Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 271 Hálöndin eru stór hluti Bretlands- eya, en á sama tíma og brezku fjármagni og brezkum starfskröft- um er eytt í fjarlægum löndum ó- skyldra þjóða, er ekki skeytt um nauðsyn uppbyggingar þessa „framleiðsluvana" hluta heima- landsins, raunverulega ekki komið auga á hana. Hálöndin gætu orðið búsældarleg aftur, þau gætu orðið verðmæt aukning afrakstursgetu landbúnaðarins á Bretlandseyum, auk þess sem þau væru hinn ákjós- anlegasti staður fyrir uppeldi æskumanna og sannkallað sælu- svið fyrir hinn allt of stutta leik- þátt lífsins. Hin nýútkomna skýrsla Dr. Fraser Darling (Oxford Uni- versity Press) um rannsóknir á Vestur-Hálöndum sýnir þetta. En verður nokkuð aðhafst? Sorglega lítið hefur verið reynt. Eyðing landsins heldur áfram og skóg- græðslan gengur hægar en af er látið. Það mundi ekki vera nein Herkulesarþraut að græða Hálönd- in upp að nýju. Lítill hluti þess auðs og orku, sem fór í jarðhnetu- ræktunina í Austur-Afríku mundi hafa nægt til þess. Enn léttara verk væri að stemma stigu við frekari landsspjöllum. Landeigend- umir sjálfir eru ekki nógu fjáðir til þess, og afraksturinn yrði of seintekinn fyrir lánveitendur í ábataskyni, en mundi samt auka varanlega við þjóðartekjurnar, og því á þetta verkefni kröfu á að þeir, sem við fjármál þjóðarinnar fást, sinni því. Megin skilyrðin fyr- ir aukinni búsæld í Hálöndunum eru skógrækt, áburður og arðbetri nautpeningur, og svo það sem ef til vill er þýðingarmest af öllu, opinber tilrauna- og ráðuneytisbú til að kljást við alla þá örðugleika sem á því eru að rækta og bæta örsnautt landið. Aðgangur að bankalánum mundi líka létta und- ir með bóndanum. Kostnaðurinn yrði ekki ókleifur, og mundi skila hæfilegum afrakstri á nokkrum áratugum. Satt að segja þyrfti ekki meira til en að veita litlum hluta þjóðarteknanna til uppbyggingar landsins. Stíflur og vatnsvirkjanir nægja ekki. Sampöngur eru ónóg- ar fyrir iðnað. En Dr. Darling sýn- ir fram á hvernig Hálöndin gætu aftur orðið auðsæl á landbúnaði. Skýrsla hans er að minnsta kosti athyglisverð með hliðsjón af hin- um tröllauknu tölum þjóðartekn- anna, sem sólundað er í innfluttan mimað og stundargaman. Hvers Landsveit liggur milli Þjórsár og Rangár hinnar ytri, og liggur frá landnorðri til útsuðurs; hún er hátt á þriðju mílu á lengd og um og undir mílu á breidd. Ofan til á Landinu er fjall eitt lítið, er kall- virði er auðurinn þegar honum er eytt í ráðleysi? Hvert gildi hefur velmegunin þegar hún leiðir ein- ungis til spillingar? Hvers getum við vænzt af móður náttúru ef við köstum frá okkur jafnvægiskennd- inni, og eyðum eignum okkar án nokkurs í aðra hönd á sama tíma og við leiðum varla hugann að vandamálum sem að okkur steðja vegna breyttra samlífs- og bú- skaparhátta. (K. þýddi). ast Skarðsfjall, nærri úti undt’ Þjórsá. Eftir Landinu gengu þrír sand- gárar fyrrum, allt þangað til í vet- ur. Hinn austasti kemur innan af afrétti, milli Búrfells og Heklu; Uppbiástur á Rangárvöllum. Rofhnausinn íýnir hve djúpur jardvegur hefir verið þarna áður. Éyðing Landsveitar FYRIR rúmum 70 árum (1885) ritaði séra Jónas Jónasson grein um uppblásturinn í Landsveit. Hann hafði þá verið prestur í Landþing- um um hríð. Grein þessi er bæði söguleg heimild og áminning um það hvílíkur vágestur uppblásturinn er hér á landi. Er oss holt að rifja upp frásagnir um það hvernig uppblásturinn hefir lagt hinar fegurstu gróðurlendur í auðn, svo að vér horfum ekki aðgerðalítið upp á það að hann haldi slíkri landauðn áfram viða. Þess vegna er birt- ur hér kafli úr greininni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.