Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 4
304 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Rákettur eru hættuleg vopn. Hér sést kafbátur skjóta fjarstýrðri rákettu. Fyrstu rákettur þeirra Dornberg- er og von Braun, sem reyndar voru opinberlega, kölluðust A—2. Þær voru tvær og var önnur skírð Max en hin Moritz. Þeim var skotið úti á eynni Borkum í Norðursjó í des- embermánuði 1934, og komust þær í 6500 feta hæð. Ári seinna tókst prófessor Godd- ard að skjóta rákettu 7500 fet í loft upp. Það var 31. maí 1935 og var hann þá kominn til Mescalero Ranch í New Mexíko. Um haustið (14. okt.) reyndi hann aðra rákettu og komst hún í 4000 feta hæð. Hann vissi ekkert um tilraunir Þjóð- verja, því að þeim var haldið al- gjörlega leyndum. Þjóðverjar höfðu ekki heldur lesið bók hans, þeir byggðu algjörlega á útreikn- ingum Oberths. Árið 1937 reyndu Þjóðverjar þrjár rákettur af hinni svokölluðu A—3 gerð. Þeim var skotið upp af eynni Greifswalder í Eystrasalti. Þær reyndust ekki jafn vel og þeir höfðu gert sér vonir um. Þá höfðu þeir einnig í smíðum miklu stærri tegund af rákettu, sem nefnd var fyrst A-4 gerð, en síðar V-2, sem varð nafnkunn í seinni heimsstyrj- öldinni. Prófessor Goddard hætti nú til- raunum sínum, vegna þess að hann var kominn í fjárþröng. En þá tók við California Institute of Techno- logy. Nokkrir ungir menn þar tóku sig saman, undir forustu Theodors von Kármán prófessors, og heldu áfram tilraunum með rákettur. Varð þeim svo vel ágengt, að 9 árum seinna reyndu þeir rákettu, sem komst í 43,5 mílna hæð. Þetta sýnir bezt hve örar framfarirnar voru. Fyrir 1937 var flughraði rá- kettunnar talin í fetum: 4000, 6500, 7500 fet, en nú er allt í einu farið að telja hana í tugum mílna. Árið 1947 var skotið V-2 flug- skeyti frá Hvítusöndum í New Mexiko og komst það í 114 mílna hæð. Seinna komst annað sams konar skeyti í 128 mílna hæð. 7. ágúst 1951 komst rákettan Víkingur nr. 7 í 136 mílna hæð, og í maí 1954 komst rákettan Víkingur nr. 11 í 158 mílna hæð. Báðar þess- ar rákettur hafði bandaríski flot- inn látið smíða. Þetta var sú mesta hæð, sem einföld ráketta hafði náð. En tvöfaldar rákettur voru þá komnar til sögunnar og höf ðu kom- izt hærra. 24. febrúar 1949 var reynd V-2 ráketta, sem var með WAC-korpor- al rákettu í trjónunni. Henni var skotið upp á Hvítusöndum. Þegar hún var komin í 20 mílna hæð, hafði hún náð hámarkshraða, en þá var einnig þrotið eldsneytið í V-2. Þá losnaði WAC-korporal og helt ferðinni áfram af eigin ram- leik, og komst í 250 mílna hæð. Þá var og komin til sögunnar ný ráketta, sem nefnist Aerobee og hafði komizt í 75 mílna hæð. Síð- an hefir hún verið endurbætt og nefnist nú Aerobee-HI. Hún hefir komizt í 120 mílna hæð, og menn gera sér vonir um að hún geti kom- izt í allt að 200 mílna hæð, af eigin ramleik. Það þykir því líklegt, að ef þessi ráketta væri sameinuð ann- ari af nýustu gerð, t. d. Redstone, þá mundu þær komast helmingi hærra heldur en V-2 og WAC, eða í 500 mílna hæð. En þetta hefir ekki verið reynt vegna þess, að enn er lítið hægt að græða á því þótt rákettur fari hærra en 200 mílur, nema því aðeins að þær geti haldið kyrru fyrir um nokkurn tíma. ★ Og það er nú einmitt þetta, sem hin svokallaða Vanguard-áætlun stefnir að. Ætlunin er að senda 12 gerfihnetti út fyrir jörðina á hinu svonefnda jarðeðlisfræðaári 1957 —1958, og sr gort ráð fyrir að fyrsti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.