Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 10
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 278 Kannsóknarleiðaag* ur Ægis: Skipsherp- ann og vísinda- mennirnir. ein öld var liðin síðan skólaíþróttir hófust hér á landi (17.) ÍR bar sigur af hólmi í körfuknatt- leiksmóti íslands (18.) Sundknattleiksflokkur frá Ármanni fór utan til keppni og fréttist þar af honum að hann hefði farið mjög hall- oka á tveimur stöðum (24.) Skákþing íslendinga var háð á Ak- ureyri. Þar sigraði Friðrik Ólafsson (24.) Landsmót Bridgesambandsins fór fram á Akureyri, kepptu þar 8 sveitir og sigraði sveit Harðar Þórðarsonar í Reykjavík (24.) í hinni árlegu bridgekeppni milli Hafnfirðinga og Selfossmanna sigruðu hinir síðarnefndu (25.) Bæakeppni í badminton milli Reykjavíkur og Stykkishólms fór svo að Stykkishólmur sigraði (25.) í 42. víðavangshlaupi ÍR á sumar- daginn fyrsta varð Kristján Jóhanns- son fyrstur að marki (27.) Drengjahlaup Ármanns var háð að venju og sigraði Kristleifur Guðbjörns- son KR (30.) Fimleikafélag Hafnarfjarðar varð Islandsmeistari í handknattleik (30.) Skíðamót íslands hið 20. í röðinni, var háð á Akureyri. Þingeyingar sigr- uðu í öllum flokkum í 10—15 km göngu og varð Jón Kristjánsson hlut- skarpastur. í stórsvigi kvenna sigraði Marta Guðmundsdóttir frá ísafirði. — Eysteinn Þórðarson Reykjavík sigraði í bruni og svigi og Stefán Kristjánsson Reykjavík í stórsvigi. Reykvíkingar sigruðu í sveitakeppni í svigi. Jakobína Jakobsdóttir, Reykjavík sigraði í bruni kvenna og þríkeppni. Árni Höskuldsson, ísafirði, sigraði í 30 km göngu. Jónas Ásgeirsson, Siglufirði, sigraði í stökki í 1. fl., Svanberg Þórð- arson í 2. fl., og Björnþór Ólafsson í 3. fl. (25., 27., 30.) LISTIR Félag íslenzkra einsöngvara efndi til margra söngskemmtana undir nafninu „Syngjandi páskar“ (9.) Baldur Edwins listmálari, sem er ís- lenzkur í móðurætt, hafði málverka- sýningu í Reykjavík (13.) Guðmundur Einarsson frá Miðdal hafði listsýningu í Keflavík (17.) St. Olavs-kórinn frá Suður Dakota kom hingað í söngför og söng þrisvar sinnum opinberlega. Um leið kom hingað dr. Granskou rektor St. Olavs College í Grand Forks (17.) Sænsk óperusöngkona, Evy Tibell, hefir verið ráðin til þess að syngja í Þjóðleikhúsinu aðalhlutverk í óper- Halastjarnan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.