfir stóra brú, fram hjá torginu og musteri með mörgum mjóturnum, og komumst svo út á ryk- ugan veginn, sem liggur til Saloniki. Þegar við vorum komin út úr borg- inni fórum við að bollaleggja um hvernig við ættum nú að komast úr landi, án þess að geta sýnt dvalar- leyfi. „Við getum skriðið yfir landamær- in í myrkri, langt frá varðmönnunum", sagði Barbara. „Nei,“ sagði eg stuttlega og við held- um áfram. Eftir nokkra stund kom hún með aðra tillögu: „Eg get reynt að brosa framan í landa mæraverðina". „Nei“, sagði eg og var nú stuttur í spuna. Nokkru seinna náði okkur feitur og meinleysislegur bóndi, akandi 1 múl- asnakerru. „Gevgelia?" sagði eg. „Ertu að fara til Gevgelia?" Hann svaraði engu, og þar sem þögn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.