Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 2
302 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Magnesium er nú framleitt í Bandaríkjunum, mestmegnis úr sjó í Mexíkanska flóanum. Hinn silfur- hvíti málmur kemur þá fram, hreinn og tær, eftir að fram hefur farið eins konar bræðsla með raf- magni. Úr sjó eru líka unnin tvö frumefni önnur, nefnilega joð og bróm; þau eru notuð í læknislyf og til ljósmyndagerðar. Amerískir kafbátar nýjustu gerð- ar ná sjálfir súrefni (ildi) úr haf- inu, með tækjum þar til gerðum, en gerð þeirra er enn haldið leyndri. Þau skilja að vetni og súr- efni og vinna 600 lítra ildi úr einu kílógr. af sjó. Níutíu manna áhöfn notar 2.400 lítra af ildi á klukku- stund; það er því nægilegt að „kljúfa“ 108 lítra af sjó á sólar- hring. ' í þessu sambandi má líka geta þess, að öll hin stærri skip hafa nú tiltölulega einföld eimingar- tæki til að breyta sjó í ágætt drykkjarvatn. Fyrir heimsstyrjöldina fyrri hafði norskur verkfræðingur fund- ið upp aðferð til þess að framleiða tilbúinn áburð (kalí) úr sjó. Árið 1950 var reist norsk-hollenzk til- raunastöð í Amsterdam. Árangur- inn varð svo góður, að stór verk- smiðja var reist 1953. Ársfram- leiðslan nemur um 1500 lestum, miðað við að unnið sé allan sólar- hringinn. Úr 1000 tenm. af sjó eru unnin 450 kg. kalí. Það verður því að vinna úr geysimiklu magni sjáv- ar ef framleiðslan á að verða mik- il. Þó er varla vafi á, að vinnslu- aðferðirnar munu taka miklum framförum. Jafnframt því að vatnsþörf iðnaðarins mun vaxa gífurlega og athuganir leiða í ljós, að neðanj arðarvatn fer þverrandi hvarvetna í Evrópu, kemur mjög til álita, hvort ekki mundi hag- kvæmast að sameina eimingu sjáv- ar og framleiðslu tilbúins áburðar. Nú er einnig þess að geta, að far- ið er að framleiða sykur úr sjó. Háskóiinn í Miami í Bandaríkjun- um hefur gert rannsóknir í þessu efni og komizt að þeirri niðurstöðu, að hægt sé að framleiða 1400 lestir sykurs úr einum tenkm. sjávar. Fjögur árin síðustu hefur verið framleiddur sykur úr sjó í Eng- landi; sykur þessi nefnist „Mani- tol“. Mesta auðsuppspretta hafsins er að sjálfsögðu fiskurinn, hinar ýmsu tegundir fiska. Hafrannsókn- irnar hafa fært oss heim sanninn um, að mergð fiskategundanna er næstum óskiljanlega mikil. En þessi miklu auðævi eru ekki hag- nýtt nema að litlu leyti — enn sem komið er, má bæta við. í söltum sjó lifa hvorki meira né minna en 16.000 tegundir fiska, en nytjaðar eru aðeins 200 tegundir, en af þeim eru aðeins sjö — segi og skrifa sjö — tegundir, er hafa verulega þýð- ingu fyrir matvælaframleiðsluna í heiminum. Á ári hverju er heildaraflinn í heiminum 25 millj. lesta, en sér- fræðingar FAO fullyrða, að auka mætti framleiðsluna um helming án þess að fiskistofninn biði tjón af. Landbúnaðurinn hefur fyrir löngu tekið upp vísindalegar að- ferðir, sem hafa margfaldað upp- skeruna á tiltölulega skömmum tíma. En á hafinu hefur verið fram- in fyrirhyggjulaus rányrkja síð- ustu áratugina. Uppdráttur sá af fiskimiðum, er FAO hefur látið gera, yfir heims- höfin sýnir, að sum beztu fiskimið- in, sem að mestu hafa verið ónotuð fram að þessu, liggja að löndum, þar sem fiskveiðar eru enn harla frumstæðar, en í þessum löndum búa þrír fjórðu hlutar mannkyns- ins við sult og seyru. Það er meira að segja fullyrt, að hinir mestu nytjafiskar sveimi um þessi haf- svæði án þess að nokkur maður geri tilraun í þá átt að veiða þál Ef til vill kemur sá tími, að unnt verði að „temja“ fiskitorfurnar sem húsdýr hafsins og hafa hönd í bagga með þróun þeirra allt frá hrygningu til þess er fiskurinn kemur á matborðið. .. í Japan lifa fimm milljónir manna af sjávarfæðu. Þörfin hef- ur kennt þeim að nota einnig ým- iskonar fæðu úr jurtaríki hafsins til manneldis. Dr. Paul Freudenthal, danskur læknir, hefur fyrir löngu sannað, að brúnþörungur er ágætur til manneldis og er álíka bætiefnarík- ur og bezta sumarsmjör. Hann er einnig steinefnaauðugur á við ýmsar tegundir grænmetis. Það er í rauninni aðeins matvendni vor og hleypidómar, er veldur því, að vér notfærum oss ekki þetta rauðleita og slýgræna „salat“ sjávarbotns- ins. í Danmörku er hafin framleiðsla á þangmjöli sem fóðurbæti handa húsdýrum; verksmiðja ein í Kaup- mannahöfn framleiðir 15 lestir af því á sólarhring. En Norðmenn hafa þó, enn sem komið er, gengið rösklegast til verks á þessi sviði. Úr þörungunum fæst hin mjög svo eftirsótta þarasýra. Árlega er unnið úr 7000 lestum af blöðru- þangi þangmjöl, er nefnist „Al- gir“, sem er notað bæði sem áburð- ur og fóðurbætir. Þangið er því miður snautt af eggjahvítuefni (protein). En norski þangiðnaður- inn hefur tekið upp samvinnu við síldarmjölsverksmiðjurnar. Áður fyrr fóru úrgangsefni frá verk- smiðjunum til spillis og nam verð- mæti þeirra 30 millj. kr. árlega. Nú er límefni frá þeim blandað sam- an við fóðurmjölið og fæst með þeim hætti fyrsta flokks fóður handa kvikfénaði, svínum og naut- peningi. Við þangvinnslu fæst og undra- efnið Agar-agar, er virðist hafa ótakmarkaða notkunarmögulaika.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.