Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Page 1
18. tbl. XXXII árg. JHíirjjimWnfo m$ Sunnudagur 12. maí 1957 Rányrkj a og uppbíástur FÁTT hefir valdið meiri spjöllum hér á landi en rányrkjan, útrýming skóganna, ofbeit og þar af leiðandi uppblástur. En víðar er pottur brotinn, eins og sjá má á eftirfarandi grein, sem birtist í enska tíma- ritinu „Northern World“ í vetur. Þar segir frá því hvernig rányrkjan hefir farið með Hálöndin skozku. Mættum vér margt af því læra um hver voði íslandi er búinn af rányrkju og uppblæstri, og að eitthvað verður meira að gera en álasa forfeðrunum fyrir syndir þeirra. XJr Hálöndum. Hvergi sést skógur í dölum né nlíðum, allt er blásið og bert. — ÞEGAR litið er á landabréf af Bretlandseyum sést að nyrzt eru víðáttumikil fjalllendi. Þetta eru Hálöndin, hugljúf, hjartfólgin, auð- ug af heillandi náttúrufegurð og magnþrungnum sögum liðinna alda, og þau hafa fóstrað suma þróttmestu þjóðflokka Evrópu. Fjöldi manna í ábyrgðarstöðum um allan heim ber nöfn, sem gefa til kynna að ættir þeirra eru frá Hálöndum runnar. Samt er ætt- land þeirra nú orðið nærri yfir- gefin auðn, aðeins bleikur skuggi fyrri velmegunar, allt vegna sín- girni og rányrkju fyrri kynslóða. Fyrir uppreisnartilraunir fylgis- manna Jakobs 2., 1715 og 1745 voru Hálöndin sjálfum sér nóg undir forustu ættarhöfðingjanna. Dalir fjallanna úðu og grúðu af fólki, þar var krökt af býlum og þorp- um. Syðst og um miðbikið voru keltnesku ættbálkarnir, Campbell- arnir og Mackenzie-arnir, en á vogskornum vesturkjálkanum og nyrzt bjuggu menn af norrænum stofni, afkomendur víkinganna, sem tekið höfðu upp keltnesku ætt- bálkaskipunina — þeirra á meðal Fraser-arnir og Stuart-arnir. Sam- skipti voru að vísu ekki mikil, og voru aldagamlar landaþrætur ætt- bálkanna þar Þrándur í Götu. jafnhliða ógreiðfæru fjalllendi og mýrarflákum. Þrálátur ófriður, sem varð hagsæld landsins að fóta- kefli, þótti jafnvel vera bara íþrótt og dægrastytting. En hefðu Há- lendingar borið gæfu til að standa saman mundu þeir vafalítið hafa ríkt yfir Láglöndunum, og hver er þá kominn til að segja hvemig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.