Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Qupperneq 4
272 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gengur hann fram eftir öllu Land- inu, fram með Rangá; sá gári hefir nú nýlega gjörbreytt Stóra Klofa, Litla Klofa, Borg og Stóruvelli, og stefnir fram lengra, og er að gjör- eyða Tjörfastaði, og svo Húsagarð, Bjalla, Lunansholtsengjar, Efrasel og Neðrasel. Sandröst þessi er hátt á þriðju mílu á lengd þar sem er í byggð, og sums staðar um og yfir y4 míla á breidd. Þar er sandmagn- ið svo mikið, að ekki getur að líta meira stórfenni í snjóvetrum. Er svo mikið stórfenni við Stóruvelli, að það er auðgert að ríða slétt víð- ast hvar upp á bæinn. Líkt er og á Tjörvastöðum. Miðgárinn tekur sig upp inni við Þjórsá fyrir inn- an Skarfanes, og er í fyrstu kom- inn innan af Þjórsárdalsvikrum fyrir ofan Þjórsá. Hann hefir gjör- eytt Eskiholt, Eril, Garða, annexí- una Skarð og lénsjörðina Fells- múla; þessar jarðir hafa reyndar allar, nema Eskiholt og Erill, ver- ið byggðar upp aftur í bithaga. Nú er hann að eyða Ósgröf, Skarfanes, Yrjar, Skarðssel, Skarð (hið ný- byggða), Minnivelli og engjar á Heysholti og Þúfu. Sá gári er um 2 mílur á lengd, en mjórri en hinn. Milli þeirra var grastunga upp undir Ósgröf, og er Mörk efsti bær í þeirri tungu, og svo Skarð, Krók- tún, Garðar og Fellsmúli. í vetur náðu þeir saman um Mörk, og má telja þá jörð nú gjöreydda; en það er auðsætt, að þegar þeir eru komnir saman, þá sópast fljótt um tungu þessa, þar eð sandmegnið er bvo fjarskalegt fyrir innan. Þriðji gárinn gengur fyrir vestan Skarðs- fjall, og hefir gjöreytt Árbæ og vofir yfir Hvammi. Þessi eru að- algáramir í Landsveit en auk þess er aukagári úr þeim austasta, sem hefir eytt Merkihvol fyrir löngu, og er að eyða Galtalæk og stefnir á Leirubakka og Vatnagarð. Svo er í miðgáranum með fram Skarðs- fjalli að sunnan, svo mikið sand- magn, að það hefir skelft slétt suð- ur af fjallsendanum, og mun hann þá og þegar eyða Látalæti og skemma land á Hellum. Sandur þessi, sem gengur yfir sveitirnar, er þrenns konar. Fyrst er moldarflag, sem blæs upp, hér um 2%—3 alnir á þykkt; innan um það eru öskulög eftir Heklu- gosin, og hefi eg talið 11 í einu jarðfalli. Meðan moldarlagið er að blása upp, gengur eyðingunni af fokinu seint, og sprettur oftast upp úr blástursmoldinni. Síðan er blá- svart ösku- eða brunasandlag, mis- jafnlega þykkt, oftast kringum al- in, og svo vikurlag sem er nálægt hálf alin og sumsstaðar mikið minna. Þar undir er brunahraun. Vikursandurinn er hvítur á lit og er oft svo stórgerður eins og sauð- arvölur; hvar sem hann kemur á grasrót brennir hann úr allan gróð- ur, og er þá víst að þar fer að blása upp þegar til þess viðrar næst. Þar sem þessi gamli vikur- sandur fýkur mest fram, fylgir honum óhollusta mikil, bæði fyrir menn og skepnur, og í vor, þegar sandveðrin voru sem mest, varð vatn ódrekkandi í lækjum af brennisteinsbragði. Það er grátlegt að sjá slíkar sveitir verða að blásvörtu ösku- flagi, sem voru fyrir 50 árum kjarn -beztu sveitir á Suðurlandi. Þá var allur efri hlutur Landsveitar al- þakinn þéttum birkiskógi, og fén- aður gekk þar sjálfala á hverjum vetri, og gerði það seinast í fyrra- vetur á fáeinum bæum, þar sem land er enn óeytt til fjalla. En nú sést ekki annað eftir af skógunum, en fáeinar kaldar rótarfeyskjur, sem fjúka með sandinum, nema lítill blettur inn við Þjórsá. Eftir því sem eg hefi næst komizt, þá er ekki eftir meira af graslendi á efra helmingi sveitarinnar, fyrir ofan Stóruvallalæk, en sem svarar ein- um sjöttungi af landflákanum. Alagablettir í Súgandafirði Frásagnir þær, er hér fara á eft- ir, eru ritaðar af Kristjáni G Þor- valdssyni matsmanni á Suðureyri. Birtust þær í „íslenzkum sagna- þáttum og þjóðsögum“ 1949, en eru hér nokkuð fyllri. Staður. — Bannað var að slá Bæarhvylft, en hins vegar mátti nota þar mótak, og var það jafnan gert. Ekki þekkjast gamlar sagnir um brot á banni þessu, en vitað er, að á seinni árum hefir tvisvar verið slegið í hvylftinni. Sumarið 1897 lét Sturla Jónsson, þáverandi bóndi á Stað, slá í hvylftinni, og töldu ýmsir það verða orsök þess að hann drukknaði 28. febrúar vet- urinn eftir, ásamt öllum sem með honum voru. Þorvarður Brynjólfs- son, sem var prestur á Stað frá 1901 til 1925, lét slá Bæarhvylft eitt sumar. Missti hann hest veturinn eftir, og var það af sumum álitið hegning fyrir brot landhelginnar, en ekki er mér kunnugt um að prestur eða fólk hans hafi litið þannig á það. Bær. — í Árós voru hús, sem fé var haft í á vetrum. Var það gert til að nota fjörubeitina. Óhreint þótti þar á margan hátt. Fram yfir seinustu aldamót stóðu húsin við sjóinn, og voru svartir krossar á öllum hurðum. Áttu þeir að verja að illar verur kæmist í húsin og grönduðu fénu. Það bann var á, að aldrei mátti hafa þar hrút. Þetta kom sér mjög illa um fengitímann, því að menn urðu að leiða hrút- inn frá bænum og heim aftur á degi hverjum, hvernig sem viðraði og í hverri færð sem var. Þegar verst var yfirferðar, freistuðust menn til að hafa hrútinn niður frá yfir nótt- ina, en þótti jafnan gefast illa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.