Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 6
274 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Norðureyri. — Það var almenn trú, að Bjargalág væri álagablett- ur og mætti ekki slá hana. En þó er kunnugt, að á seinni árum hefir hún nokkrum sinnum verið sleg- in án þess, að nokkuð hafi orðið að sök. Guðni Þorleifsson, sem er alinn upp á Norðureyri, og var þar unz hann fór að búa annars staðar, segir, að álögin hafi aðeins verið í því fólgin, að óþurrka átti að gera, ef lágin var slegin. Þetta sama var sagt um Mígandisrjóður á Selárdalslandi sem er skammt frá Bjargalág. Var það þó aldrei kallað álagablettur. Guludý er dálítill slægjublettur á Norðureyrargjörðum. Ekki hefi eg heyrt að þau hafi almennt verið talin álagablettur, en Guðni segist hafa reynt, að ekki sé gott að slá þar, og segir eftirfarandi sögu því til sönnunar: Eitt sinn er Guðni var vinnumaður hjá stjúpa sínum á Norðureyri, var hann látinn slá Guludý. Hann var einn við slátt- inn. Þótti honum slægjan ekki góð og vildi helzt vera laus við að slá þarna. Hann lagði sig því og sofn- aði brátt. Hann dreymdi, að til hans kom kona, sem sagði honum að hætta að slá þarna, hefði hann þegar gert nóg illt, þó að ekki væri við bætt. Þegar Guðni vaknaði, fór hann heim og neitaði að slá þama meira, og var ekki annað slegið þar það sumar. Um haustið veiktist Guðni og var um tíma mjög þungt haldinn. Lá hann á næsta bæ, en komst á fætur eftir langan tíma, en mun aldrei hafa náð sömu heilsu og áður. Eitt sumar, eftir að Guðni var farinn frá Norðureyri, sló bóndinn Guludý í annað sinn. Valdís systir Guðna fór þangað að raka. Þoka var, og sá hún lítið frá sér. Þegar að ákvörðunarstaðnum kom, sá hún börn í slægjunni. Ætlaði hún að hafa tal af þeim, en þau hurfu fyrir hrygg innan við slægjuna, áð- ur en hún næði þeim. Fór hún inn á hrygginn, en sá þá ekkert nema þokuna. Ekki varð hún vör við annað. Um veturinn missti bónd- inn margt fé í snjóskriðu. Var það að vísu ekki ný saga á Norðureyri. Göltur. — Tveir eru blettir á Gelti, sem bannað er að slá. Eru það Tröllhólar og Gyltunghrygg- ur. Liggja þeir saman, og má því skoða bannhelgina sem eina heild. Engar sagnir eru af því, að bann- helgi þessi hafi nokkru sinni verið brotin. Talið var að álfar byggi á báðum þessum stöðum og hafa ver- ið skráðar sögur af atburðum, sem þar hafa gerzt. Molar HÆSTU byggingu í heimi á nú að fara að reisa í Chicago. Er það 83 ára gam- all byggingameistari, Frank Lloyd Wright að nafni, sem hefir gert upp- drátt að henni. Hæðin á að vera 5280 fet. Til samanburðar má geta þess að Empire State Building í New York er 1250 fet á hæð, Eiffelturninn í París 984 fet og Pálskirkjan í Lundúnum 366 fet. Gert er ráð fyrir að 130.000 manna eigi heima í þessari byggingu, eða vinni þar í skrifstofum, og vilji allir komast út í einu, þurfi þeir til þess fulla klukkustund. Hundrað hæð- ir eru í húsinu og þar verða 56 lyftur kjarnorkuknúðar. Að utan verður hús- ið úr ryðfríu stáli. Á þakinu verður svigrúm fyrir 100 kopta, en utan við húsið stöð fyrir 15.000 bíla. SUVA heitir höfuðborgin á Fiji-eyum og eiga þar 30.000 manna heima. Þar eru langar og miklar götur, en ekkert einasta hús er tölusett. Bæarstjórnin hefir ekki tímt að leggja í þann kostn- að. Afleiðingin er sú, að allir verða að sækja bréf sín á pósthúsið, því að póststjórnin treystist ekki til þess að láta bera út bréf, meðan allar götur eru ómerktar og hvergi númer á hús- um. SIGUR LIFSINS UPPGÖTVUN Schleidens á frum- unni (celle) er eitt af þýðingar- mestu afreksverkum 19. aldar- innar. Á þessari uppgötvun bygg- ist, að mjög verulegu leyti, líf- fræði vorra tíma. Og það er sár- staklega skylt að nefna þá upp- götvun hér, því að hún er í tölu þeirra sanninda, sem nauðsynlegt er að vita, til þess að guðsríki geti stofnsett orðið. Því að guðs- ríki er sambandsvera, þar sem allir einstaklingar eru fullkom- lega samstilltir til einnar líf- heildar, líkt og likami hvers ein- staklings er sambandsvera, sam- stillt af ótal frumum, sem hver, að upprunanum til, samsvarar sjálfstæðum fyrstlingi (prótózó- on). Fyr eða síðar munu menn sjá, að nú þegar bendir öll nátt- úrufræði mjög greinilega til þeirr ar aðalhugsunar í líffræði, sem hér er á vikið. ---------Þetta er hinn bjarg- andi sannleikur: Að vita af al- sambandi lífsins í alheimi sem verða á. Hvernig lífið á að sigra fullkomlega órafjarlægðir him- ingeimsins, jafnvel þó að um milljónir milljóna ljósára sé að ræða. Hvernig lífið í alheimi á að verða fullkomlega samstillt heild, með fullkomnum tökum á öllum öflum og möguleikum tilverunn- i ar. --------Hér á útjaðri verðum vér hinir ófullkomnu að ná þeim þroska, að vér getum farið að þiggja hjálp guðanna, og annara þeirra, sem oss eru ofar á hinum mikla framvindustiga sköpunar- verksins. En án þeirrar hjálpar, án miklu fullkomnari samstill- ingar við æðri tilverustig en nú á sér stað, verður hinn mikli sig- ur ekki unninn, sá fagri sigur að lífið verði sífelld framför og fái aldrei framar að reyna ellihrörn- un og dauða. Og undirstöðusetn- ing hinnar góðu lífernisfræði er stutt og einföld: Allt hið illa sem menn gera, gera þeir sinni eigin framtíð. Og sama er vitan- lega að segja um það sem vel er gert. Dr. Helgl Pjeturss.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.