Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 267 Persíu (um eitt skeið) virðist þar hafa verið hlutfallslega miklu meira af mikilmennum en nú eru meðal hinna hámenntuðu stór- þjóða. Frumlegt ráð til þess að koma í veg fyrir offjölgun, er að finna í bók eftir Lin Yutang, þar sem hann lætur einn af íbúum hinnar ímynduðu eyar Thainos segja: „Ráðið er afar einfalt. Við höfum hér stighækkandi skattá. Eftir því sem fjölskyldan er stærri, eftir því eru skattarnir hærri. Það dugar!“ Sennilega yrði þetta ráð ekki auðvelt er á reyndi. En þá kemur dr. Fritz Zwicky fram með nýa hugmynd. Þegar jörðin er orðin of þéttsetin, sprengja menn stórar fyllur úr jarðstjörnunum, svo sem Júpiter, Satúrnusi og Neptúnusi, og skapa úr brotunum hundruð nýrra hnatta, sém mjög líkjast jörðinni um loftslag og hreyfingu, og festa svo byggð á þessum hnött- um. Er nú hægt að hugsa sér sundurleitari heilræði mannkyninu til handa, en að það skuli takmarka barneignir, eða að það skuli um- turna sólhverfinu og nema land á nýum hnöttum? Fyrir nokkrum árum var því haldið fram, að engin stórþjóð mundi vilja að fæðingum fækkaði, hversu annt sem stjórn hennar kynni að vera um hag þegnanna, vegna óttans við það að önnur fólksfleiri þjóð mundi geta borið sig ofurliða. En síðan vetnis- sprengjan kom til sögunnar, er þessi ástæða fallin um sjálfa sig. Og eftir því sem nú horfir, er ó- líklegt að mannkynið komist hjá þeirri orrahríð, er afstýrir offjölg- un, að minnsta kosti í bili. Þrátt fyrir það er vandamálið mikla óleyst. Annað hvort fjölgar mannkyninu stöðugt og það býr við æ lakari kjör, eða að viðkom- unni er haldið í skefjum og lífið verður æ fegurra og betra. Hér er ekkert undanfæri, það er ekki nema tvennt til. (Úr „The Saturday Review“). t_-^ö®@®G'"^> Blýantar BLÝANTARNIR halda enn velli, þrátt fyrir harða samkeppni kúlu- pennanna. Og meira er nú framleitt af blýöntum en nokkru sinni fyr. Fyr- ir stríðið voru notaðir þrír blýantar að meðaltali á ári á hvert mannsbarn í Bretlandi. En nú hefir talan hækkað upp í fimm. Talið er, að fyrstu blýantar í heimi hafi verið búnir til í Borrowdale í Kumbaralandi. Ekkert „blý“ er í blýöntum, heldur eru þeir úr grafit, en það er sérstakt kolefni. Eina not- hæfa grafítnáman í Englandi fannst hjá Borrowdale á 16. öld og þá var farið að framleiða blýanta þar. Þó var nú grafítið fyrst notað aðallega 1 steypumót fyrir fallbyssukúlur. Síðan 1880 hefir ekki fengist neitt nothæft grafít í blýanta hjá Borrow- dale. Grafít er því flutt inn frá Mexiko, Ceylon, Kóreu og Madagaskar, en við- urinn í blýantana kemur frá Norður- Ameríku og Austur-Afríku. Og í Kes- wick í Kumbaralandi eru enn mestu blýants-verksmiðjur í heimi. Blýantarnir breytast lítt,- þeir eru ein af fáum vörum, sem eru altaf eins, svo að segja. Mest er þó sótzt eftir máluðum blýöntum. Það eru ekki nema helzt opinberar stofnanir, svo sem póststofan, sem nota ómálaða blýanta. Blýantar eru mismunandi að hörku og er það gefið til kynna með sér- stökum merkjum, allt frá 9H til 6B. Margir biðja um HB þegar þeir kaupa blýant. H þýðir harður og B þýðir svartur. Hörðustu blýantana nota steinhöggvarar, byggingameistarar og þeir sem taka afrit. Næstir að hörku eru svo venjulegir skólablýantar barna. En mýkstu tegundirnar nota teiknarar. Til eru sérstök merki, svo sem eins og F og BHB, en mest selzt af B og HB. Samkeppni kúlupennanna hefir aðal- lega komið niður á bláu blekblýönt- unum. Harka blýants miðast við það hve miklu er hnoðað af leir saman við grafítið — eftir því sem meira er aí leirnum, eftir því er blýanturinn harð- ari. Og þá verður að setja svolítið af vaxi í blönduna, því að annars mundi blýanturinn ekki taka á. Ástæðan til þess að „blý“-nafnið komst þarna inn, er sú að nokkru leyti, að hægt er að draga stryk með blýi, en aðalorsökin mun hafa verið, að upphaflega var grafítið kallað „plumbago", sem líkist mjög nafninu á blýi á latínu. Hvernig stendur á því, að blýant- arnir eru altaf 7 þumlunga langir? Enginn veit það. Þeir hafa fengið þessa lengd af tilviljun upphaflega. Að vísu eru til stórir blýantar og litl- ir blýantar, en venjulegi blýanturinn, skólablýanturinn, er altaf 7 þumlunga langur. Og venjulegast er hann annað- hvort sívalur, eða sexstrendur. Lengd- in og lögunin helzt altaf óbreytt. (Úr „Manchester Guardian") ---------------- Molar MAÐUR nokkur kej’pti dýra vindla og vátryggði þá fyrir eldsvoða. Svo reyku hann þá alla og krafðist nú trygging- arfjárins, því að vindlamir hefðu brunnið. Vátryggingarfélagið neitaði að greiða, og þá stefndi hann því. Og þótt undarlegt kunni að virðast, þá vann hann málið. Dómarinn leit svo á, að úr því að vátryggingarfélagið hefði gefið út vátryggingarskjal, væri það skaðabótaskylt. En jafnframt úr- skurðaði hann, að vindlingaeigandinn sxyldi tekinn fastur og ákærður fyrir íkveikju! o—O—o INDÍÁNABÖRN gráta aldrei. Þessa geta flestir hvítir menn, er hafa dval- izt meðal Indíána og þykir mjög merkilegt. Lengi heldu menn að In’díánabörn kynnu ekki að gráta, þeim væri það ekki meðfætt eins og öðrum börnum. En nú er rétt skýring fengin á þessu. Indíánakonur venja börn sín af því að gráta. í hvert sinn sem þau byrja á því, taka þær um nefið á þeim og halda nösunum lokuðum, þangað til börnin hætta. Og þetta venur þau brátt alveg af því að gráta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.