Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 377 Frá vígslu Nes- kirkju. Biskup r ker'u'menn gan;, til kirkjunnar. Mr-ður fell af hestbaki hjá Rauða- vatni og lenti um leið fyrir bíl, en slapp furðu vel (16.) Lík Baldvins Skaftasonar, sem hvarf 19. janúar í vetur, fannst í helli í Víf- ilsstaðahrauni (24.) Sighvatut- Guðmundsson, 22 ára sjó- maður, fell út af vb. Fróðakletti og drukknaði (24.) Báti með tveimur mönnum hvolfdi skammt frá Rifi. Mennirnir náðust og var annar með lífi en hinn örendur. Hann hét Björn Kristjánsson og var frá Sandi (24.) Rögnvaldur Axelsson, 19 ára, fell út af togaranum Norðlendingi og drukkn- aði (25.) Þrýstiloftsflugvél fórst á Keflavíkur- flugvelli, en menn björguðust nokkuð brendir því eldur kom þegar upp í flugvélinni (27.) Sextugur maður, Lárus Stefánsson, hvarf í Sandgerði og spurðist ekki til hans (27.) BÍLSLYS Tíu ára drengur varð fyrir bíl í Reykjavík og fótbrotnaði. Bílstjórinn ók áfram, en lögreglan hafði upp á honum seinna (6.) Hann var sviftur ökuleyfi (7.) Atta ára drengur varð fyrir bíl í Keflavík og meiddist mikið (9.) Ölvaður maður ók á þrja bíla og ljósastaur í Reykjavík, braut sinn bíl og slasaðist mikið (9.) Fimm ára telpa varð fyrir bíl í Grindavík og beið bana (11.) Bíll fór út af Grindavíkurvegi og meiddust 5 menn er í voru og tveir þeirra svo, að flytja varð þá í sjúkra- hús (24.) Fjögurra ára telpa varð undir jeppa í Reykjavík, en slapp lifandi vegna þess að hún lenti milli hjólanna (24.) Aldraður maður varð fyrir bíl í Reykjavík og skaddaðist á höfði (27.) Lítill drengur varð fyrir bíl á Hafn- arfjarðarvegi og meiddist mikið (27.) ELDSVOÐI Eldur kom upp í litlu húsi á Sel- tjarnarnesi og urðu þar miklar skemmdir af eldi og vatni (5.) LANDHELGISBROT Belgiskur togari var tekinn að veið- um í landhelgi og sektaður um 74 þús. kr. (10.) Þór tók tvo enska togara að veið- um í landhelgi við suðausturströndina. Þeir voru dæmdir í Seyðisfirði í 74 þús. kr. sekt hvor, höfðu nokkurn afla, sem gerður var upptækur (18., 25.) Þór tók enn enskan togara að veið- um í landhelgi og kom með hann til Reykjavíkur (25.) Togarinn var sekt- aður um 74 þús. kr. Afli og veiðar- færi voru metin á 88 þús. kr. (27.) ÍÞRÓTTIR Friðrik Ólafsson sigraði Pilnik í skákeinvíginu (4.) Sundmót KR fór fram og setti Guð- mundur Gíslason nýtt íslandsmet í 50 m baksundi, og Ágústa Þorsteinsdótt- ir í 50 m bringusundi (5.) Meistaramót Reykjavíkur í svigi fór fram og sigruðu þar Ólafur Níelsson og Karólína Guðmundsdóttir (9.) Tony Spiess, einn af frægustu skíða- mönnum heims, kom hingað í boði Skíðaráðs Reykjavíkur og sá um gerð brauta á landsmótinu á Akureyri (9.) Flokkur þýzkra handknattleiks- manna kom hingað í boði ÍR og keppti. Bridgekeppni var háð á Selíossi og sigraði sveit Halldórs Magnússonar (10.) Þýzkur knattspyrnuþjálfari, Heinz Marotzke, kom til Akureyrar og dvelzt þar 6—8 mánuði við kennslu (10.) Þess var minnzt víða um land, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.