Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 14
266 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það deilt, hvenær svo muni komið. Svartsýnismenn halda að þessa verði skammt að bíða. Þeir halda því fram, að nú gangi öll bjarg- ræði til þurrðar (jafnvel vatn) og svo muni fara að mannkynið hafi ekki á neinu að lifa nema því sem það getur ræktað á jörðinni. Aðrir jafn fróðir menn halda því fram, að hin öra mannfjölgun sé tákn mikillar lífsorku, en þetta muni jafnast áður en komið sé á heljar þröm. Öllum þessum mönnum virðist sjást yfir mjög veigamikið atriði. Höfuðspurningin er ekki sú, hvað jörðin muni geta framfleytt mikl- um fólksfjölda, heldur hin, hvað þéttbýli má vera mikið til þess að menn geti lifað góðu lífi. Það er furðulegt hve margir af þeim mönnum, sem um þetta mál hafa rætt, hafa gleymt þessu atriði, gleymt því að einstaklingsfrelsi, útivist, fegurð, einvera, tilbreyting og margt annað, er nauðsynlegt til þess að mönnum geti liðið vel. Það ætti að vera augljóst, að því meir sem fólkinu fjölgar og það hnappast saman, og því meir sem að sverfur um eðlileg bjargræði, því fremur neyðast yfirvöldin til þess að skerða frjálsræði manna. Það er ekki vegna þess að stjórn- imar sé á móti frelsi, heldur neyð- ast þær til að gera þetta og tryggja með því afkomu allra. Afleiðingin verður „mauraþúfan“, þar sem ríkið tekur að sér að sjá þegnun- um fyrir daglegum nauðþurftum, en verður jafnframt að ráða yfir öllum athöfnum þeirra. Hvað er þá orðið af sambandi mannsins við náttúruna? Nú má segja að sumir forvígis- menn mannkynsins hafi ekki látið náttúruna sig neinu skifta. En hin- ir eru þó mörgum sinnum fleiri. Skáld allra þjóða á öllum tímum, flestir málarar og myndhöggvarar, megmþorri allra rithöfunda, hug- sæismenn og mestu vísindamenn allra tíma, hafa haft innilega þörf fyrir samband við náttúruna. Þeir hafa haft ómótstæðilega löngun til þess að horfa á fegurð himins og jarðar, horfa á trén, blómin og dýr- in, hlusta á þyt haustvindanna og brim og bárugnauð við kletta og sanda. Ef slíkum mönnum er mein- uð sambúð við náttúruna, er fótum kippt undan hugmyndaflugi þeirra og skapandi hugsun. Hve lengi fær hið hraðvaxandi mannkyn notið fegurðar? Sagan kennir oss að tvær hafa verið upp- sprettur þeirrar fegurðar, sem mannkynið hefir notið, náttúran sjálf, og þau listaverk, sem hún hefir hvatt hug og hönd manna til að skapa. Hvar eiga menn að leita fegurðar, ef mannkynið þekur nær alla jörðina og er undir ofstjórn, sem vanhelgar alla fegurð? Það er varla hægt að komast hjá þeirri ályktun, að of margt fólk og nægi- leg fegurð geti ekki farið saman. Og hvað er um einkalíf í fjöl- menni? Einkalífið er frelsi undan glápi annara, truflunum og íhlut- un, hvort sem um er að ræða hugs- anir, tilfinningar eða gerðir. Þegar menn eru út af fyrir sig skapast hjá þeim hinar merkilegustu og frumlegustu hugsanir. En hverjir hugsa um slíkan frið nú á dögum, þegar miljónir manna hnappast saman á litla staði, þótt nóg sé svig- rúm annars staðar. Þarfirnar eru misjafnar. En gott þjóðfélag verður að sjá þegnum sínum fyrir fleira en beinum lífs- nauðsynjum, svo sem frelsi, nátt- úrufegurð, einkalífi og skilyrðum til að fullnægja ævintýraþrá sinni. Því má segja, að jörðin sé ekki of- setin, meðan allir menn geta not- ið þessa. En þeir, sem tala um offjölgun mannkynsins, ganga alveg fram hjá þessu. Þeir hugsa aðeins um það, hvað jörðin geti satt margar þúsundir miljóna manna. Og til þess að drýgja matinn, eru sumir farnir að tala um sag og svif til manneldis. Með því að koma á „svif-búskap“ með ströndum fram og á flekum úti á hafi, þar sem menn neyti þeirrar minnstu nær- ingar sem getur framfleytt lífinu, gera þeir ráð fyrir að á jörðinni geti lifað 200 þúsund miljónir manna — ef þá er hægt að kalla slíkar verur menn. Sumir taka enn dýpra ' árinni. Brezkur eðlisfræðingur J. D. Bernal heldur að hægt s . ð ráða fram úr matarskortinum með því að framleiða eitthvað ætilegt úr kolum, kalki og vatni. Um þessa hugmynd segir Berrill dýrafræð- ingur hæðnislega, að nú geti mann- kyninu fjölgað svo á jörðinni, að allir verði að sitja til þess að kom- ast þar fyrir. En ef það er takmark mannkynsins að fjölga sem mest, þá er hér fundin úrlausn. Varla getur það þó talist eftirsóknarvert, að hlaða niður svo mörgum börn- um, að þau hafi ekki annað en sag, svif, þang og gerfifæðu til þess að lifa á. Eða er það eftirsóknarvert líf? Sumir halda því fram, að mann- ^ynið geti takmarkað viðkomu sína, ef það vilji. En þá koma aðrir og segja, að slíkt gæti verið hættu- legt, því að þá fæðist færri mikil- menni, því að mikilmenni sé viss hlutfallstala mannanna, og eftir því sem mannkyninu fjölgi, eftir því fjölgi mikilmennunum og því meiri verði framfarirnar. Sagan sýnir oss þó annað. Það virðist svo sem í Aþenu hinni fomu, Alexandríu, Florence, Cor- dova og París á miðöldum hafi ver- ið miklu fleiri mikilmenni en nú eru í London og New York, að ekki sé talað um borgir eins og Kanton eða Kalkutta. Meðan enn var tiltölulega fátt fólk á Ítalíu, Þýzkalandi, Bretlandi, Hollandi og k ft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.