Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 303 gerfihnettir Rákettur og Verður marmabyggð á gerfihnetti innan 20 ára KÍNVERJAR fundu upp rákett- urnar, þessar hvæsandi og eldspú- andi flaugar, sem farið gátu með miklum hraða. Ekki hugkvæmdist þeim þó, að þessi uppgötvun mundi geta valdið aldahvörfum, heldur höfðu þeir ráketturnar til gamans og augnayndis sem flugelda. Árið 1903 kom út í Rússlandi lít- ill pési eftir skólakennara í þorp- inu Kaluga. Hann hét Konstantin Eduardovitch Ziolkovski. í þessum pésa hélt hann því fram að hægt væri að gera stórar rákettur, knúð- ar fljótandi eldsneyti og að þær mundu síðar meir geta orðið að geimförum. Ekki gerði hann neinar tilraunir í þessa átt og hugmynd hans var með öllu ókunn utan Rússlands um tvo tugi ára. En eftir fyrri heimsstyrjöldina komu út tvær bækur, sem að flestra dómi marka upphaf rákettu- En allt er þetta á byrjunarstigi. Fimamikil auðævi eru fólgin í djúpi hafsins. Rætt er um, að smíða skip af nýrri gerð, er eingöngu er ætlað að afla þangs. í Miðjarðar- hafinu og í Mexíkanska flóanum er þangvinnslan orðin vel skipu- lögð. Með sérstökum þangplógum er geta unnið í 40 metra dýpi, er hægt að ná upp 80 lestum af þangi á klukkustund. Skozkar þangverk- verksmiðjur eru afkastamiklar og beinlínis „rækta“ veiðisvæðin. Neptúnus gefur margfaldan ávöxt! Auk hinna geysimiklu auðæva hafsins, sem fólgin eru í steinefna- og lífefnasamböndum, má nefna þann mikla kraft, er skil flóða og fjöru orsakar — einskonar andar- aldar. Þær voru skrifaðar sín í hvorri heimsálfu og vissi hvorugur höfundurinn um hinn. Önnur bók- in heitir „A Method of Reaching Extreme Altitudes“. Höfundur hennar var amerískur prófessor í eðlisfræði, Robert H. Goddard að nafni. Kom sú bók út 1920. Godd- ard prófessor er nú látinn. — Hin bókin nefnist „A Rocket into Inter- planetary Space“ og kom út 1923. Hún er eftir austurrískan stærð- fræðing, Hermann Oberth að nafni. Hann komst síðar til Bandaríkj- anna og dvelzt þar nú. Á næstu árum fór svo að komast skriður á tilraunir með rákettur. Goddard prófessor hóf tilraunir í kyrrþey. Fyrsta ráketta hans, sem knúin var fljótandi eldsneyti, hóf sig til flugs 16. marz 1926 hjá Auburn í Massachusetts. Sumarið 1927 var stofnað í dráttur hafsins. -Stærstu sjávar- fallaaflstöð í heimi er nú verið að reisa við St. Malo-flóann í Frakk- landi. Franskir verkfræðingar líta svo á, að orka sjávarfallanna muni að fáum árum liðnum framleiða jafn mikla raforku og öll vatns- orkuver Svía samanlagt. Allar hrakspár um, að fram- leiðsla matvæla, orku- og hráefna í heiminum haldist ekki í hendur við fólksfjölgunina, ættu að þagna, þegar þess er gætt, að allur vara- forðinn er enn svo til ónotaður. Hafið er stærsta forðabúr heims- ins og eðlilegast er, að mannfólkið sæki þangað til fanga. Haraldur Guðnason þýddi. Þýzkalandi félag, sem nefndist „Verein fur Raumschiffart“. Það hóf tilraunir sínar 1929 og fyrstu rákettu þess, sem knúin var fljót- andi efni, var skotið upp í loftið 10. maí 1931, skammt frá Berlín. í febrúai; sama ár, hafði Johannes Winkler, fyrsti formaður félagsins, reynt rákettu, sem hann hafði sjálfur búið til. En hvorug þess- ara tilrauna var svo, að af henni væri státandi. í Bandaríkjunum var stofnað fé- lagið „The American Rocket Society“ í marz 1930. Það er nú orðið gríðar öflugt félag með fjölda sérfræðinga í þjónustu sinni. Fyrstu tilraunir þess voru þær, að láta rákettur knýa bíla og eim- vagna og var það mest gert í áróð- urs skyni. En fyrstu rákettu sinni skaut það upp í loftið 14. maí 1933, og fór sú tilraun fram á Staten Island. ★ Skömmu eftir að þýzka félagið hóf tilraunir sínar, ákvað þýzka herstjórnin að láta fara fram rann- sókn á því, hvort rákettur gæti ekki orðið þýðingarmikið vopn í hern- aði. Forusta þeirrar rannsóknar var falin Walter Dornberger herfor- ingja, er síðar varð forstjóri til- raunastöðvarinnar hjá Peene- munde, en starfar nú hjá Bell- félaginu í Bandaríkjunum. Hann valdi sem samstarfsmann sinn ung- an mann, Werner von Braun, sem nú er forstjóri tilraunastöðvar Bandaríkjahers um smíði sjálf- stýrðra eldflauga, og hefir fundið upp Redstone eldflaugina, sem kennd er við Redstone í Huntsville í Alabama, þar sem tilraunirnar fara fram.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.