Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Page 2
170 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS styrku og sameinuðu Skotlandi hefði vegnað? Ættbálkaskipanin, sem Hálönd- in eru fræg fyrir, hafði marga kosti. Hún byggðist á því að með- limir hvers ættbálks töldu sig, réttilega eða af ímyndun einni, blóðskyld afsprengi einnar og sömu fomaldarhetjunnar, og þar af leið- andi hafði höfðinginn í sínum höndum allar eignir, ættarinnar vegna. Innan hverrar ættar urðu engin átök, því að höfðinginn erfði bæði rétt og skyldu til að tala fyrir munn allra ættmennanna, sem ald- ursforseti þeirra. Hagur ættarinn- ar sat í fyrirrúmi og jafnvel hinn minnst megandi gat ávallt krafið allt frændliðið sér til trausts. Hver og einn var 1 sannleika meðlimur heilbrigðs og heilsteypts félags, skipan, sem sálfræðikenningar nú- tímans telja óhjákvæmilegt skil- yrði fyrir skaphafnarþroska mannsins. Ættbálkaskipanin var ekki bara hugþekk, hún réði fram úr vandkvæðum einstaklingsins gagnvart félagsheildinni. En ættbálkaskipanin leið undir lok upp úr óförum í uppreisnunum 1715 og 1745. í þeim uppreisnum lá mjo6 ..____ _ ættbálkamir undirokuðu allt Eng- land, en þegar þeir voru endanlega sigraðir urðu Hálöndin að lúta enskum lögum. Arfgeng forusta ættarhöfðingjanna var afnumin og ættbálkaskipanin leyst upp að lög- um, en landeignirnar urðu einka- eign höfðingjanna, þar sem betur varð ekki fram úr þeim málum ráðið á annan hátt. Og svo varð vaxandi hagsæld Láglandanna til að auka á hinar óheillavænlegu afleiðingar þessar- ar eigna tilfærslu, en þeim var nú í fyrsta sinn 1 sögunni gert mögulegt að versla við Hálöndin. Þar sem hinum nýríku landeign- ar höfðingjum opnaðist markaður fyrir búsafurðir, juku þeir stórlega sauðfjárbúskap, en sauðkindin dró úr frjósemi jarðarinnar, án þess að leggja til sjálf nokkurn dýrmæt- an áburð til að bæta þann skaða, og þegar akurlendunum var breytt 1 bithaga fyrir sauðféð, gekk jörð- in smám saman úr sér og varð að vanræktum nytjalausum heiða- flákum. Samtímis því að sauðkindin eyddi landið voru bændurnir flæmdir af akuryrkjujörðum, og þar eð arðurinn af sauðfjárbú- skapnum rann í vasa landeigend- anna, sem áttu heima í Edinborg og Lundúnum, var hann Hálöndunum glataður. Viðleitni sinni til að verða jafnokar hinna ensku stall- bræðra sinna og hinna auðugu rík- isbubba, sem komu gulli klyfjaðir frá Austur og Vestur Indíum leit- uðu landeigendurnir -stöðugt fyrir sér um auknar tekjur, og komu þá auga á hina dýrmætu furu- og eik- arskóga, sem klætt höfðu og fegr- að dalverpi Hálandanna frá ó- munatíð. Þá seldu þeir sem timb- ur. Sir James Grant fekk £7000 fyrir Abemathy skógana. Glen- more skógi var eytt fyrir £10.000, og svo mikið sem £20.000 voru greidd fyrir skóglendur Rothier- murchus. Á sárfáum árum svo til, var öllum auðæfum Hálandanna gereytt, því þegar fjallahlíðamar voru rúnar gróðri skolaði regn og snjór jarðveginum fljótlega ofan af klöppunum og straumharðar árnar báru hann langt á haf út. Það eina, sem þá lá fyrir bænd- um hinna gömlu ættbálka, var að þeim var byggt út til að meira sauðbeitiland fengist. Allar jarðir, sem haldist höfðu frjósamar vegna góðrar ræktunar voru þar undir- lagðar. Hálendingar voru hraktir frá heimilum sínum af niðjum þeirra sömu landsdrottna, sem áð- ur höfðu borið ábyrgð á afkomu þeirra, og ef þeir létu sér það ekki vel líka voru kotin brend ofan af þeim. Hámarki sínu náði þessi útbyggingaralda þegar Norse Suth- erland var eytt skömmu eftir or- ustuna við Waterloo, þar sem her- deildir Háskota höfðu barizt hreystilega, og nafn Strathavner, þessa langa, fagra og áður mjög svo viðivaxna og happasæla dals, mun ávallt verða minnzt sem tákns um mannlegar þjáningar. Og mað- ur verður að fyrirverða sig fyrir að skýra frá því að jafnvel svo ný- lega sem árið 1853 urðu Hálend- ingarnir í Knoydart, sem neitað höfðu að yfirgefa réttmætar land- eignir forfeðra sinna, að horfa upp á kotbýli sín brennd fyrir augum sér, og leita sér skjóls í hellum í hæðardrögunum. Það má tíunda þessu fólki til mikils gildis, að þegar þess beið ekki annað en raunverulegt þræl- dómshelsi í grimmúðlegum verk- smiðjum iðnbyltingarinnar, sem þá þegar hafði lagt Láglöndin und- ir sig, að þá skyldi það skjótlega ná frábærum tökum á hinni nýju tæknikunnáttu, svo að enn í dag eru menn af hálenzkum rótum víðkunnir um allan heim sem verk- fræðingar, sérfræðingar og upp- finningamenn. Landnám í öðrum heimsálfum var einnig við þeirra hæfi, og þó þeir væru ekki margir að höfðatölu hafa áhrif þeirra á gang heimsmála verið mikil. Með því að ryðja mörkina og byggja sér býli í Nýfundnalandi og meg- inlandi Norður-Ameríku hafa margir þeirra horfið aftur að ham- ingjusömu, friðsælu og mannsæm- andi lífsstarfi. En þrátt fyrir velgengni sona Skotlands í fjarlægum löndum, eru Hálöndin enn auð og yfirgefin, byggðir dalanna vekja saknaðar- full hughrif, en aðrir fá ekki not- ið þeirra en skemmtiferðamenn og fámennur hópur trygglyndra bænda, sem af þrákelkni þrauka á ofbeittum jörðum heimahaganna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.