Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 281 Útbú Bæarbóka- safns Reykjavíkui' i Hólmgarði. vinna að byggingu Langholtskirkju (6.) Haraldur Guðmundsson alþingismað- ur hefir verið skipaður ambassador í Noregi (6.> Mjólkurfélag Reykjavíkur helt að- alfund sinn og voru þar 32 fulltrúar. Félagið ætlar að stofna sjóð til minn- ingar um 40 ára afmæli sitt í haust. Formaður er Ólafur Bjarnason í Braut- arholti (7.) Um mánaðamótin útskrifuðust 13 nýar hjúkrunarkonur og hefir Hjúkr- unarkvennaskólinn þá alls útskrifað 347 síðan hann tók til starfa 1931 (9.) Erik Warburg, rektor Kaupmanna- hafnarháskóla kom hingað í boði Dansk-íslenzka félagsins (9.) Húnavakan, héraðsmót Húnvetninga, var haldin á Blönduósi og stóð frá 2. —8. apríl. Var þar margt til fagn- aðar (12.) Prófessor Bouman frá háskólanum í Leyden í Hollandi kom hingað í boði Háskólans að halda fyrirlestra (12.) Alþing tók sér hvíld frá störfum 12. —24. (13.) Dr. Sigurður Þórarinsson hefir verið kjörinn meðlimur Kgl. danska vísinda- félagsins (16.) Dr. Helgi Tómasson yfirlæknir hefir fundið upp sérstaka gerð kodda og fengið einkaleyfi á þeim. Hann hefir gefið sjúklingum á Kleppi rétt til framleiðslu og skapar þar með öryrkja- vinnu á hælinu á svipaðan hátt og er í Reykjalundi (17.) Gunnar Gunnarsson rithöfundur var kosinn heiðursforseti félagsins Frjáls menning (17.) Páll Þorgeirsson var kosinn formað- ur Félags íslenzkra stórkaupmanna (18.) Gunnar Ólafsson byggingameistari hefir verið skipaður skipulagsstjóri í Reykjavík (18.) Jerauld Wright, yfirmaður flota NATO, kom hingað til að ræða við íslenzk stjórnarvöld (24.) Ólafur Jóhannesson prófessor tók sæti á Alþingi í stað Steingríms Stein- þórssonar (25.) Félag Nýalssinna kynnti heimspeki dr. Helga Pjeturss. á samkomu í Há- skólanum (27.) Guðmundur í. Guðmundsson utan- ríkisráðherra fór á fund Evrópuráðsins, sem haldinn er í Bonn (27.) Iðja, félag verksmiðjufólks, gerði samning um kauphækkun við Félag ísl. iðnrekenda, án þess að til uppsagn- ar samninga kæmi (28.) Fyrsta úthlutun hefir farið fram úr Afmælissjóði ríkisútvarpsins, og urðu þeir Þórarinn Jónsson og Agnar Þórð- arson fyrir valinu. Þórarinn semur fyr- ir útvarpið nýtt tónverk, en Agnar samfelldan flokk útvarpsleikrita (28.) Magnús Jochumsson póstmeistari hefir verið sæmdur riddaraorðu frönsku heiðursfylkingarinnar (28.) Tveir nýir þingmenn tóku sæti á Alþingi, séra Gunnar Gíslason fyrir Jón Sigurðsson á Reynistað og dr. Gunnlaugur Þórðarson í stað Guðm. í. Guðmundssonar (30.) AFMÆLI Hið íslenzka prentarafélag átti 60 ára afmæli og var þess minnzt á virðuleg- an hátt (4.) Ungmennafélag Bolungavíkur minnt ist 50 ára afmælis síns (10.) íþróttafélagið Völsungar á Húsavík átti 30 ára afmæli (12.) Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn í Hafnarfirði átti 20 ára afmæli. For- maður þess er frú Jakobína Mathiesen (25.) Sparisjóður Reykjavíkur og ná- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.