Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 283 Tyrkir halda því fram, að um 300 ára skeið hafi Kýpur lotið Tyrklandi, síðan hafi hún aldrei verið undir yfirráðum Grikkja. Ár- ið 1878 létu Tyrkir Breta fá eyna með því skilyrði að Bretar verði Tyrkland gegn Rússum. En í fyrri heimsstyrjöldinni, þegar Tyrkir gengu í lið með Þjóðverjum, þá slógu Bretar eign sinni á eyna. Með friðarsamningunum í Lausanne var yfirráðaréttur Breta viðurkenndur. Tyrkir halda því nú fram, að ef hrófla eigi við því ákvæði, þá sé kippt hornsteininum undan friðar- samningunum. Manni verður fyrst ljóst hvaða þýðingu þessi afstaða tyrknesku stjórnarinnar hefir, ef litið er á landamæri Tyrklands og Grikk- lands. Með friðarsamningunum fengu Grikkir Vestur-Þrakíu, en þar býr fjöldi tyrkneskra manna. Og Tyrkir halda því fram að þeir hafi búið við gríska harðstjórn síð- an, bæði stjórnmálalega og efna- hagslega. Að undanförnu hefir talsverður leynilegur áróður farið fram í Vestur-Þrakíu. Og stjórnmálamenn í Tyrklandi fara ekki dult með það, að ef Grikkir hætti ekki að krefjast þess að Kýpur verði grísk, þá muni þeir fá að kenna á því að hinir tyrknesku Þrakíubúar krefj- ist réttar síns að sameinast Tyrk- landi. Þetta sýnir hvað Kýpurmálið er flókið. Tyrkir hafa ekkert á móti því að Bretar hafi yfirráð eyarinnar. Þeir vita sem er ,að sér stafar ekki nein hætta af brezkri hersetu þar. Og ef til ófriðar skyldi draga, þá yrði brezki flotinn hjá Kýpur bezta vörn Tyrklands. En ef Grikkir fengi Kýpur, þá væri Tyrkland þegar orðið einangrað í stríði við Rússa. Kýpur hefir því stórkost- lega þýðingu fyrir landvamir Tyrkja í Litlu Asíu. BRIDGE * 10 8 V 9 8 7 6 3 2 ♦ 9 8 7 6 *D V byrjaði á því að segja 4 spaða, N tvöfaldaði, A sagði pass, en S sagði 5 hjörtu, og voru S—N þó í hættu. V sló út T Á og síðan S D. Ekki virðist auðvelt að vinna spilið, en þó er það hægt á þennan hátt: S D er drepin. Svo kemur L Á og aftur lauf, sem trompað er á hendi. Þá kemur tromp, svo lauf, sem tromp- að er og enn tromp og svo H D. Nú hefir trompunum verið náð af and- stæðingum. Þá kemur lauf, og í það fleygir S spaða! V fær slaginn en verður nú að slá út spaða undir 7 og K. í þá tvo slagi og fría laufið losnar S við 3 tígla og hefir þar með unnið spilið. Tyrkir eru heldur ekki óánægðir með stjórn Breta á Kýpur. Þeir vita að fjárhagslega hefir eyan mikið gagn af veru þeirra þar. Ey- an er nú á Sterling-svæðinu og brezka herstjórnin veitir miklu fé þangað. Tyrkir halda því fram, að ekki muni nema lítið brot af hinum 400 þús. grískumælandi mönnum á Kýpur óska þess að eyan sam- einist Grikklandi. Hinir dansi með nauðugir vegna ofbeldismannanna. Þeir halda því fram, að um breytta stjórnarháttu á Kýpur geti ekki verið að ræða fyrr en hryðjuverka- mönnunum þar hafi verið rutt úr vegi. Og engin framtíðarlausn fáist á stjórnskipan þar, nema því aðeins að tyrkneski minnihlutinn fái jafna hlutdeild í stjórn eyar- innar við gríska meirihlutann. Að undanförnu hafa mörg félög verið stofnuð í Tyrklandi undir vígorðinu „Kýpur er tyrknesk". Það sýnir, að Tyrkir hyggja eigi aðeins á að koma á ófriði í Þrakíu, ef Grikkir slá ekki af kröfum sín- um til Kýpur, heldur muni þeir einnig grípa til vopna þar. Ekki er farið dult með þettá, og hermd- arverkin í Izmir og Istanbul benda glöggt til þess hver hiti er undir niðri. Og brjótist sá hiti út í al- gleymingi, þá er hætt við að fleiri stórtíðindi gerist. Hvenær eru menn gáfaðastir? ÞVÍ HEFIR verið haldið fram, að menn hafi náð hámarki gáfna sinna þegar þeir eru 21 árs að aldri. En þessu neitar dr. Nancy Bayley við heilbrigð- isstofnunina í Washington. Hún segir að hitt sé miklu líklegra að menn hafi ekki náð fullum gáfnaþroska fyrr en þeir eru fimmtugir. Hún segir að gáfnapróf þau sem gerð hafi verið, og fyrri staðhæfingar byggðust á, sé ekk- ert að marka. Það sé fásinna að halda að mönnum fari fram um greind að 21 árs aldri, en síðan fari greind þeirra minnkandi. Hún segir þvert á móti, að marg endurtekin gáfnapróf á mönnum bendi til þess að þeim sé alltaf að fára fram með gáfur, að minnsta kosti fram að fimmtugu, og jafnvel enn lengur. Hún segir að ekki megi bera saman þá sem nú eru gamlir og hina sem eru ungir. Þeir menn, sem nú eru gaml- ir, ólust upp við miklu verri kjör en unga fólkið nú og gafst ekki kostur á að mennta sig og þroska skilning sinn. Það geti verið ástæðan til þess að mönnum er nú alltaf að fara fram með gáfur, eftir því sem þeir eldast, að þeir eru alltaf að læra og þroska skilning sinn. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.