Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 1
Auðæfi hafsins GREIN þessi birtist nýlega í dönsku fiskifræðariti. Höfundur hennar heitir V. J. Bröndegaard. Hér er fjallað um mál, sem ísland varða mjög, því að hér ætti að vera góð skiiyrði til þess að hagnýta auðæfi hafsins. Hver veit nema verksmiðjurekstur færist hér brátt í það horf að vinna alls konar efni úr sjónum, er orðið gæti útflutningsvara. jyi'ARGIR þjóðmegunarfræðingar A líta svo á, að „tímabil hafsins“ sé í þann veginn að hefjast og að úthöfin hafi að geyma slíka gnægð dýra, plantna, málma og olíu (und- ir hafsbotni), að næstu aldirnar verði hafið meginforðabúr heims- ins, er stöðugt vex að íbúatölu. Hið mikla fjármagn, er fer til hafrann- sókna, og sumum kann í fljótu bragði að vaxa í augum, mun á sín- um tíma bera margfaldan ávöxt. Á öldinni sem leið óx íbúatala mannfólksins í heiminum úr einum miljarði í 2% og á sólarhring hverj- um fæðast 70.000 fleiri en deyja. Það er því auðsætt, að framleiðsla matvæla og hráefna verður að vaxa stórkostlega bæði til lands og sjáv- ar. Takist það ekki, verða afleiðing- arnar ægilegar. í hafinu er samsafn náttúrunnar af hinum ólíkustu efnum. í því er nú vitað um 32 frumefni. Megin- hlutinn er natrón eða matarsalt (77.9%). Að jafnaði inniheldur einn lítri af sjó 27.2 gijömm af nat- rónklór, 3.8 gr. magnesiumklór, 1.7 gr. magnesiumsúlfat, 1.3 gr. kalci- umsulfat, 0.9 gr. kaliumsúlfat, 0.1 gr. kalciumkarbonat og 0.08 gr. magnesiumbromid. Þar við bætist svo fjöldi næringarefna, gerlaefna eða svokallaðra gróefna, sem eru lífsnauðsynleg — 5 milligrömm kopar í kúbikmetra að jafnaði, sama hlutfall af sinki, 0.5 mg. mol- ybdæn, 0.3 mg. vanadium, 0.011— 0274 gr. joð, 4 gr. bór, 1.4 gr. flúor o. fl. efni í ýmsum kemiskum sam- böndum. Meðal málmefna hafsins má nefna ýmiss dýr málmesfni, svo sem silfur, gull og úraníum. í hverri smálest sjávar er ca. 6 milligr. af gulli. í öllum úthöfum samanlögð- um mundi vera sem næst 8 miljarð- ar smálesta af gulli eða 5 smálestir í hlut hvers einasta mannsbarns á jörðinni — slík auðævi mundi ekki hinn hugmyndaríkasti sjóræningi haía látið sér til hugar koma. Ýmsir hugmyndaríkir menn hafa freistað þess að finna ráð til þess að vinna gullið úr sjónum. Þeir hafa þó varla gert sér ljóst, að mætti slíkt takast, þá mundi gull og silfur verða jafn algengir og eigi verðmeiri málmar en járn og kop- ar, en notagildið minna. Hins vegar mundi vinnsla úraní- um úr sjó koma í góðar þarfir á atómöld. í hafinu er fólgið mikið magn af magnesium — 1.4 millj. smálest- ir á ten.km. eða um það bil 2.000. 000 miljarðar smál. samanlagt. Þessa málmtegund notar iðnaður- inn í stöðugt vaxandi mæli og á æ fleiri sviðum. Eðlisþyngd þess er 1.8 eða tæplega það, og það er ein- um þriðja léttara en aluminíum, en álíka hart og seigt; það er málmur sem auðvelt er að vinna úr, þar að auki þolir það vel hvers konar veð- ur og mun þoka aluminíum til hlið- ar í vaxandi mæli. í hafinu er sem betur fer svo mikið af magnesium, að mannkynið getur ausið af þeim nægtabrunni í tvær milljónir ára enn, þó ársnotkunin væri milljón lestir. Nú er ekki notaður einn þús- undasti hluti af þessu magni. * 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.