Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 14
282 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kýpurmálið og afstaða Tyrkja grennis átti 25 ára afmæli. Forstöðu- maður hans er Hörður Þórðarson (28.) Verkfræðingafélag íslands átti 41 ára afmæli. Stofnendur þess voru 13, en nú eru 248 í félaginu (14.) SKÓGRÆKT Norski útgerðarmaðurinn Braathen hefir enn gefið 10 þús. norskar krón- ur til skógræktar í Skorradal (10.) Um 650 þús. plöntur til gróðursetn- ingar munu koma frá gróðrarstöðvun- um í vor (11.) ÝMISLEGT Norrænu félögin efna til margra námskeiða í sumar (9.) Einkennileg dimma var í lofti suð- vestan lands þ. 8., og var talið að kola- reykur væri frá Bretlandi (9.) Þrjátíu íslendingum hefir verið boð- ið í kynnisför til Noregs í sumar (10.) Óli Bjarnason í Grímsey veiddi í þorskanet stærri lax, en áður hefir veiðst á íslandi. Hann var 132 sm. langur og vóg 49 pund. Laxinn var sendur hingað suður til varðveizlu (9., 11., 12.) í skýrslu frá Alþjóða heilbrigðis- málastofnuninni segir að dánartala úr berklum sé nú lægst á íslandi og Dan- mörk (11.) Rauða stjarnan, málgagn hermála- ráðuneytis Rússa, hefir í hótunum við íslendinga (13.) Ný revýa, sem nefnist Gullöldin, var sýnd í Reykjavík (17.) Rússnesk skip komu til Hesteyrar og lágu þar lengi leyfislaust. Þar er engin byggð, en skammt þaðan er rad- arstöð (24.) Ný halastjarna, sem kennd er við Arand-Holand (þá sem fundu hana) sást hér greinilega (24.) Stórkostlegar skemmdir hefir trjá- maðkur gert á bryggjum í Siglufirði (27.) Ung stúlka, Sigurlína Helgadóttir frá Geiteyarströnd við Mývatn, nemandi í Löngumýrarskóla, sofnaði svo fast 1 öndverðum febrúar, að hún varð ekki vakin. Var hún þá flutt í sjúkrahúsið á Akureyri og var þar lengi. I páska- vikunni var hún svo flutt til Reykja- víkur og þar tókst Kjartani R. Guð- mundssyni lækni að vekja hana, og hafði hún þá sofið í rúma tvo mánuði. Hún var mötuð á þunnmeti allan þenn- an tíma (27.) Strandferðaskipið Esja hóf siglingar eftir 6 mánaða viðgerð (28.) HANDAN við Sæviðarsund bar elda við loft víða í Istanbul. Eg gekk út úr húsinu, þar sem norska sendiráðið dvelzt á sumrin, og helt niður að sjó. Úti í myrkrinu heyrði eg áraglamur og við birtuna af eld- unum sá eg brátt bát, sem stefndi að landi. Þrjár konur voru í bátnum, allar í náttklæðum og skjálfandi af hræðslu. Ein þeirra æpti í skelf- ingu: Þeir drepa okkur! Eg vissi ekki hvað hún átti við, en er hún endurtók þetta og benti yfir sundið, þá endurtók eg: Drepa — hverjir drepa? — Tyrkir drepa okkur, þeir ætla að drepa alla Grikki í Istanbul í nótt, æpti hún þá. Eg studdi þær upp úr bátnum og fór með þær heim. Þar bað eg þær að segja frá. Og þær sögðu mér frá hinum hryllilegustu ofsóknum. Þannig segist Birni Syvertsen frá, en hann var ritari norska sendi- ráðsins í Tyrklandi. Þessa skelfinganótt voru eigi færri en 300 grískir menn drepnir í Izmir og Istanbul, 4000 grískar verslanir voru rændar og brendar og sömu forlögum sættu 78 grískar kirkjur. Sagt var, að róstur þessar hefði hafizt með því, að nokkrir grískir unglingar hefði gert spjöll á hús- Togarinn Norðlendingur fekk tund- urdufl í vörpuna og fór með það til Eyafjarðar, þar sem það var gert ó- virkt (30.) Atkvæðagreiðsla fór fram í ísafirði um það hvort opna skyldi þar áfengis- útsölu aftur, og var það samþykkt með 606:214 atkv. (30.) inu, þar sem Kemal Ataturk var fæddur. Hús þetta er í Saloniki og tyrkneska félagið þar á staðnum vakir yfir því sem sjáaldri auga síns. En undirrót óeirðanna var önnur, eða hinar vaxandi viðsjár milli Grikkja og Tyrkja út af Kýp- urdeilunni. Adnan Menderes forsætisráð- herra Tyrkja, fordæmdi þegar þess- ar ofsóknir, og 4300 menn voru teknir höndum. Með þessu hugðist stjómin sýna, að hún ætti enga sök á atburðunum. En hlutlausir menn, sem voru sjónarvottar að því er gerðist, eru vantrúaðir á þetta. Þeir segja að yfirvöldin hafi ekki gripið í taumana fyrr en æsingarnar tóku að beinast að tyrknesku ríkisstjóm- inni. Þetta kom fram í fimm tyrk- neskum blöðum, en Menderes svar- aði með því að leggja útgáfubann á þau. í öndverðum febrúar komu nokkrir sakborningar fyrir rétt, en þeir voru allir dæmdir sýknir „vegna skorts á sönnunum“. Og jafnframt var þá tilkynnt, að eng- inn af þeim 4300, sem teknir voru höndum, mundi sæta refsingu. ---- O ----- Þegar bjartviðri er sjást frá Kýpur fjöllin í Tyrklandi. Fjar- lægðin er ekki nema 60 km. og fall- byssur draga mikið lengra. Þetta verður að hafa í huga, þegar litið er á Kýpurdeiluna. Tyrkir leggja mesta áherzlu á hverja hemaðar- þýðingu Kýpur hefir, svona rétt uppi undir landsteinum hjá sér. Það gæti orðið Tyrklandi dýrt, ef einhver óvinveitt þjóð næði Kýpur á sitt vald.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.